Guðmundur: Nú er það gull Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2016 10:00 Guðmundur Guðmundsson og Danir fagna hér sigri í undanúrslitaleiknum. Vísir/Anton Guðmundur Guðmundsson er kominn með danska handboltalandsliðið alla leið í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó en liðið spilar um gullið við Frakka í dag. „Það er eitthvað með þessa Frakka. Sagan endurtekur sig en nú skulum við vona að við komum inn í þennan leik og viljum endilega verða Ólympíumeistarar," sagði Guðmundur. Danska landsliðið hefur aldrei komist í úrslit á Ólympíuleikum og besti árangur liðsins fyrir þessa leika var fjórða sætið á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984. Danir hafa tapað þremur úrslitaleikjum á HM (2011, 2013) eða EM (2014) á undanförnum árum en þetta er sá fyrsti í þjálfaratíð Guðmundar. „Nú þurfum við að þjappa okkur saman og læra af þessum úrslitaleikjum og koma grimmir inn í þennan leik. Það er það sem gildir núna," sagði Guðmundur. Frakkar hafa unnið Ólympíugullið á síðustu tveimur leikjum, fyrst í Peking 2008 og svo í London 2012. Þeir eru einnig ríkjandi heimsmeistarar. „Þetta franska lið er alls ekki ósigrandi. Þeir eru búnir að sýna það. Þeir voru næstum því búnir að tapa þessu niður á móti Þjóðverjum og í nokkrum leikjum öðrum. Töpuðu síðan á móti Króötum," sagði Guðmundur. Frakkar unnu Katar og Evrópumeistara Frakka á leið sinni í úrslit en Danir enduðu Ólympíudrauminn hjá Slóvenum og Pólverjum. Liðin mættust í riðlakeppninni þar sem Frakkar unnu 33-30 en þetta var leikur í síðustu umferðinni. „Við vorum fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik á móti þeim en spiluðum illa út úr okkar. Það er allt mögulegt," sagði Guðmundur. Hann er á því að það komi danska liðinu vel að hafa spilað við Frakka áður á þessum Ólympíuleikum. „Mér finnst það hjálpa okkur. Ég held að við höfum grætt á því," sagði Guðmundur. Guðmundur er nú kominn með lið í úrslitaleik á Ólympíuleikum í annað skiptið en hann fór með íslenska landsliðið í gullleikinn í Peking 2008. Þá tapaði Ísland einmitt á móti Frökkum og varð að sætta sig við silfrið. „Nú er það gull," sagði Guðmundur staðráðinn í því að vinna úrslitaleikinn á móti Frökkum. Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Guðmundur: Okkar langbesti leikur á leikunum til þessa Danska handboltalandsliðið er komið í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó eftir sannfærandi sjö marka sigur á Slóveníum, 37-30, í átta liða úrslitunum í kvöld. 17. ágúst 2016 22:56 Fáum við íslenskan úrslitaleik? Dagur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson eru komnir með lið sín í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó og vinni Þýskaland og Danmörk leiki sína í dag mætast þeir í úrslitaleiknum á sunnudaginn. 19. ágúst 2016 07:00 Guðmundur: Ofboðslega stoltur, glaður og hrærður Guðmundur Guðmundsson stýrði danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó en Danir unnu þá Pólverja eftir framlengdan undanúrslitaleik. 20. ágúst 2016 03:09 Guðmundur spilar aftur við Frakka um gullið | Danir unnu í framlengingu Guðmundur Guðmundsson kom danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Ríó. 20. ágúst 2016 01:23 Guðmundur minnugur ÓL 2012: Ég hálfvorkenni Slóvenunum Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, gat auðveldlega sett sig í fótspor slóvenska landsliðsins sem datt í kvöld út úr átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó. 17. ágúst 2016 23:06 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson er kominn með danska handboltalandsliðið alla leið í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó en liðið spilar um gullið við Frakka í dag. „Það er eitthvað með þessa Frakka. Sagan endurtekur sig en nú skulum við vona að við komum inn í þennan leik og viljum endilega verða Ólympíumeistarar," sagði Guðmundur. Danska landsliðið hefur aldrei komist í úrslit á Ólympíuleikum og besti árangur liðsins fyrir þessa leika var fjórða sætið á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984. Danir hafa tapað þremur úrslitaleikjum á HM (2011, 2013) eða EM (2014) á undanförnum árum en þetta er sá fyrsti í þjálfaratíð Guðmundar. „Nú þurfum við að þjappa okkur saman og læra af þessum úrslitaleikjum og koma grimmir inn í þennan leik. Það er það sem gildir núna," sagði Guðmundur. Frakkar hafa unnið Ólympíugullið á síðustu tveimur leikjum, fyrst í Peking 2008 og svo í London 2012. Þeir eru einnig ríkjandi heimsmeistarar. „Þetta franska lið er alls ekki ósigrandi. Þeir eru búnir að sýna það. Þeir voru næstum því búnir að tapa þessu niður á móti Þjóðverjum og í nokkrum leikjum öðrum. Töpuðu síðan á móti Króötum," sagði Guðmundur. Frakkar unnu Katar og Evrópumeistara Frakka á leið sinni í úrslit en Danir enduðu Ólympíudrauminn hjá Slóvenum og Pólverjum. Liðin mættust í riðlakeppninni þar sem Frakkar unnu 33-30 en þetta var leikur í síðustu umferðinni. „Við vorum fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik á móti þeim en spiluðum illa út úr okkar. Það er allt mögulegt," sagði Guðmundur. Hann er á því að það komi danska liðinu vel að hafa spilað við Frakka áður á þessum Ólympíuleikum. „Mér finnst það hjálpa okkur. Ég held að við höfum grætt á því," sagði Guðmundur. Guðmundur er nú kominn með lið í úrslitaleik á Ólympíuleikum í annað skiptið en hann fór með íslenska landsliðið í gullleikinn í Peking 2008. Þá tapaði Ísland einmitt á móti Frökkum og varð að sætta sig við silfrið. „Nú er það gull," sagði Guðmundur staðráðinn í því að vinna úrslitaleikinn á móti Frökkum.
Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Guðmundur: Okkar langbesti leikur á leikunum til þessa Danska handboltalandsliðið er komið í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó eftir sannfærandi sjö marka sigur á Slóveníum, 37-30, í átta liða úrslitunum í kvöld. 17. ágúst 2016 22:56 Fáum við íslenskan úrslitaleik? Dagur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson eru komnir með lið sín í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó og vinni Þýskaland og Danmörk leiki sína í dag mætast þeir í úrslitaleiknum á sunnudaginn. 19. ágúst 2016 07:00 Guðmundur: Ofboðslega stoltur, glaður og hrærður Guðmundur Guðmundsson stýrði danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó en Danir unnu þá Pólverja eftir framlengdan undanúrslitaleik. 20. ágúst 2016 03:09 Guðmundur spilar aftur við Frakka um gullið | Danir unnu í framlengingu Guðmundur Guðmundsson kom danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Ríó. 20. ágúst 2016 01:23 Guðmundur minnugur ÓL 2012: Ég hálfvorkenni Slóvenunum Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, gat auðveldlega sett sig í fótspor slóvenska landsliðsins sem datt í kvöld út úr átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó. 17. ágúst 2016 23:06 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Sjá meira
Guðmundur: Okkar langbesti leikur á leikunum til þessa Danska handboltalandsliðið er komið í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó eftir sannfærandi sjö marka sigur á Slóveníum, 37-30, í átta liða úrslitunum í kvöld. 17. ágúst 2016 22:56
Fáum við íslenskan úrslitaleik? Dagur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson eru komnir með lið sín í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó og vinni Þýskaland og Danmörk leiki sína í dag mætast þeir í úrslitaleiknum á sunnudaginn. 19. ágúst 2016 07:00
Guðmundur: Ofboðslega stoltur, glaður og hrærður Guðmundur Guðmundsson stýrði danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó en Danir unnu þá Pólverja eftir framlengdan undanúrslitaleik. 20. ágúst 2016 03:09
Guðmundur spilar aftur við Frakka um gullið | Danir unnu í framlengingu Guðmundur Guðmundsson kom danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Ríó. 20. ágúst 2016 01:23
Guðmundur minnugur ÓL 2012: Ég hálfvorkenni Slóvenunum Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, gat auðveldlega sett sig í fótspor slóvenska landsliðsins sem datt í kvöld út úr átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó. 17. ágúst 2016 23:06