Er munurinn á lúxusbílum og venjulegum bílum að engu orðinn? Finnur Thorlacius skrifar 24. ágúst 2016 11:01 Audi eða ódýrari Skoda? Nýir bílar eru sífellt betur búnir, troðnir af nýrri tækni og jafnvel í litlum bitaboxum má orðið tengja símann sinn handfrjálsum búnaði, njóta góðs afþreyingarkerfis, sitja í leðursætum og með vitneskju um fullkomin öryggiskerfi þeirra. Fyrir vikið hafa lúxusbílaframleiðendur svitnað við að finna upp alls konar óþarfan lúxus sem enginn bað um og fáir hafa not fyrir eða nenna ekki að læra á. Þessi þróun hefur leitt huga margra að því hvort einhver raunveruleg ástæða sé fyrir því að kaupa sér bíl sem fellur í lúxusbílaflokk þegar venjulegir bílar uppfylla nánast allra þeirra þarfir. Þetta viðhorf endurspeglast með skýrum hætti í nýrri og viðamikilli könnun á meðal bíleigenda nýrra bíla í Bandaríkjunum. American Customer Satisfaction Index könnunin í ár, þar sem 70.000 bíleigendur voru spurðir, sýnir að ánægðustu bíleigendurnir eru eigendur Lincoln bíla sem framleiddir eru af Ford. Þó svo að Lincoln merkið sé skörinni hærra á lúxusskalanum en Ford þá endurspeglast það ekki svo mjög í verðlagningu þeirra ef þeir eru bornir saman við þýska lúxusbíla. Í könnuninn kom einnig fram að ánægja almennings með nýja bíla sína jókst nokkuð milli ára, en fimm bílamerki féllu þó og voru þrjú þeirra svokallaðir lúxusbílaframleiðendur, þ.e. Mercedes Benz, Cadillac og Acura, sem er lúxusbílamerki Honda. Því má búast við að fleiri og fleiri bílkaupendur spyrji sig af hverju þeir ættu að borga miklu meira fyrir lúxusbíl en mun ódýrari venjulegan bíl sem uppfyllir allra þeirra þarfir. Mest lesið Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent
Nýir bílar eru sífellt betur búnir, troðnir af nýrri tækni og jafnvel í litlum bitaboxum má orðið tengja símann sinn handfrjálsum búnaði, njóta góðs afþreyingarkerfis, sitja í leðursætum og með vitneskju um fullkomin öryggiskerfi þeirra. Fyrir vikið hafa lúxusbílaframleiðendur svitnað við að finna upp alls konar óþarfan lúxus sem enginn bað um og fáir hafa not fyrir eða nenna ekki að læra á. Þessi þróun hefur leitt huga margra að því hvort einhver raunveruleg ástæða sé fyrir því að kaupa sér bíl sem fellur í lúxusbílaflokk þegar venjulegir bílar uppfylla nánast allra þeirra þarfir. Þetta viðhorf endurspeglast með skýrum hætti í nýrri og viðamikilli könnun á meðal bíleigenda nýrra bíla í Bandaríkjunum. American Customer Satisfaction Index könnunin í ár, þar sem 70.000 bíleigendur voru spurðir, sýnir að ánægðustu bíleigendurnir eru eigendur Lincoln bíla sem framleiddir eru af Ford. Þó svo að Lincoln merkið sé skörinni hærra á lúxusskalanum en Ford þá endurspeglast það ekki svo mjög í verðlagningu þeirra ef þeir eru bornir saman við þýska lúxusbíla. Í könnuninn kom einnig fram að ánægja almennings með nýja bíla sína jókst nokkuð milli ára, en fimm bílamerki féllu þó og voru þrjú þeirra svokallaðir lúxusbílaframleiðendur, þ.e. Mercedes Benz, Cadillac og Acura, sem er lúxusbílamerki Honda. Því má búast við að fleiri og fleiri bílkaupendur spyrji sig af hverju þeir ættu að borga miklu meira fyrir lúxusbíl en mun ódýrari venjulegan bíl sem uppfyllir allra þeirra þarfir.
Mest lesið Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent