Hvað mun Apple kynna síðar í dag? Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. september 2016 15:00 Fastlega er gert ráð fyrir að iPhone 7 verður kynntur til leiks. Vísir/Getty Síðar í dag mun Apple kynna nýjustu vörur sínar á sérstökum kynningarviðburði sem haldinn verður með pomp og prakt í San Francisco í Bandaríkjunum. Fastlega er gert ráð fyrir að nýr iPhone verði kynntur til sögunnar auk nýs Apple Watch. Stóra spurningin er þó hvort Apple fjarlægi innstunguna fyrir heyrnartól á símanum eða ekki. Kynningin hefst klukkan 17.00 í dag og verður streymt í beinni á vef Apple en búið er að loka vefverslun Apple með skilaboðunum: „Við erum með eitthvað sérstakt í vændum, kíktu aftur seinna.“En hvað verður kynnt?Fyrst ber að nefna til sögunnar nýjan iPhone, iPhone 7. Ekki er gert ráð fyrir miklum útlitsbreytingum á frá síðustu gerðum símans. Helst er gert ráð fyrir að loftnetslínurnar sem sjá má á bakhlið iPhone 6 og 6s muni hverfa.Einnig er gert ráð fyrir að minnið í öllum gerðum símans verði tvöfaldað og ekki verður lengur hægt að fá iPhone með 16 gígabæta minni. Ódýrasta útgáfa símans mun því vera með talsvert meira minni en áður og því meira pláss fyrir myndir, smáforrit, myndbönd og margt fleira í hverjum í síma. Dýrasta útgáfan mun einnig vera með 256 gígabæta minni.Sjá einnig: Sögusagnir um iPhone 7 teknar samanLíkt og áður munu símarnir verða með betri örgjörva og meira vinnsluminni. Þá er gert ráð fyrir að svartari útgafa af símanum verði í boði núna auk dökkblárrar útgáfu til viðbótar við þá liti sem þegar eru í boði, silfur, grár, gull og rauður/gull.Svona gæti iPhone 7 litið út.VísirStærri útgáfur símans, svokallaðar plus útgáfur, munu að öllum líkindum fá auka myndavél. Óvíst er þó hver tilgangur þess sé en aðrir símar á borð við Huawei P9 bjóða upp á tvær myndavélar þar sem önnur þeirra tekur hágæða svarthvítar myndir. Apple mun einnig gera breytingar á hinum svokallaða home-takka. Ekki verður hægt ýta honum inn heldur mun þrýstiskynjari koma í staðinn líkt og í nokkrum útgáfum Apple af MacBook tölvum sínum.En hvað með innstunguna fyrir heyrnartólin?Fastlega er gert ráð fyrir að Apple stígi það stóra skref að fjarlægja innstunguna fyrir heyrnartólin sem nánast hafa verið til staðar svo lengi sem handhæg raftæki hafa verið til.Þess í stað verður hægt að tengja heyrnartól við hina nýju iPhone-síma með Lightning-tenginu sem er einnig notað til að hlaða símann. Þá verður auðvitað einnig hægt að tengja heyrnartól þráðlaust við símann í gegnum Bluetooth.#AppleEvent Tweets /center>Við fyrstu sýn gæti þetta útspil Apple verið fráhrindandi fyrir þá sem eiga mikið af heyrnartólum sem tengjast tækjum í gegnum hið hefðbundna 3,5 millimetra tengi. Þetta mun þó gera það að verkum að síminn getur verið þynnri og þar af leiðandi léttari. Þá mun síminn verða vatnsheldari eftir því sem færri göt er á honum. Keppinautar Apple á símamarkaði hafa einnig að undanförnu kynnt til sögunnar vatnshelda síma og því þarf Apple að halda í við samkeppnina. Í takt við þetta mun Apple einnig væntanlega kynna til sögunnar nýja útgáfu af hinum hefðbundnu AirBud heyrnartólum sem fylgja flestum vörum þeirra. Mun hún að öllum líkindum vera með svokölluðu Lightning-tengi.Apple Watch Tvö ár eru frá því að Apple kynnti til leiks Apple Watch og gert er ráð fyrir að Apple munu kynna fyrstu alvöru uppfærsluna á úrinu í kvöld. Ekki er þó gert fyrir miklum útlitsbreytingum og að úrin muni líta út eins og áður. Mesta breytingin verður sú að GPS mun loksins verða hluti af Apple Watch. Ætti þetta að gagnast þeim sem nota úrið sem líkamsræktartæki en nú þurfa þeir ekki að hreyfa sig með símann á sér vilji þeir á annað borð geta fylgst með hlaupaleið sinni.Eitthvað annað?Líklega mun Apple gefa út hvenær IOS 10, nýjasta stýrikerfið fyrir síma og spjaldtölvur Apple, verður gefið út en það á að koma í haust. Líklegt er talið að WatchOS 3, uppfærsla á stýrikerfi Apple Watch verði kynnt. Kynningin hefst klukkan 17.00 í dag og verður streymt í beinni á vef Apple. Tækni Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Síðar í dag mun Apple kynna nýjustu vörur sínar á sérstökum kynningarviðburði sem haldinn verður með pomp og prakt í San Francisco í Bandaríkjunum. Fastlega er gert ráð fyrir að nýr iPhone verði kynntur til sögunnar auk nýs Apple Watch. Stóra spurningin er þó hvort Apple fjarlægi innstunguna fyrir heyrnartól á símanum eða ekki. Kynningin hefst klukkan 17.00 í dag og verður streymt í beinni á vef Apple en búið er að loka vefverslun Apple með skilaboðunum: „Við erum með eitthvað sérstakt í vændum, kíktu aftur seinna.“En hvað verður kynnt?Fyrst ber að nefna til sögunnar nýjan iPhone, iPhone 7. Ekki er gert ráð fyrir miklum útlitsbreytingum á frá síðustu gerðum símans. Helst er gert ráð fyrir að loftnetslínurnar sem sjá má á bakhlið iPhone 6 og 6s muni hverfa.Einnig er gert ráð fyrir að minnið í öllum gerðum símans verði tvöfaldað og ekki verður lengur hægt að fá iPhone með 16 gígabæta minni. Ódýrasta útgáfa símans mun því vera með talsvert meira minni en áður og því meira pláss fyrir myndir, smáforrit, myndbönd og margt fleira í hverjum í síma. Dýrasta útgáfan mun einnig vera með 256 gígabæta minni.Sjá einnig: Sögusagnir um iPhone 7 teknar samanLíkt og áður munu símarnir verða með betri örgjörva og meira vinnsluminni. Þá er gert ráð fyrir að svartari útgafa af símanum verði í boði núna auk dökkblárrar útgáfu til viðbótar við þá liti sem þegar eru í boði, silfur, grár, gull og rauður/gull.Svona gæti iPhone 7 litið út.VísirStærri útgáfur símans, svokallaðar plus útgáfur, munu að öllum líkindum fá auka myndavél. Óvíst er þó hver tilgangur þess sé en aðrir símar á borð við Huawei P9 bjóða upp á tvær myndavélar þar sem önnur þeirra tekur hágæða svarthvítar myndir. Apple mun einnig gera breytingar á hinum svokallaða home-takka. Ekki verður hægt ýta honum inn heldur mun þrýstiskynjari koma í staðinn líkt og í nokkrum útgáfum Apple af MacBook tölvum sínum.En hvað með innstunguna fyrir heyrnartólin?Fastlega er gert ráð fyrir að Apple stígi það stóra skref að fjarlægja innstunguna fyrir heyrnartólin sem nánast hafa verið til staðar svo lengi sem handhæg raftæki hafa verið til.Þess í stað verður hægt að tengja heyrnartól við hina nýju iPhone-síma með Lightning-tenginu sem er einnig notað til að hlaða símann. Þá verður auðvitað einnig hægt að tengja heyrnartól þráðlaust við símann í gegnum Bluetooth.#AppleEvent Tweets /center>Við fyrstu sýn gæti þetta útspil Apple verið fráhrindandi fyrir þá sem eiga mikið af heyrnartólum sem tengjast tækjum í gegnum hið hefðbundna 3,5 millimetra tengi. Þetta mun þó gera það að verkum að síminn getur verið þynnri og þar af leiðandi léttari. Þá mun síminn verða vatnsheldari eftir því sem færri göt er á honum. Keppinautar Apple á símamarkaði hafa einnig að undanförnu kynnt til sögunnar vatnshelda síma og því þarf Apple að halda í við samkeppnina. Í takt við þetta mun Apple einnig væntanlega kynna til sögunnar nýja útgáfu af hinum hefðbundnu AirBud heyrnartólum sem fylgja flestum vörum þeirra. Mun hún að öllum líkindum vera með svokölluðu Lightning-tengi.Apple Watch Tvö ár eru frá því að Apple kynnti til leiks Apple Watch og gert er ráð fyrir að Apple munu kynna fyrstu alvöru uppfærsluna á úrinu í kvöld. Ekki er þó gert fyrir miklum útlitsbreytingum og að úrin muni líta út eins og áður. Mesta breytingin verður sú að GPS mun loksins verða hluti af Apple Watch. Ætti þetta að gagnast þeim sem nota úrið sem líkamsræktartæki en nú þurfa þeir ekki að hreyfa sig með símann á sér vilji þeir á annað borð geta fylgst með hlaupaleið sinni.Eitthvað annað?Líklega mun Apple gefa út hvenær IOS 10, nýjasta stýrikerfið fyrir síma og spjaldtölvur Apple, verður gefið út en það á að koma í haust. Líklegt er talið að WatchOS 3, uppfærsla á stýrikerfi Apple Watch verði kynnt. Kynningin hefst klukkan 17.00 í dag og verður streymt í beinni á vef Apple.
Tækni Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira