Bandarískir ferðamenn sagðir sækja til Íslands öryggisins vegna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. september 2016 11:15 Ferðum bandarískra ferðamanna til Frakklands hefur fækkað. Vísir/Vilhelm/Getty Frakkland hefur löngum verið vinsælasti áfangastaður bandarískra ferðamanna en eftir hryðjuverkaárásirnar þar í landi á síðasta ári hafa bandarískir ferðamenn í auknum mæli beint ferðum sínum á staði sem taldir eru vera öruggir. Ísland er sagt vera eitt af þeim löndum sem hagnist á því. „Ísland er sjóðandi heitt,“ segir Jack S. Ezon, framkvæmdastjóri bandarískrar ferðaskrifstofu. „Fólk telur það vera öruggan stað vegna þess að það er svo fjarri skarkala alheimsins.“ Fjallað er ítarlega um ferðahegðun bandarískra ferðamanna á vef New York Times þar sem kemur fram að Frakkland sé ekki lengur vinsælasti áfangastaður Bandaríkjamanna eftir hryðjuverkaárásirnar á síðasta ári. Þeir beini ferðum sínum nú til annarra Evrópulanda sem teljist öruggari. Ber þar helst að nefna Ítalíu, Spán og Írland og þá séu Norðurlöndin að koma sterk inn.Sjá einnig:Bókunum fækkar vegna hryðjuverka í Evrópu„Heilt yfir hefur áhuginn á norðurslóðunum, til Noregs og Íslands, haldið áfram að aukast,“ segir Barbara Banks hjá ferðaskrifstofunni Wilderness Travel sem sérhæfir sig í norðurljósaferðum. „Það gæti verið vegna þess að ferðamenn óttast hryðjuverkaógnina en það gæti einnig verið vegna þess að fólk er að uppgötva þessa áfangastaði.“ Mikil aukning hefur verið á komu bandarískra ferðamanna til landsins undanfarin ár í takt við aukinn ferðamannastraum hingað til landsins. Talið er að aukið framboð flugferða hafi mikil áhrif en Bandaríkjamenn stoppa oft á Íslandi á leið sinni yfir hafið til Evrópu. Samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu koma nífalt fleiri ferðamann frá Bandaríkjunum til landsins í ár en árið 2010. Voru þeir um 107 þúsund á fyrstu fimm mánuðum ársins. Ferðamennska á Íslandi Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Bókunum fækkar vegna hryðjuverka í Evrópu Ferðabókunum til landa á borð við Tyrkland og Frakkland, sem hafa lent í hryðjuverkaárásum á síðastliðnu ári, fer verulega fækkandi. 30. ágúst 2016 07:00 Hryðjuverk fæla ferðamenn á aðrar slóðir Hryðjuverkin í Evrópu síðustu misseri hafa haft töluverð áhrif á ferðamennsku í álfunni. Mun færri hafa heimsótt bæði París og Brussel í sumar, en þrátt fyrir það sýna ferðamenn vaxandi áhuga á því að heimsækja hverfið sem kallað hefur verið útungunarstöð hryðjuverkamanna í Evrópu. 23. ágúst 2016 20:00 Mikil fækkun ferðamanna í París Ferðamenn voru um einni milljón færri á fyrri hluta þessa árs, samanborið við sama tímabil í fyrra. 23. ágúst 2016 13:14 Ísland enn á ný friðsælasta ríki heimsins Ísland hefur verið efst á lista Institute for Economics and Peace yfir friðsælustu ríki heims frá árinu 2011. 9. júní 2016 10:35 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Frakkland hefur löngum verið vinsælasti áfangastaður bandarískra ferðamanna en eftir hryðjuverkaárásirnar þar í landi á síðasta ári hafa bandarískir ferðamenn í auknum mæli beint ferðum sínum á staði sem taldir eru vera öruggir. Ísland er sagt vera eitt af þeim löndum sem hagnist á því. „Ísland er sjóðandi heitt,“ segir Jack S. Ezon, framkvæmdastjóri bandarískrar ferðaskrifstofu. „Fólk telur það vera öruggan stað vegna þess að það er svo fjarri skarkala alheimsins.“ Fjallað er ítarlega um ferðahegðun bandarískra ferðamanna á vef New York Times þar sem kemur fram að Frakkland sé ekki lengur vinsælasti áfangastaður Bandaríkjamanna eftir hryðjuverkaárásirnar á síðasta ári. Þeir beini ferðum sínum nú til annarra Evrópulanda sem teljist öruggari. Ber þar helst að nefna Ítalíu, Spán og Írland og þá séu Norðurlöndin að koma sterk inn.Sjá einnig:Bókunum fækkar vegna hryðjuverka í Evrópu„Heilt yfir hefur áhuginn á norðurslóðunum, til Noregs og Íslands, haldið áfram að aukast,“ segir Barbara Banks hjá ferðaskrifstofunni Wilderness Travel sem sérhæfir sig í norðurljósaferðum. „Það gæti verið vegna þess að ferðamenn óttast hryðjuverkaógnina en það gæti einnig verið vegna þess að fólk er að uppgötva þessa áfangastaði.“ Mikil aukning hefur verið á komu bandarískra ferðamanna til landsins undanfarin ár í takt við aukinn ferðamannastraum hingað til landsins. Talið er að aukið framboð flugferða hafi mikil áhrif en Bandaríkjamenn stoppa oft á Íslandi á leið sinni yfir hafið til Evrópu. Samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu koma nífalt fleiri ferðamann frá Bandaríkjunum til landsins í ár en árið 2010. Voru þeir um 107 þúsund á fyrstu fimm mánuðum ársins.
Ferðamennska á Íslandi Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Bókunum fækkar vegna hryðjuverka í Evrópu Ferðabókunum til landa á borð við Tyrkland og Frakkland, sem hafa lent í hryðjuverkaárásum á síðastliðnu ári, fer verulega fækkandi. 30. ágúst 2016 07:00 Hryðjuverk fæla ferðamenn á aðrar slóðir Hryðjuverkin í Evrópu síðustu misseri hafa haft töluverð áhrif á ferðamennsku í álfunni. Mun færri hafa heimsótt bæði París og Brussel í sumar, en þrátt fyrir það sýna ferðamenn vaxandi áhuga á því að heimsækja hverfið sem kallað hefur verið útungunarstöð hryðjuverkamanna í Evrópu. 23. ágúst 2016 20:00 Mikil fækkun ferðamanna í París Ferðamenn voru um einni milljón færri á fyrri hluta þessa árs, samanborið við sama tímabil í fyrra. 23. ágúst 2016 13:14 Ísland enn á ný friðsælasta ríki heimsins Ísland hefur verið efst á lista Institute for Economics and Peace yfir friðsælustu ríki heims frá árinu 2011. 9. júní 2016 10:35 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Bókunum fækkar vegna hryðjuverka í Evrópu Ferðabókunum til landa á borð við Tyrkland og Frakkland, sem hafa lent í hryðjuverkaárásum á síðastliðnu ári, fer verulega fækkandi. 30. ágúst 2016 07:00
Hryðjuverk fæla ferðamenn á aðrar slóðir Hryðjuverkin í Evrópu síðustu misseri hafa haft töluverð áhrif á ferðamennsku í álfunni. Mun færri hafa heimsótt bæði París og Brussel í sumar, en þrátt fyrir það sýna ferðamenn vaxandi áhuga á því að heimsækja hverfið sem kallað hefur verið útungunarstöð hryðjuverkamanna í Evrópu. 23. ágúst 2016 20:00
Mikil fækkun ferðamanna í París Ferðamenn voru um einni milljón færri á fyrri hluta þessa árs, samanborið við sama tímabil í fyrra. 23. ágúst 2016 13:14
Ísland enn á ný friðsælasta ríki heimsins Ísland hefur verið efst á lista Institute for Economics and Peace yfir friðsælustu ríki heims frá árinu 2011. 9. júní 2016 10:35