Guðmundur spilar aftur við Frakka um gullið | Danir unnu í framlengingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2016 01:23 Guðmundur Guðmundsson. Vísir/Anton Guðmundur Guðmundsson kom danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Ríó. Þetta er annað skiptið á síðustu þremur leikjum sem liðið hans Guðmundar spilar um Ólympíugullið. Danir unnu eins marks sigur á Pólverjum í framlengdum undanúrslitaleik, 29-28, og mæta Frökkum í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Það voru einmitt Frakkar sem unnu Ísland í úrslitaleiknum á ÓL í Peking 2008. Pólverjar mæta á undan Degi Sigurðssyni og lærisveinum hans í þýska landsliðinu í leiknum um bronsið en Þjóðverjar töpuðu með einu marki á móti Frökkum í fyrri undanúrslitaleiknum. Mikkel Hansen skoraði 10 mörk í leiknum og Niklas Landin varði vel á mikilvægum augnablikum. Morten Olsen átti líka fínan leik og skoraði 7 mörk. Guðmundur vann þarna sigur á Talant Duyshebaev, þjálfara Pólverja, og leiddist það ekki enda hafa þeir ekki verið bestu vinir. Danir lögðu gruninn að sigrinum í framlengingunni með góðum fyrri hálfleik þar sem þeir komust þremur mörkum yfir og komust upp með það að skora ekki í seinni hálfleik hennar. Danir byrjuðu mjög vel og skoruðu þrjú fyrstu mörkin í leiknum. Guðmundur Guðmundsson tók leikhlé eftir að Pólverjum tókst að jafna í 9-9 og í kjölfarið komust Danir tvisvar fjórum mörkum yfir, í 14-10 og 15-11. Pólverjar svöruðu þá með því að skora fjögur mörk í röð og jafna metin í 15-15. Kasper Söndergaard skoraði hinsvegar lokamark hálfleiksins og sá til þess að Danir voru einu marki yfir í hálfleik, 16-15. Piotr Wyszomirski kom inn í mark Pólverja um miðjan fyrri hálfleik og átti heldur betur eftir að reynast danska liðinu erfiður. Hann lokaði markinu í upphafi seinni hálfleiks og varði síðan jafnt og þétt út allan hálfleikinn. Piotr Wyszomirski varði 6 af fyrstu 9 skotum Dana í seinni hálfleik, Pólverjar unnu upphafskafla hálfleiksins 4-1 og komust í 19-17. Danir svöruðu en leikurinn var annars jafn allan seinni hálfleikinn og liðin skiptust á því að hafa forystuna. Rene Toft Hansen fiskaði víti 39 sekúndum fyrir leikslok og Mikkel Hansen kom Dönum þá einu marki yfir, 25-24. Pólverjar fengu lokasóknina og hornamaðurinn Michal Daszek náði að jafna með mögnuðu langskoti. Það varð því að framlengja leikinn. Danir skoruðu þrjú fyrstu mörk framlengingarinnar á saman tíma og Niklas Landin var í stuði í markinu. Mikkel Hansen kom Dönum síðan í 29-26 fyrir lok fyrri hálfleiks framlengingarinnar en hann var þá að skora sitt tíunda mark í leiknum. Pólverjar skoruðu bæði mörkin í seinni hálfleik framlengingarinnar en það var ekki nóg og þeir spila því um bronsið við Dag Sigurðsson og lærisveina hans. Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson kom danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Ríó. Þetta er annað skiptið á síðustu þremur leikjum sem liðið hans Guðmundar spilar um Ólympíugullið. Danir unnu eins marks sigur á Pólverjum í framlengdum undanúrslitaleik, 29-28, og mæta Frökkum í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Það voru einmitt Frakkar sem unnu Ísland í úrslitaleiknum á ÓL í Peking 2008. Pólverjar mæta á undan Degi Sigurðssyni og lærisveinum hans í þýska landsliðinu í leiknum um bronsið en Þjóðverjar töpuðu með einu marki á móti Frökkum í fyrri undanúrslitaleiknum. Mikkel Hansen skoraði 10 mörk í leiknum og Niklas Landin varði vel á mikilvægum augnablikum. Morten Olsen átti líka fínan leik og skoraði 7 mörk. Guðmundur vann þarna sigur á Talant Duyshebaev, þjálfara Pólverja, og leiddist það ekki enda hafa þeir ekki verið bestu vinir. Danir lögðu gruninn að sigrinum í framlengingunni með góðum fyrri hálfleik þar sem þeir komust þremur mörkum yfir og komust upp með það að skora ekki í seinni hálfleik hennar. Danir byrjuðu mjög vel og skoruðu þrjú fyrstu mörkin í leiknum. Guðmundur Guðmundsson tók leikhlé eftir að Pólverjum tókst að jafna í 9-9 og í kjölfarið komust Danir tvisvar fjórum mörkum yfir, í 14-10 og 15-11. Pólverjar svöruðu þá með því að skora fjögur mörk í röð og jafna metin í 15-15. Kasper Söndergaard skoraði hinsvegar lokamark hálfleiksins og sá til þess að Danir voru einu marki yfir í hálfleik, 16-15. Piotr Wyszomirski kom inn í mark Pólverja um miðjan fyrri hálfleik og átti heldur betur eftir að reynast danska liðinu erfiður. Hann lokaði markinu í upphafi seinni hálfleiks og varði síðan jafnt og þétt út allan hálfleikinn. Piotr Wyszomirski varði 6 af fyrstu 9 skotum Dana í seinni hálfleik, Pólverjar unnu upphafskafla hálfleiksins 4-1 og komust í 19-17. Danir svöruðu en leikurinn var annars jafn allan seinni hálfleikinn og liðin skiptust á því að hafa forystuna. Rene Toft Hansen fiskaði víti 39 sekúndum fyrir leikslok og Mikkel Hansen kom Dönum þá einu marki yfir, 25-24. Pólverjar fengu lokasóknina og hornamaðurinn Michal Daszek náði að jafna með mögnuðu langskoti. Það varð því að framlengja leikinn. Danir skoruðu þrjú fyrstu mörk framlengingarinnar á saman tíma og Niklas Landin var í stuði í markinu. Mikkel Hansen kom Dönum síðan í 29-26 fyrir lok fyrri hálfleiks framlengingarinnar en hann var þá að skora sitt tíunda mark í leiknum. Pólverjar skoruðu bæði mörkin í seinni hálfleik framlengingarinnar en það var ekki nóg og þeir spila því um bronsið við Dag Sigurðsson og lærisveina hans.
Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða