Guðmundur: Varnarleikur okkar í síðari hálfleik algjörlega stórkostlegur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2016 20:55 Guðmundur fagnar í leikslok. Vísir/Anton Guðmundur Guðmundsson náði sögulegu afreki í kvöld þegar hann gerði danska landsliðið að Ólympíumeisturum í handbolta karla. Danir eru fyrsta Norðurlandaþjóðin til að ná Ólympíugulli en Svíum tókst aldrei að vinna gull á Ólympíuleikunum með gullaldarlið sitt. Guðmundur gat að sjálfsögðu ekki verið glaðari þegar Vísir hitti á hann eftir verðlaunaafhendinguna þar sem hann sá sína stráka fá gullið um hálsinn. „Þetta var rosalegt og bara sögulegt. Þessi leikur hjá okkur var stórkostlegur," sagði Guðmundur Guðmundsson eftir leikinn. „Að byrja þetta eins og við gerðum, sjö á móti sex. Það sem við vorum að gera með því er að sýna að okkur er alvara hérna og við þorum að taka áhættu. Ef við getum kallað þetta áhættu þá er þetta allaveg útreiknuð áhætta," sagði Guðmundur. Hann var að stýra liðinu á sínu þriðja stórmóti en kom liðinu nú í fyrsta sinn í leiki um verðlaun eftir að hafa endað í fimmta og sjötta sæti á fyrstu tveimur stórmótunum. „Ég hef verið trúr mínu þrátt fyrir að ég hafi fengið mikla gagnrýni fyrir varnarleikinn. Ég hef alltaf trúað á leikkerfið, hugmyndafræðina og á þessa taktík. Ég hef unnið áfram með hana og ég hef barist við marga," sagði Guðmundur. „Ég hef verið gagnrýndur mikið fyrir þetta en ég hef alltaf haldið mínu striki. Það er fyrir mig ákveðinn sigur að sýna fram á þetta," sagði Guðmundur. „Það var mikilvægt fyrir mig að trúa á mitt og vera samkvæmur sjálfum mér. Að vera ekki alltaf út og suður af því að það eru einhverjir straumar sem vilja fá þitt eitthvert annað," sagði Guðmundur. Frakkarnir gengu oft á vegg í leiknum og Danir komust mest fimm mörkum yfir í seinni hálfleiknum. „Þeir komust ekki á flug af því að varnarleikurinn okkar var svo sterkur. Við áttum svo svör sóknarlega en auðvitað koma erfiður kafli. Þeir fengu oft ansi mörg tækifæri til að klára sóknirnar sínar," sagði Guðmundur. „Varnarleikur okkar í síðari hálfeik er algjörlega stórkostlegur. Hann er lykillinn en við leysum sóknarleikinn líka vel," sagði Guðmundur. Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Fjármálaráðherra óskar Guðmundi til hamingju | Brot af því besta á Twitter Guðmundur Þórður Guðmundsson stýrði Dönum til sigurs á Ólympíuleikunum í Ríó 2016, en Danmörk vann Frakkland í úrslitaleiknum fyrr í dag. 21. ágúst 2016 19:16 Guðmundur: Ofboðslega stoltur, glaður og hrærður Guðmundur Guðmundsson stýrði danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó en Danir unnu þá Pólverja eftir framlengdan undanúrslitaleik. 20. ágúst 2016 03:09 Umfjöllun og myndir: Danmörk-Frakkland 28-26 | Guðmundur gerði Dani að Ólympíumeisturum Guðmundur Guðmundsson gerði Dani í kvöld að Ólympíumeisturum í handbolta en Danir unnu þá Ólympíumeistara síðustu tveggja leika, Frakka, með tveggja marka mun. 21. ágúst 2016 18:30 Guðmundur fékk konunglegt faðmlag frá krónprinsinum Friðrik, krónprins Dana, var í Framtíðarhöllinni þegar danska handboltalandsliðið tryggði sér sitt fyrsta Ólympíugull með 28-26 sigri á Frökkum í dag. 21. ágúst 2016 19:24 Guðmundur: Nú er það gull Guðmundur Guðmundsson er kominn með danska handboltalandsliðið alla leið í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó en liðið spilar um gullið við Frakka í dag. 21. ágúst 2016 10:00 Guðmundur spilar aftur við Frakka um gullið | Danir unnu í framlengingu Guðmundur Guðmundsson kom danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Ríó. 20. ágúst 2016 01:23 Þetta sagði Guðmundur við dönsku strákana fyrir sigurinn á Frökkum Guðmundur Guðmundsson gerði Dani að Ólympíumeisturum í kvöld eftir sigur á Frökkum í úrslitaleik á Ólympíuleikunum í Ríó. 21. ágúst 2016 20:19 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson náði sögulegu afreki í kvöld þegar hann gerði danska landsliðið að Ólympíumeisturum í handbolta karla. Danir eru fyrsta Norðurlandaþjóðin til að ná Ólympíugulli en Svíum tókst aldrei að vinna gull á Ólympíuleikunum með gullaldarlið sitt. Guðmundur gat að sjálfsögðu ekki verið glaðari þegar Vísir hitti á hann eftir verðlaunaafhendinguna þar sem hann sá sína stráka fá gullið um hálsinn. „Þetta var rosalegt og bara sögulegt. Þessi leikur hjá okkur var stórkostlegur," sagði Guðmundur Guðmundsson eftir leikinn. „Að byrja þetta eins og við gerðum, sjö á móti sex. Það sem við vorum að gera með því er að sýna að okkur er alvara hérna og við þorum að taka áhættu. Ef við getum kallað þetta áhættu þá er þetta allaveg útreiknuð áhætta," sagði Guðmundur. Hann var að stýra liðinu á sínu þriðja stórmóti en kom liðinu nú í fyrsta sinn í leiki um verðlaun eftir að hafa endað í fimmta og sjötta sæti á fyrstu tveimur stórmótunum. „Ég hef verið trúr mínu þrátt fyrir að ég hafi fengið mikla gagnrýni fyrir varnarleikinn. Ég hef alltaf trúað á leikkerfið, hugmyndafræðina og á þessa taktík. Ég hef unnið áfram með hana og ég hef barist við marga," sagði Guðmundur. „Ég hef verið gagnrýndur mikið fyrir þetta en ég hef alltaf haldið mínu striki. Það er fyrir mig ákveðinn sigur að sýna fram á þetta," sagði Guðmundur. „Það var mikilvægt fyrir mig að trúa á mitt og vera samkvæmur sjálfum mér. Að vera ekki alltaf út og suður af því að það eru einhverjir straumar sem vilja fá þitt eitthvert annað," sagði Guðmundur. Frakkarnir gengu oft á vegg í leiknum og Danir komust mest fimm mörkum yfir í seinni hálfleiknum. „Þeir komust ekki á flug af því að varnarleikurinn okkar var svo sterkur. Við áttum svo svör sóknarlega en auðvitað koma erfiður kafli. Þeir fengu oft ansi mörg tækifæri til að klára sóknirnar sínar," sagði Guðmundur. „Varnarleikur okkar í síðari hálfeik er algjörlega stórkostlegur. Hann er lykillinn en við leysum sóknarleikinn líka vel," sagði Guðmundur.
Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Fjármálaráðherra óskar Guðmundi til hamingju | Brot af því besta á Twitter Guðmundur Þórður Guðmundsson stýrði Dönum til sigurs á Ólympíuleikunum í Ríó 2016, en Danmörk vann Frakkland í úrslitaleiknum fyrr í dag. 21. ágúst 2016 19:16 Guðmundur: Ofboðslega stoltur, glaður og hrærður Guðmundur Guðmundsson stýrði danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó en Danir unnu þá Pólverja eftir framlengdan undanúrslitaleik. 20. ágúst 2016 03:09 Umfjöllun og myndir: Danmörk-Frakkland 28-26 | Guðmundur gerði Dani að Ólympíumeisturum Guðmundur Guðmundsson gerði Dani í kvöld að Ólympíumeisturum í handbolta en Danir unnu þá Ólympíumeistara síðustu tveggja leika, Frakka, með tveggja marka mun. 21. ágúst 2016 18:30 Guðmundur fékk konunglegt faðmlag frá krónprinsinum Friðrik, krónprins Dana, var í Framtíðarhöllinni þegar danska handboltalandsliðið tryggði sér sitt fyrsta Ólympíugull með 28-26 sigri á Frökkum í dag. 21. ágúst 2016 19:24 Guðmundur: Nú er það gull Guðmundur Guðmundsson er kominn með danska handboltalandsliðið alla leið í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó en liðið spilar um gullið við Frakka í dag. 21. ágúst 2016 10:00 Guðmundur spilar aftur við Frakka um gullið | Danir unnu í framlengingu Guðmundur Guðmundsson kom danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Ríó. 20. ágúst 2016 01:23 Þetta sagði Guðmundur við dönsku strákana fyrir sigurinn á Frökkum Guðmundur Guðmundsson gerði Dani að Ólympíumeisturum í kvöld eftir sigur á Frökkum í úrslitaleik á Ólympíuleikunum í Ríó. 21. ágúst 2016 20:19 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Fjármálaráðherra óskar Guðmundi til hamingju | Brot af því besta á Twitter Guðmundur Þórður Guðmundsson stýrði Dönum til sigurs á Ólympíuleikunum í Ríó 2016, en Danmörk vann Frakkland í úrslitaleiknum fyrr í dag. 21. ágúst 2016 19:16
Guðmundur: Ofboðslega stoltur, glaður og hrærður Guðmundur Guðmundsson stýrði danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó en Danir unnu þá Pólverja eftir framlengdan undanúrslitaleik. 20. ágúst 2016 03:09
Umfjöllun og myndir: Danmörk-Frakkland 28-26 | Guðmundur gerði Dani að Ólympíumeisturum Guðmundur Guðmundsson gerði Dani í kvöld að Ólympíumeisturum í handbolta en Danir unnu þá Ólympíumeistara síðustu tveggja leika, Frakka, með tveggja marka mun. 21. ágúst 2016 18:30
Guðmundur fékk konunglegt faðmlag frá krónprinsinum Friðrik, krónprins Dana, var í Framtíðarhöllinni þegar danska handboltalandsliðið tryggði sér sitt fyrsta Ólympíugull með 28-26 sigri á Frökkum í dag. 21. ágúst 2016 19:24
Guðmundur: Nú er það gull Guðmundur Guðmundsson er kominn með danska handboltalandsliðið alla leið í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó en liðið spilar um gullið við Frakka í dag. 21. ágúst 2016 10:00
Guðmundur spilar aftur við Frakka um gullið | Danir unnu í framlengingu Guðmundur Guðmundsson kom danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Ríó. 20. ágúst 2016 01:23
Þetta sagði Guðmundur við dönsku strákana fyrir sigurinn á Frökkum Guðmundur Guðmundsson gerði Dani að Ólympíumeisturum í kvöld eftir sigur á Frökkum í úrslitaleik á Ólympíuleikunum í Ríó. 21. ágúst 2016 20:19