Viðar til Ísraels: Passaði ekki í hópinn hjá Malmö Atli Ísleifsson og Stefán Árni Pálsson skrifa 30. ágúst 2016 08:58 Jordi Cruyff og Viðar. vísir/Maccabi Tel Aviv Viðar Örn Kjartansson, leikmaður íslenska landsliðsins og markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar er genginn til liðs við ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv. Þetta er staðfest á heimasíðu félagsins en Viðar gerir fjögurra ára samning við félagið. Ísraelskir fjölmiðlar fullyrtu í gær að félagið hafi lagt fram tilboð upp á 3,5 milljónir evra, jafnvirði 457 milljóna króna, í Selfyssinginn sem lék með Malmö í Svíþjóð. Viðar Örn hefur verið frábær með Malmö á tímabilinu og skorað fjórtán mörk í 20 leikjum en tímabilið er nýhafið í Ísrael og er Maccabi Tel Aviv með sex stig af níu mögulegum. Liðið hafnaði í fjórða sæti deildarinnar í fyrra. Hann gekk í raðir Malmö frá Jiangsu Sainty í upphafi ársins en hann var áður á mála hjá Vålerenga í Noregi. Jordi Cruyff, íþróttastóri Maccabi Tel Aviv, segir að leikmaðurinn sé frábær og að félagið hafi í langan tíma reynt að semja við hann. Það séu því miklar gleðifréttir að það hafi loksins tekist. Sænska miðillinn Fotbollskanalen greinir frá því að Viðar Örn hafi átt í vandræðum með að aðlagast leikmannahópi Malmö og kunni það að hafa auðveldað forsvarsmönnum liðsins að selja hann nú. Heimildarmenn Fotbollskanalen í Malmö herma að Viðar Örn hafi átt í erfiðleikum með að passa hinn í hópinn og átt í langmestum samskiptum við Kára Árnason, miðvörð liðsins og íslenska landsliðsins. Þá á Viðar Örn að hafa verið duglegur að opinbera óánægju sína þegar knattspyrnustjórinn Allan Kuhn hefur skipt honum út af. Þetta á ekki að hafa styrkt stöðu hans innan hópsins. Viðar Örn er nú markahæstur í efstu deildinni í Svíþjóð með fjórtán mörk. Hann skrifaði í janúar undir þriggja ára samning við Malmö á þrjár milljónir sænskra króna, um 40 milljónir króna, og á Viðar Örn að hafa fengið átta milljónir sænskra króna, um 110 milljónir íslenskra króna, við það að skrifa undir. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson, leikmaður íslenska landsliðsins og markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar er genginn til liðs við ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv. Þetta er staðfest á heimasíðu félagsins en Viðar gerir fjögurra ára samning við félagið. Ísraelskir fjölmiðlar fullyrtu í gær að félagið hafi lagt fram tilboð upp á 3,5 milljónir evra, jafnvirði 457 milljóna króna, í Selfyssinginn sem lék með Malmö í Svíþjóð. Viðar Örn hefur verið frábær með Malmö á tímabilinu og skorað fjórtán mörk í 20 leikjum en tímabilið er nýhafið í Ísrael og er Maccabi Tel Aviv með sex stig af níu mögulegum. Liðið hafnaði í fjórða sæti deildarinnar í fyrra. Hann gekk í raðir Malmö frá Jiangsu Sainty í upphafi ársins en hann var áður á mála hjá Vålerenga í Noregi. Jordi Cruyff, íþróttastóri Maccabi Tel Aviv, segir að leikmaðurinn sé frábær og að félagið hafi í langan tíma reynt að semja við hann. Það séu því miklar gleðifréttir að það hafi loksins tekist. Sænska miðillinn Fotbollskanalen greinir frá því að Viðar Örn hafi átt í vandræðum með að aðlagast leikmannahópi Malmö og kunni það að hafa auðveldað forsvarsmönnum liðsins að selja hann nú. Heimildarmenn Fotbollskanalen í Malmö herma að Viðar Örn hafi átt í erfiðleikum með að passa hinn í hópinn og átt í langmestum samskiptum við Kára Árnason, miðvörð liðsins og íslenska landsliðsins. Þá á Viðar Örn að hafa verið duglegur að opinbera óánægju sína þegar knattspyrnustjórinn Allan Kuhn hefur skipt honum út af. Þetta á ekki að hafa styrkt stöðu hans innan hópsins. Viðar Örn er nú markahæstur í efstu deildinni í Svíþjóð með fjórtán mörk. Hann skrifaði í janúar undir þriggja ára samning við Malmö á þrjár milljónir sænskra króna, um 40 milljónir króna, og á Viðar Örn að hafa fengið átta milljónir sænskra króna, um 110 milljónir íslenskra króna, við það að skrifa undir.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Sjá meira