Töluverðar skemmdir vegna Pokémon þjálfara í Lystigarðinum á Akureyri Gissur Sigurðsson og Hulda Hólmkelsdóttir skrifa 23. ágúst 2016 11:35 Hlið á garðinum var rifið upp og því fleygt á jörðina. Pokémon-þjálfarar hafa ollið töluverðum skemmdum á Lystigarðinum á Akureyri. Guðrún Kristín Björgvinsdóttir, garðyrkjufræðingur og verkstjóri hjá lystigarðinum, segir að starfsmenn garðsins gangi að skemmdum beðum á hverjum morgni. Lystigarðinum er lokað klukkan 22 á kvöldin, en svo virðist sem æstir Pokémon þjálfarar láti ekki þar við liggja, og brjóti sér leið inn í garðinn eftir lokun. „Þegar það er búið að loka klukkan tíu á kvöldin þá streymir hérna liðið inn. Klifrar yfir grindverk og nær sér í stóla og hefur það gott hérna í garðinum. Skemmir stólana, brýtur þá og fleygir þeim upp í tré,“ segir Guðrún Kristín í samtali við fréttastofu. „Það er búið að stíga hérna í blómapotta til að komast yfir grindverkið, traðka og brjóta blóm, það er búið að skemma hérna gróður. Það er labbað í beðum og svo er rusl úti um allt og sígarettustubbar. Svo er hérna kaffihús og þeir eru búnir að skemma tugi stóla, þeir eru að leika sér að því. Þeir hafa fleygt þeim upp í tré og ég veit ekki hvað og hvað.“Um 20 stólar í eigu kaffihúss í garðinum hafa orðið fyrir skemmdum.Mynd/Guðrún Kristín BjörgvinsdóttirForstöðufólk garðsins hefur tvisvar sent beiðni áframleiðendur leiksins Pokémon Go um að svokölluð Pokéstop sem eru í garðinum, en án árangurs. „Það er dálítið síðan. Það eru kannski þrjár vikur síðan ég bað um að þetta yrði tekið út en það gerist ekki neitt,“ segir Guðrún Kristín. Alls eru þrjú Pokéstop staðsett um garðinn, auk þess sem eitt PokéGym er þar líka. Fjórða Pokéstop-ið er svo að finna rétt fyrir utan garðinn, á lóð Menntaskólans á Akureyri. Pokéstop og Pokégym gegna lykilhlutverki fyrir Pokémon þjálfara í leiknum. Við Pokéstop er hægt að finna hin ýmsu tól sem gagnast við leitina að skrímslunum og við PokéGym berjast hin þrjú lið sem eru í leiknum um yfirráð. Hlið á vesturenda garðsins hefur verið skemmt í látunum, auk þess sem miklar skemmdir eru á plaststólum sem tilheyra kaffihúsinu í garðinum. Guðrún Kristín segir að hliðinu hafi verið lyft upp og því síðan fleygt í jörðina. Pokemon Go Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Pokémon-þjálfarar hafa ollið töluverðum skemmdum á Lystigarðinum á Akureyri. Guðrún Kristín Björgvinsdóttir, garðyrkjufræðingur og verkstjóri hjá lystigarðinum, segir að starfsmenn garðsins gangi að skemmdum beðum á hverjum morgni. Lystigarðinum er lokað klukkan 22 á kvöldin, en svo virðist sem æstir Pokémon þjálfarar láti ekki þar við liggja, og brjóti sér leið inn í garðinn eftir lokun. „Þegar það er búið að loka klukkan tíu á kvöldin þá streymir hérna liðið inn. Klifrar yfir grindverk og nær sér í stóla og hefur það gott hérna í garðinum. Skemmir stólana, brýtur þá og fleygir þeim upp í tré,“ segir Guðrún Kristín í samtali við fréttastofu. „Það er búið að stíga hérna í blómapotta til að komast yfir grindverkið, traðka og brjóta blóm, það er búið að skemma hérna gróður. Það er labbað í beðum og svo er rusl úti um allt og sígarettustubbar. Svo er hérna kaffihús og þeir eru búnir að skemma tugi stóla, þeir eru að leika sér að því. Þeir hafa fleygt þeim upp í tré og ég veit ekki hvað og hvað.“Um 20 stólar í eigu kaffihúss í garðinum hafa orðið fyrir skemmdum.Mynd/Guðrún Kristín BjörgvinsdóttirForstöðufólk garðsins hefur tvisvar sent beiðni áframleiðendur leiksins Pokémon Go um að svokölluð Pokéstop sem eru í garðinum, en án árangurs. „Það er dálítið síðan. Það eru kannski þrjár vikur síðan ég bað um að þetta yrði tekið út en það gerist ekki neitt,“ segir Guðrún Kristín. Alls eru þrjú Pokéstop staðsett um garðinn, auk þess sem eitt PokéGym er þar líka. Fjórða Pokéstop-ið er svo að finna rétt fyrir utan garðinn, á lóð Menntaskólans á Akureyri. Pokéstop og Pokégym gegna lykilhlutverki fyrir Pokémon þjálfara í leiknum. Við Pokéstop er hægt að finna hin ýmsu tól sem gagnast við leitina að skrímslunum og við PokéGym berjast hin þrjú lið sem eru í leiknum um yfirráð. Hlið á vesturenda garðsins hefur verið skemmt í látunum, auk þess sem miklar skemmdir eru á plaststólum sem tilheyra kaffihúsinu í garðinum. Guðrún Kristín segir að hliðinu hafi verið lyft upp og því síðan fleygt í jörðina.
Pokemon Go Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira