Segir margt enn óljóst varðandi búvörusamningana Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. ágúst 2016 15:07 Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar. Vísir/Stefán Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar og aðalflutningsmaður tillögu um að vísa búvörusamningum frá, segir að ýmislegt jákvætt sé að finna í þeim hugmyndum sem meirihluti atvinnuveganefndar reifar í nefndaráliti sínu varðandi búvörusamningana. Hins vegar sé mjög óljóst hvað verður í raun og veru með búvörusamningana þar sem flest af því sem nefndin hefur tekið fyrir og hefur fjallað um á að vinna með næstu þrjú árin. Björt vísar þarna í endurskoðunarákvæði samningana árið 2019 en þá á að leggja þá aftur fyrir bændur sem og Alþingi en á næstu þremur árum vill meirihluti atvinnuveganefndar að fram fari nokkurs konar þjóðarsamtal um nýja stefnu í landbúnaðarmálum. „Það sem hefur þó komið inn er út af því að við höfum verið að ýta á eftir því, höfum sýnt töluverða afstöðu og ýmsu er mætt þarna. Það er samt bara þannig að þetta er bara nefndarálit frá þingnefnd sem segir að gott væri ef hitt og þetta væri skoðað og gert eitthvað ákveðið en við höfum ekkert fast í hendi varðandi það hver niðurstaðan verður úr því samtali eftir þrjú ár. Við erum því bara að tala óljóst inn í framtíðina án þess að negla niður hvernig best væri að hafa þetta,“ segir Björt. Hún segir að Björt framtíð vilji einfaldlega fara hraðar í breytingar á landbúnaðarkerfinu. „Þá viljum við sérstaklega laga umhverfi mjólkurframleiðenda strax og þetta sé ekki í lausu lofti næstu þrjú árin.“ Á meðal þess sem hefur verið gagnrýnt er að MS sé undanþegin ákvæðum samkeppnislaga. Björt segir að þetta verði óbreytt samkvæmt tillögum meirihlutans þar sem núgildandi verðmyndunarkerfi í landbúnaði verður áfram í gildi og í því er MS undanþegið samkeppnislögum. „Allar tillögur okkar í Bjartri framtíð í nefndinni að kveða mun skýrar á um samkeppnisumhverfi og einfaldlega fella landbúnaðinn inn í það samkeppnisumhverfi sem á við í öðrum geirum hér á landi, þær hafa ekki verið teknar upp,“ segir Björt. Búvörusamningar Tengdar fréttir FA telur búvörusamninga enn brjóta gegn stjórnarskrá Búvörusamningar landbúnaðarráðherra fela enn í sér ákvæði sem brjóta gegn stjórnarskrá þrátt fyrir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. 19. ágúst 2016 19:00 Aukið frelsi til að flytja inn osta gæti verið lykill að sátt Ein af þeim breytingum á búvörusamningum sem atvinnuveganefnd Alþingis skoðar er lækkun eða afnám tolla á ostum. Þetta segir formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Formaður Bændasamtakanna segir bændur opna fyrir breytingum og sátt. 10. ágúst 2016 18:30 Óttast að vera knésettir af verksmiðjufjósum Formaður Félags kúabænda hefur áhyggjur af framtíð fjölskyldurekinna mjólkurbúum. 18. ágúst 2016 04:00 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar og aðalflutningsmaður tillögu um að vísa búvörusamningum frá, segir að ýmislegt jákvætt sé að finna í þeim hugmyndum sem meirihluti atvinnuveganefndar reifar í nefndaráliti sínu varðandi búvörusamningana. Hins vegar sé mjög óljóst hvað verður í raun og veru með búvörusamningana þar sem flest af því sem nefndin hefur tekið fyrir og hefur fjallað um á að vinna með næstu þrjú árin. Björt vísar þarna í endurskoðunarákvæði samningana árið 2019 en þá á að leggja þá aftur fyrir bændur sem og Alþingi en á næstu þremur árum vill meirihluti atvinnuveganefndar að fram fari nokkurs konar þjóðarsamtal um nýja stefnu í landbúnaðarmálum. „Það sem hefur þó komið inn er út af því að við höfum verið að ýta á eftir því, höfum sýnt töluverða afstöðu og ýmsu er mætt þarna. Það er samt bara þannig að þetta er bara nefndarálit frá þingnefnd sem segir að gott væri ef hitt og þetta væri skoðað og gert eitthvað ákveðið en við höfum ekkert fast í hendi varðandi það hver niðurstaðan verður úr því samtali eftir þrjú ár. Við erum því bara að tala óljóst inn í framtíðina án þess að negla niður hvernig best væri að hafa þetta,“ segir Björt. Hún segir að Björt framtíð vilji einfaldlega fara hraðar í breytingar á landbúnaðarkerfinu. „Þá viljum við sérstaklega laga umhverfi mjólkurframleiðenda strax og þetta sé ekki í lausu lofti næstu þrjú árin.“ Á meðal þess sem hefur verið gagnrýnt er að MS sé undanþegin ákvæðum samkeppnislaga. Björt segir að þetta verði óbreytt samkvæmt tillögum meirihlutans þar sem núgildandi verðmyndunarkerfi í landbúnaði verður áfram í gildi og í því er MS undanþegið samkeppnislögum. „Allar tillögur okkar í Bjartri framtíð í nefndinni að kveða mun skýrar á um samkeppnisumhverfi og einfaldlega fella landbúnaðinn inn í það samkeppnisumhverfi sem á við í öðrum geirum hér á landi, þær hafa ekki verið teknar upp,“ segir Björt.
Búvörusamningar Tengdar fréttir FA telur búvörusamninga enn brjóta gegn stjórnarskrá Búvörusamningar landbúnaðarráðherra fela enn í sér ákvæði sem brjóta gegn stjórnarskrá þrátt fyrir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. 19. ágúst 2016 19:00 Aukið frelsi til að flytja inn osta gæti verið lykill að sátt Ein af þeim breytingum á búvörusamningum sem atvinnuveganefnd Alþingis skoðar er lækkun eða afnám tolla á ostum. Þetta segir formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Formaður Bændasamtakanna segir bændur opna fyrir breytingum og sátt. 10. ágúst 2016 18:30 Óttast að vera knésettir af verksmiðjufjósum Formaður Félags kúabænda hefur áhyggjur af framtíð fjölskyldurekinna mjólkurbúum. 18. ágúst 2016 04:00 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
FA telur búvörusamninga enn brjóta gegn stjórnarskrá Búvörusamningar landbúnaðarráðherra fela enn í sér ákvæði sem brjóta gegn stjórnarskrá þrátt fyrir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. 19. ágúst 2016 19:00
Aukið frelsi til að flytja inn osta gæti verið lykill að sátt Ein af þeim breytingum á búvörusamningum sem atvinnuveganefnd Alþingis skoðar er lækkun eða afnám tolla á ostum. Þetta segir formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Formaður Bændasamtakanna segir bændur opna fyrir breytingum og sátt. 10. ágúst 2016 18:30
Óttast að vera knésettir af verksmiðjufjósum Formaður Félags kúabænda hefur áhyggjur af framtíð fjölskyldurekinna mjólkurbúum. 18. ágúst 2016 04:00