Umrætt óhapp var eitt níu slysa sem urðu í umdæmi lögreglunnar á Vesturlandi í liðinni viku. Fjögur slys áttu sér stað í gær.
Tvöfaldur hjólbarði losnaði undan tengivagni dráttarbíls en bíllinn var að flytja heitt malbik vestur Snæfellsnesveg. Dekkið lenti utan í fólksbíl sem kom úr gagnstæðri átt en sá endaði utan vegar. Engin meiðsl urðu á fólki.
Tveir ökumenn voru teknir grunaðir undir akstur undir áhrifum fíkniefna og annar fyrir meinta ölvun við akstur. Hraðamyndavélar landsins gómuðu síðan um 700 ökumenn við að aka of hratt.