Viðar til Ísraels: Passaði ekki í hópinn hjá Malmö Atli Ísleifsson og Stefán Árni Pálsson skrifa 30. ágúst 2016 08:58 Jordi Cruyff og Viðar. vísir/Maccabi Tel Aviv Viðar Örn Kjartansson, leikmaður íslenska landsliðsins og markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar er genginn til liðs við ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv. Þetta er staðfest á heimasíðu félagsins en Viðar gerir fjögurra ára samning við félagið. Ísraelskir fjölmiðlar fullyrtu í gær að félagið hafi lagt fram tilboð upp á 3,5 milljónir evra, jafnvirði 457 milljóna króna, í Selfyssinginn sem lék með Malmö í Svíþjóð. Viðar Örn hefur verið frábær með Malmö á tímabilinu og skorað fjórtán mörk í 20 leikjum en tímabilið er nýhafið í Ísrael og er Maccabi Tel Aviv með sex stig af níu mögulegum. Liðið hafnaði í fjórða sæti deildarinnar í fyrra. Hann gekk í raðir Malmö frá Jiangsu Sainty í upphafi ársins en hann var áður á mála hjá Vålerenga í Noregi. Jordi Cruyff, íþróttastóri Maccabi Tel Aviv, segir að leikmaðurinn sé frábær og að félagið hafi í langan tíma reynt að semja við hann. Það séu því miklar gleðifréttir að það hafi loksins tekist. Sænska miðillinn Fotbollskanalen greinir frá því að Viðar Örn hafi átt í vandræðum með að aðlagast leikmannahópi Malmö og kunni það að hafa auðveldað forsvarsmönnum liðsins að selja hann nú. Heimildarmenn Fotbollskanalen í Malmö herma að Viðar Örn hafi átt í erfiðleikum með að passa hinn í hópinn og átt í langmestum samskiptum við Kára Árnason, miðvörð liðsins og íslenska landsliðsins. Þá á Viðar Örn að hafa verið duglegur að opinbera óánægju sína þegar knattspyrnustjórinn Allan Kuhn hefur skipt honum út af. Þetta á ekki að hafa styrkt stöðu hans innan hópsins. Viðar Örn er nú markahæstur í efstu deildinni í Svíþjóð með fjórtán mörk. Hann skrifaði í janúar undir þriggja ára samning við Malmö á þrjár milljónir sænskra króna, um 40 milljónir króna, og á Viðar Örn að hafa fengið átta milljónir sænskra króna, um 110 milljónir íslenskra króna, við það að skrifa undir. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson, leikmaður íslenska landsliðsins og markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar er genginn til liðs við ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv. Þetta er staðfest á heimasíðu félagsins en Viðar gerir fjögurra ára samning við félagið. Ísraelskir fjölmiðlar fullyrtu í gær að félagið hafi lagt fram tilboð upp á 3,5 milljónir evra, jafnvirði 457 milljóna króna, í Selfyssinginn sem lék með Malmö í Svíþjóð. Viðar Örn hefur verið frábær með Malmö á tímabilinu og skorað fjórtán mörk í 20 leikjum en tímabilið er nýhafið í Ísrael og er Maccabi Tel Aviv með sex stig af níu mögulegum. Liðið hafnaði í fjórða sæti deildarinnar í fyrra. Hann gekk í raðir Malmö frá Jiangsu Sainty í upphafi ársins en hann var áður á mála hjá Vålerenga í Noregi. Jordi Cruyff, íþróttastóri Maccabi Tel Aviv, segir að leikmaðurinn sé frábær og að félagið hafi í langan tíma reynt að semja við hann. Það séu því miklar gleðifréttir að það hafi loksins tekist. Sænska miðillinn Fotbollskanalen greinir frá því að Viðar Örn hafi átt í vandræðum með að aðlagast leikmannahópi Malmö og kunni það að hafa auðveldað forsvarsmönnum liðsins að selja hann nú. Heimildarmenn Fotbollskanalen í Malmö herma að Viðar Örn hafi átt í erfiðleikum með að passa hinn í hópinn og átt í langmestum samskiptum við Kára Árnason, miðvörð liðsins og íslenska landsliðsins. Þá á Viðar Örn að hafa verið duglegur að opinbera óánægju sína þegar knattspyrnustjórinn Allan Kuhn hefur skipt honum út af. Þetta á ekki að hafa styrkt stöðu hans innan hópsins. Viðar Örn er nú markahæstur í efstu deildinni í Svíþjóð með fjórtán mörk. Hann skrifaði í janúar undir þriggja ára samning við Malmö á þrjár milljónir sænskra króna, um 40 milljónir króna, og á Viðar Örn að hafa fengið átta milljónir sænskra króna, um 110 milljónir íslenskra króna, við það að skrifa undir.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Sjá meira