
Ætlar að bekkja leikmenn sem standa ekki í þjóðsöngnum

Kaepernick neitar að standa meðan bandaríski þjóðsöngurinn er leikinn. Með því er hann að mótmæla lögregluofbeldi og kúgun blökkufólks í Bandaríkjunum.
Á meðan margir styðja Kaepernick, eða í það minnsta skilja afstöðu hans, virða rétt hans til að tjá sig að þá eru þeir líka til sem eru brjálaðir. Taka þessu afar illa og hafa engan skilning á slíku athæfi.
Einn þeirra er landsliðsþjálfari Bandaríkjanna í íshokkí, John Tortorella.
„Ef einhverjir af mínum leikmönnum sitja meðan þjóðsöngurinn er leikinn þá munu þeir sitja þar áfram allan leikinn,“ sagði Tortorella en orð hans féllu víða í grýttan jarðveg. Það truflar hann lítið.
„Ég skipti ekki um skoðun. Reynið að skilja mig. Ég er ekki að gagnrýna neinn fyrir að tjá sig. Þetta er ekkert pólitískt. Það er til fólk sem deyr fyrir fánann og það ber að virða.“
Tengdar fréttir

Fleiri farnir að sitja með Kaepernick
Colin Kaepernick, leikstjórnandi San Francisco 49ers, neitaði enn í nótt að standa þegar bandaríski þjóðsöngurinn var leikinn. Fleiri leikmenn eru farnir að gera slíkt hið sama.

Treyja Kaepernick selst sem aldrei fyrr
Þótt mótmæli Colins Kaepernick, leikstjórnanda San Fransisco 49ers í NFL-deildinni vestanhafs, hafi mælst misvel fyrir seljast treyjur með nafni hans sem aldrei fyrr.

Kaepernick ætlar að sitja sem fastast meðan þjóðsöngurinn er leikinn
Colin Kaepernick, leikstjórnandi San Francisco 49ers í NFL-deildinni í Bandaríkjunum, ætlar að halda áfram að sniðganga bandaríska þjóðsönginn.

Kaepernick neitaði að standa þegar þjóðsöngur Bandaríkjamanna var fluttur
Kaepernick var að mótmæla kúgun blökkumanna og annars litaðs fólks.

Trump segir Kaepernick að finna sér nýtt land
Sú ákvörðun NFL-leikstjórnandans Colin Kaepernick að hætta að standa meðan bandaríski þjóðsöngurinn er leikinn hefur gert allt vitlaust vestra.

Flýttu þjóðsöngnum út af Rapinoe
Bandaríska landsliðskonan Megan Rapinoe fékk ekki tækifæri til þess að mótmæla er bandaríski þjóðsöngurinn var leikinn í gær.

Lögreglumenn hóta því að mæta ekki á leiki 49ers
Lögreglumenn í San Francisco eru allt annað en ánægðir með mótmæli Colin Kaepernick, leikstjórnanda San Francisco 49ers í NFL-deildinni.

Sýndi Kaepernick stuðning í verki
Bandaríska landsliðskonan í knattspyrnu, Megan Rapinoe, neitaði að standa er þjóðsöngur Bandaríkjanna var leikinn í gær og fór frekar niður á hné.