Af búvörusamningum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 30. ágúst 2016 07:00 Stjórnmálamenn og bændur eiga það sameiginlegt í störfum sínum að ótalmargt þarf að koma til svo að endanleg útkoma erfiðisins verði ásættanleg. Íslenskir bændur standa frammi fyrir meiri áskorunum af völdum náttúruaflanna en flestir erlendir starfsbræður þeirra en ná samt að framleiða landbúnaðarafurðir á heimsmælikvarða. Þessa dagana sitja þingmenn yfir tillögum hægristjórnarinnar að búvörusamningum við bændur. Þar gerum við í VG kröfu um að jafnvægi náist á milli hagsmuna bænda og neytenda, dýravelferðar og sjálfbærrar landnýtingar. Því miður vantar nokkuð upp á að uppskeran á þingi standi undir væntingum. Fyrir skemmstu lagði Bolli Héðinsson, hagfræðingur og kennari, krók á leið sína í aðsendum pistli í Fréttablaðinu til að setja Vinstrihreyfinguna – grænt framboð undir sama hatt og stjórnarflokkana tvo. „Gróðureyðing í boði VG, Sjálfstæðis og Framsóknar“ er yfirskrift pistils Bolla þar sem hann varar við neikvæðum umhverfisáhrifum nýrra búvörusamninga, sem hann segir flokkana þrjá styðja. Við þetta er það að helst að athuga að þingmenn Vinstri grænna hafa ekki sagt að þeir styðji búvörusamningana, en við höfum verið reiðubúin að skoða hvaða breytingar til bóta er hægt að gera á þeim. Búvörusamningurinn sem Alþingi hefur nú til meðferðar er samningur hægriflokkanna við bændur, unninn án þess breiða pólitíska samráðs sem eðlilegra hefði verið í jafn umfangsmiklu máli. Vinstri græn komu fyrst að borðinu þegar samningunum var vísað til atvinnuveganefndar Alþingis, þar sem málið er nú til umræðu. Í störfum nefndarinnar hefur margt þróast til betri vegar, til dæmis hafa verið sett inn virk endurskoðunarákvæði eftir þrjú ár og skal sá tími nýttur til þess að koma með tillögur til úrbóta sem lagðar verði fyrir samningsaðila. Hvað varðar staðhæfingar Bolla um að í búvörusamningnum sé hvatt til gróðureyðingar á viðkvæmum svæðum, þá hafa fulltrúar Vinstri grænna lagt mikla áherslu á styrkari ákvæði um umhverfisþáttinn í búvörusamningnum – þótt enn sé ekki nógu langt gengið í þeim efnum að mati fulltrúa VG sem við undirstrikum m.a. í okkar nefndaráliti í atvinnuveganefnd. Þetta er í samræmi við nýsamþykkta landbúnaðarstefnu Vinstri grænna, sem kveður á um það að tryggja þurfi sjálfbæra landnýtingu, m.a. með skýrri rammaáætlun um landnýtingu, virkri beitarstjórnun í öllum landsfjórðungum og að sjálfbærni og náttúruvernd verði lykilþættir við landbúnaðarframleiðslu.Með skýrri sýn til framtíðar Þvert á það sem Bolli virðist telja, þá er landbúnaðarstefna Vinstri grænna bæði með sterkum umhverfisáherslum og með skýrri sýn til framtíðar. Hlýt ég því að hvetja hann til að kynna sér stefnuna, sem er aðgengileg á vef hreyfingarinnar. Þar getur hann líka lesið að það er skoðun landsfundar VG að það sé afar mikilvægt að stuðningskerfi landbúnaðarins sé til stöðugrar umræðu og endurskoðunar. Markmið ríkisins með stuðningi sínum er í senn að tryggja neytendum örugg og góð matvæli á hagstæðu verði og að viðhalda byggð um landið allt. Þó að margir frjálshyggjusinnar myndu vilja hafa hér einvörðungu frjálst markaðskerfi í landbúnaði – sem hætta er á að myndi leiða af sér enn frekari samþjöppun í framleiðslu og fákeppnismarkað með landbúnaðarvörur – er staðreyndin sú, að hið opinbera þarf að styðja við landbúnað og matvælaframleiðslu svo þessi framleiðsla geti þrifist og bændastéttin lifað af störfum sínum Horfumst í augu við það en tryggjum um leið viðunandi starfskilyrði bænda sem og viðunandi verð og framboð fyrir alla neytendur með umverfisvernd og sjálfbærni að leiðarljósi. Það er hagur okkar allra.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmálamenn og bændur eiga það sameiginlegt í störfum sínum að ótalmargt þarf að koma til svo að endanleg útkoma erfiðisins verði ásættanleg. Íslenskir bændur standa frammi fyrir meiri áskorunum af völdum náttúruaflanna en flestir erlendir starfsbræður þeirra en ná samt að framleiða landbúnaðarafurðir á heimsmælikvarða. Þessa dagana sitja þingmenn yfir tillögum hægristjórnarinnar að búvörusamningum við bændur. Þar gerum við í VG kröfu um að jafnvægi náist á milli hagsmuna bænda og neytenda, dýravelferðar og sjálfbærrar landnýtingar. Því miður vantar nokkuð upp á að uppskeran á þingi standi undir væntingum. Fyrir skemmstu lagði Bolli Héðinsson, hagfræðingur og kennari, krók á leið sína í aðsendum pistli í Fréttablaðinu til að setja Vinstrihreyfinguna – grænt framboð undir sama hatt og stjórnarflokkana tvo. „Gróðureyðing í boði VG, Sjálfstæðis og Framsóknar“ er yfirskrift pistils Bolla þar sem hann varar við neikvæðum umhverfisáhrifum nýrra búvörusamninga, sem hann segir flokkana þrjá styðja. Við þetta er það að helst að athuga að þingmenn Vinstri grænna hafa ekki sagt að þeir styðji búvörusamningana, en við höfum verið reiðubúin að skoða hvaða breytingar til bóta er hægt að gera á þeim. Búvörusamningurinn sem Alþingi hefur nú til meðferðar er samningur hægriflokkanna við bændur, unninn án þess breiða pólitíska samráðs sem eðlilegra hefði verið í jafn umfangsmiklu máli. Vinstri græn komu fyrst að borðinu þegar samningunum var vísað til atvinnuveganefndar Alþingis, þar sem málið er nú til umræðu. Í störfum nefndarinnar hefur margt þróast til betri vegar, til dæmis hafa verið sett inn virk endurskoðunarákvæði eftir þrjú ár og skal sá tími nýttur til þess að koma með tillögur til úrbóta sem lagðar verði fyrir samningsaðila. Hvað varðar staðhæfingar Bolla um að í búvörusamningnum sé hvatt til gróðureyðingar á viðkvæmum svæðum, þá hafa fulltrúar Vinstri grænna lagt mikla áherslu á styrkari ákvæði um umhverfisþáttinn í búvörusamningnum – þótt enn sé ekki nógu langt gengið í þeim efnum að mati fulltrúa VG sem við undirstrikum m.a. í okkar nefndaráliti í atvinnuveganefnd. Þetta er í samræmi við nýsamþykkta landbúnaðarstefnu Vinstri grænna, sem kveður á um það að tryggja þurfi sjálfbæra landnýtingu, m.a. með skýrri rammaáætlun um landnýtingu, virkri beitarstjórnun í öllum landsfjórðungum og að sjálfbærni og náttúruvernd verði lykilþættir við landbúnaðarframleiðslu.Með skýrri sýn til framtíðar Þvert á það sem Bolli virðist telja, þá er landbúnaðarstefna Vinstri grænna bæði með sterkum umhverfisáherslum og með skýrri sýn til framtíðar. Hlýt ég því að hvetja hann til að kynna sér stefnuna, sem er aðgengileg á vef hreyfingarinnar. Þar getur hann líka lesið að það er skoðun landsfundar VG að það sé afar mikilvægt að stuðningskerfi landbúnaðarins sé til stöðugrar umræðu og endurskoðunar. Markmið ríkisins með stuðningi sínum er í senn að tryggja neytendum örugg og góð matvæli á hagstæðu verði og að viðhalda byggð um landið allt. Þó að margir frjálshyggjusinnar myndu vilja hafa hér einvörðungu frjálst markaðskerfi í landbúnaði – sem hætta er á að myndi leiða af sér enn frekari samþjöppun í framleiðslu og fákeppnismarkað með landbúnaðarvörur – er staðreyndin sú, að hið opinbera þarf að styðja við landbúnað og matvælaframleiðslu svo þessi framleiðsla geti þrifist og bændastéttin lifað af störfum sínum Horfumst í augu við það en tryggjum um leið viðunandi starfskilyrði bænda sem og viðunandi verð og framboð fyrir alla neytendur með umverfisvernd og sjálfbærni að leiðarljósi. Það er hagur okkar allra.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun