Handbolti

Guðmundur með fullt hús

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur fagnar gullinu í gær.
Guðmundur fagnar gullinu í gær. Vísir/Getty
Danir urðu loks Ólympíumeistarar í handbolta karla í fyrsta sinn frá upphafi er liðið vann Frakkland í úrslitaleiknum í Ríó í gær.

Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson varð um leið að þjóðhetju í Danmörku og endurspeglast það í einkunnagjöf dönsku handboltasérfræðinganna.

Guðmundur fékk hæstu mögulegu einkunn hjá Bent Nyegaard hjá TV2 sem og í Ekstra Bladet og BT.

Guðmundur hefur mátt þola ýmsa gagnrýni eftir að hann tók við danska landsliðinu, ekki síst eftir að liðið þótti ekki standa undir væntingum á HM 2015 í Katar og EM í Póllandi í upphafi árs.

„Hann stendur nú uppi sem stóri sigurvegarinn. Hann verður ávallt maðurinn á bakvið stærsta árangur danska karlalandsliðsins frá upphafi. Ólympíugull. Það er ótrúlegt. Það er ótrúlega gaman að ýta fjórum sinnum á lyklaborðið og mynda orðið G U L L,“ skrifar Dan Philipsen í pistli sínum á vef TV2.


Tengdar fréttir

Nýtti reynslu sína frá úrslitaleik Íslands 2008

Guðmundur Guðmundsson náði sögulegu afreki í gær þegar hann gerði danska handboltalandsliðið að Ólympíumeisturum . Allir íslensku þjálfararnir þrír á Ólympíuleikunum í Ríó skiluðu sínum liðum í verðlaunasæti á leikunum. Lið Þóris Hergeirssonar og Dags Sigurðssonar unnu bæði bronsleikinn með sannfærandi hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×