Apple skipað að greiða þúsundir milljarða vegna ógreiddra skatta í Írlandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. ágúst 2016 10:15 Sektin er ein sú stærsta í sögunni. Vísir/Getty Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur úrskurðað að bandaríski tæknirisinn Apple þurfi að greiða írskum yfirvöldum allt 13 milljarða evra, um 1700 milljarða króna, vegna vangreiddra skatta þar í landi. Samkeppnisyfirvöld í ESB hafa undanfarin ár rannsakað skattgreiðslur Apple í Írlandi. Hefur fyrirtækið nýtt sér úrskurði írskra yfirvalda sem gerir Apple kleift að lágmarka skattgreiðslur sínar á Írlandi. Fyrirtækið nýtir sér þetta fyrirkomulag með því að beina stórum hluta tekna af alþjóðlegri sölu á vörum sínum í gegnum Írland. Framkvæmdastjórn ESB segir að fyrirkomulagið hafi gert það að verkum að Apple hafi greitt rúmlega eitt prósent af tekjum sínum í Evrópu í skatt árið 2003 og að árið 2014 hafi hlutfallið verið 0,005 prósent. Framkvæmdastjórn ESB hefur nú úrskurðað að þetta jafngildi ríkisaðstoð af hálfu írska ríkisins sem hafi gert Apple, umfram önnur fyrirtæki, kleift að greiða umtalsvert lægri skatta á Írlandi en önnur fyrirtæki um árabil. Þetta sé ólöglegt samkvæmt lögum ESB sem heimila ekki að völdum fyrirtækjum séu veittar slíkar ívilnanir. Apple er verðmætasta fyrirtæki heimsins í dag en samkvæmt lista Forbes er fyrirtækið metið á um 525 milljarða dollara, um 61 þúsund milljarð króna. Apple ætti að hafa efni á skattgreiðslunum sem þeim hefur nú verið skipað að greiða til baka en talið er að fyrirtækið sitji á varasjóði sem nemur 200 milljörðum dollara, um 20 þúsund milljörðum króna. Búist er við að bæði Apple og írska ríkisstjórnin muni áfrýja úrskurði Framkvæmdastjórnar ESB. Tækni Tengdar fréttir Apple stendur frammi fyrir risavöxnum reikningi vegna ógreiddra skatta Samkeppnisyfirvöld í Evrópusambandinu hafa undanfarin þrjú ár rannsakað skattamál Apple í Írlandi. 29. ágúst 2016 21:37 ESB rannsakar skattamál Apple og Starbucks Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar að rannsaka fyrirkomulag þriggja stórfyrirtækja við lönd í sambandinu. 12. júní 2014 08:45 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur úrskurðað að bandaríski tæknirisinn Apple þurfi að greiða írskum yfirvöldum allt 13 milljarða evra, um 1700 milljarða króna, vegna vangreiddra skatta þar í landi. Samkeppnisyfirvöld í ESB hafa undanfarin ár rannsakað skattgreiðslur Apple í Írlandi. Hefur fyrirtækið nýtt sér úrskurði írskra yfirvalda sem gerir Apple kleift að lágmarka skattgreiðslur sínar á Írlandi. Fyrirtækið nýtir sér þetta fyrirkomulag með því að beina stórum hluta tekna af alþjóðlegri sölu á vörum sínum í gegnum Írland. Framkvæmdastjórn ESB segir að fyrirkomulagið hafi gert það að verkum að Apple hafi greitt rúmlega eitt prósent af tekjum sínum í Evrópu í skatt árið 2003 og að árið 2014 hafi hlutfallið verið 0,005 prósent. Framkvæmdastjórn ESB hefur nú úrskurðað að þetta jafngildi ríkisaðstoð af hálfu írska ríkisins sem hafi gert Apple, umfram önnur fyrirtæki, kleift að greiða umtalsvert lægri skatta á Írlandi en önnur fyrirtæki um árabil. Þetta sé ólöglegt samkvæmt lögum ESB sem heimila ekki að völdum fyrirtækjum séu veittar slíkar ívilnanir. Apple er verðmætasta fyrirtæki heimsins í dag en samkvæmt lista Forbes er fyrirtækið metið á um 525 milljarða dollara, um 61 þúsund milljarð króna. Apple ætti að hafa efni á skattgreiðslunum sem þeim hefur nú verið skipað að greiða til baka en talið er að fyrirtækið sitji á varasjóði sem nemur 200 milljörðum dollara, um 20 þúsund milljörðum króna. Búist er við að bæði Apple og írska ríkisstjórnin muni áfrýja úrskurði Framkvæmdastjórnar ESB.
Tækni Tengdar fréttir Apple stendur frammi fyrir risavöxnum reikningi vegna ógreiddra skatta Samkeppnisyfirvöld í Evrópusambandinu hafa undanfarin þrjú ár rannsakað skattamál Apple í Írlandi. 29. ágúst 2016 21:37 ESB rannsakar skattamál Apple og Starbucks Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar að rannsaka fyrirkomulag þriggja stórfyrirtækja við lönd í sambandinu. 12. júní 2014 08:45 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Apple stendur frammi fyrir risavöxnum reikningi vegna ógreiddra skatta Samkeppnisyfirvöld í Evrópusambandinu hafa undanfarin þrjú ár rannsakað skattamál Apple í Írlandi. 29. ágúst 2016 21:37
ESB rannsakar skattamál Apple og Starbucks Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar að rannsaka fyrirkomulag þriggja stórfyrirtækja við lönd í sambandinu. 12. júní 2014 08:45