Anna Sigurlaug: „Þetta snerist bara um að fella forsætisráðherrann“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. ágúst 2016 10:14 Anna Sigurlaug segir að markmiðið hafi verið að taka eiginmann sinn niður. Vísir/Valli „Þetta snerist bara um það að fella forsætisráðherrann. [...] Miðað við það hversu ljótur leikur þetta var og hvernig þetta teygði sig út fyrir landsteinana þá kæmi mér ekkert á óvart þó einhverjir úr hópi kröfuhafanna hafi ýtt undir þessa umfjöllun og séð sér verulegan hag í því að velta forsætisráðherra landsins úr sessi,“ segir Anna Sigurlaug Pálsdóttir. Í Morgunblaði dagsins í dag má finna viðtal við Önnu Sigurlaugu en stærstur hluti þess fjallar um málefni félags hennar, Wintris, og þá atburði sem leiddu til þess að eiginmaður hennar og formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hrökklaðist úr stóli forsætisráðherra. Í viðtalinu kemur meðal annars fram að á árunum 2007-2015 hafi þau greitt um 300 milljónir í skatt, að meðferð fjármunanna í félaginu stæðust ávallt alla skoðun og að þau hafi ekki grunað að „sakleysislegar ákvarðanir“ yrðu til þes að Sigmundur þyrfti að láta af embætti forsætisráðherra. Viðtal sjónvarpsmanns frá sænska ríkissjónvarpinu við Sigmund Davíð ferðaðist víða eftir umfjöllun um Panamaskjölin. Sigmundur Davíð hringdi strax í Önnu eftir að viðtalinu lauk og hún fann að hann var í miklu uppnámi. „Sigmundur vildi vaða strax í sjónvarpsmennina og óheiðarlega framgöngu þeirra en aðrir töldu ekki rétt að veita þeim slíka athygli. Best væri að leggja bara fram öll gögn og sýna að ávirðingar sjónvarpsmannanna hefðu verið rangar. Það var auðvitað mikið áfall þegar þátturinn var svo sýndur að sjá að það var ekki minnst á svörin frá okkur,“ segir Anna Sigurlaug. Viðtalið í heild má lesa í Morgunblaðinu. Kosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fór mikinn í viðtali hjá Útvarpi Sögu: „Það var mikið undir þarna og margir sem sáu þarna tækifæri til að losna við mig“ Sigmundur sagðist hafa eignast marga óvini í gegnum haftamálin sem sáu tækifæri til að losna við hann þegar Panama-stormurinn reið yfir. 27. júlí 2016 19:43 Fjárfestar, popparar, fjölmiðla-, útgáfu- og fjarskiptafyrirtæki í Panamaskjölunum Í gær var almenningi veittur aðgangur að stórum hluta Panamaskjalana. Vísir birtir lista yfir nokkra þeirra sem þar eru að finna. 10. maí 2016 11:46 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
„Þetta snerist bara um það að fella forsætisráðherrann. [...] Miðað við það hversu ljótur leikur þetta var og hvernig þetta teygði sig út fyrir landsteinana þá kæmi mér ekkert á óvart þó einhverjir úr hópi kröfuhafanna hafi ýtt undir þessa umfjöllun og séð sér verulegan hag í því að velta forsætisráðherra landsins úr sessi,“ segir Anna Sigurlaug Pálsdóttir. Í Morgunblaði dagsins í dag má finna viðtal við Önnu Sigurlaugu en stærstur hluti þess fjallar um málefni félags hennar, Wintris, og þá atburði sem leiddu til þess að eiginmaður hennar og formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hrökklaðist úr stóli forsætisráðherra. Í viðtalinu kemur meðal annars fram að á árunum 2007-2015 hafi þau greitt um 300 milljónir í skatt, að meðferð fjármunanna í félaginu stæðust ávallt alla skoðun og að þau hafi ekki grunað að „sakleysislegar ákvarðanir“ yrðu til þes að Sigmundur þyrfti að láta af embætti forsætisráðherra. Viðtal sjónvarpsmanns frá sænska ríkissjónvarpinu við Sigmund Davíð ferðaðist víða eftir umfjöllun um Panamaskjölin. Sigmundur Davíð hringdi strax í Önnu eftir að viðtalinu lauk og hún fann að hann var í miklu uppnámi. „Sigmundur vildi vaða strax í sjónvarpsmennina og óheiðarlega framgöngu þeirra en aðrir töldu ekki rétt að veita þeim slíka athygli. Best væri að leggja bara fram öll gögn og sýna að ávirðingar sjónvarpsmannanna hefðu verið rangar. Það var auðvitað mikið áfall þegar þátturinn var svo sýndur að sjá að það var ekki minnst á svörin frá okkur,“ segir Anna Sigurlaug. Viðtalið í heild má lesa í Morgunblaðinu.
Kosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fór mikinn í viðtali hjá Útvarpi Sögu: „Það var mikið undir þarna og margir sem sáu þarna tækifæri til að losna við mig“ Sigmundur sagðist hafa eignast marga óvini í gegnum haftamálin sem sáu tækifæri til að losna við hann þegar Panama-stormurinn reið yfir. 27. júlí 2016 19:43 Fjárfestar, popparar, fjölmiðla-, útgáfu- og fjarskiptafyrirtæki í Panamaskjölunum Í gær var almenningi veittur aðgangur að stórum hluta Panamaskjalana. Vísir birtir lista yfir nokkra þeirra sem þar eru að finna. 10. maí 2016 11:46 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Sigmundur Davíð fór mikinn í viðtali hjá Útvarpi Sögu: „Það var mikið undir þarna og margir sem sáu þarna tækifæri til að losna við mig“ Sigmundur sagðist hafa eignast marga óvini í gegnum haftamálin sem sáu tækifæri til að losna við hann þegar Panama-stormurinn reið yfir. 27. júlí 2016 19:43
Fjárfestar, popparar, fjölmiðla-, útgáfu- og fjarskiptafyrirtæki í Panamaskjölunum Í gær var almenningi veittur aðgangur að stórum hluta Panamaskjalana. Vísir birtir lista yfir nokkra þeirra sem þar eru að finna. 10. maí 2016 11:46