Við viljum ekki verðhjöðnun og „gjaldmiðlafrið“ Lars Christensen skrifar 7. september 2016 09:30 Það er brostinn á friður – að minnsta kosti á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum. Fyrir nokkrum árum voru allir að tala um „gjaldmiðlastríð“ – það er að segja að ríki hafi keppst við að veikja gjaldmiðil sinn til að ná samkeppnisforskoti á önnur ríki. Nú lítur hins vegar út fyrir að ríki „gjaldmiðlafriður“ því stærstu peningastórveldi heimsins koma nú fram og mæla gegn því sem þau kalla „gengisfölsun“. Fyrir um tveimur mánuðum steig bankastjóri Seðlabanka Evrópu, Mario Draghi, fram og varaði við „gjaldmiðlastríði“ og um helgina, í tengslum við G20-fundinn í Kína gerðu tvö stærstu hagkerfi heimsins, Kína og Bandaríkin, samkomulag um að „forðast gengislækkun til að stuðla að samkeppni og að ráðast ekki á gengi í samkeppnistilgangi“.Í verðhjöðnunarheimi þurfum við gjaldmiðlastríðÞað er auðvelt að láta sannfærast af yfirborðslegum röksemdum gegn „gjaldmiðlastríði“ en staðreyndin er sú að í aðstæðum þar sem flestir seðlabankar heimsins eru langt undir verðbólgumarkmiðum sínum, og það er áfram mikil hætta á verðhjöðnun, ætti ekki að gefa „gengisleiðina“ til að berjast gegn verðhjöðnun upp á bátinn. Þetta á sérstaklega við þegar stýrivextir eru fastir nálægt núllinu í stærstu hagkerfum heimsins, þegar Kína er undanskilið. En hugtakið „gjaldmiðlastríð“ er mjög villandi. Í heimi þar sem heildareftirspurn er lítil og hætta er á verðhjöðnun eru engin vandamál samfara gengislækkun til að stuðla að samkeppni. Gagnrýnendur halda því fram að ekki geti öll ríki fellt gengið og þess vegna yrðu nettó áhrif á efnahagsstarfsemi heimsins engin. Þetta er hins vegar langt frá því að vera rétt. Gengislækkun snýst ekki fyrst og fremst um samkeppnishæfni heldur um áhrifin á peningamarkaðsskilyrði. Ef ríki keppast við að lækka gengið keppast þau þannig í rauninni um að auka peningaframboð og auka hraða peningaflæðis. Þetta er augljóslega mjög jákvætt ef til staðar eru almenn hnattræn vandamál vegna daufrar heildareftirspurnar. Fyrir alla muni, komið því með gjaldmiðlastríðið!Að senda röng skilaboð til markaðannaMeð því að samþykkja að nota ekki gengið sem leið til að losa um peningamarkaðsskilyrðin eru tvö mikilvægustu „peningastórveldi“ heimsins, Bandaríkin og Kína, í raun að senda þau skilaboð til heimsins að þau hafi ekki fyllilega skuldbundið sig til að berjast gegn verðhjöðnunarþrýstingi. Það eru vissulega slæmar fréttir – sérstaklega þar sem einkum Seðlabanki Bandaríkjanna virðist ráðvilltur varðandi peningamálastefnuna í núverandi umhverfi með stýrivexti í raun nálægt núllinu. Í stað þess að samþykkja ígildi þess að festa gengi sitt ættu stærstu peningaveldin að samþykkja að leyfa seðlabönkum um allan heim að ákveða peningamálastefnu sína sjálfstætt vegna sinna eigin hagkerfa með kerfi fljótandi gengis. Ef seðlabankar og ríkisstjórnir vilja samræma peningamálastefnuna núna gætu þau að minnsta kosti samræmt stefnuna til að berjast gegn mestu hættunni – verðhjöðnun. Því miður virðast stjórnvöld í staðinn hafa samþykkt að fleygja frá sér mikilvægu tæki til að berjast gegn verðhjöðnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Það er brostinn á friður – að minnsta kosti á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum. Fyrir nokkrum árum voru allir að tala um „gjaldmiðlastríð“ – það er að segja að ríki hafi keppst við að veikja gjaldmiðil sinn til að ná samkeppnisforskoti á önnur ríki. Nú lítur hins vegar út fyrir að ríki „gjaldmiðlafriður“ því stærstu peningastórveldi heimsins koma nú fram og mæla gegn því sem þau kalla „gengisfölsun“. Fyrir um tveimur mánuðum steig bankastjóri Seðlabanka Evrópu, Mario Draghi, fram og varaði við „gjaldmiðlastríði“ og um helgina, í tengslum við G20-fundinn í Kína gerðu tvö stærstu hagkerfi heimsins, Kína og Bandaríkin, samkomulag um að „forðast gengislækkun til að stuðla að samkeppni og að ráðast ekki á gengi í samkeppnistilgangi“.Í verðhjöðnunarheimi þurfum við gjaldmiðlastríðÞað er auðvelt að láta sannfærast af yfirborðslegum röksemdum gegn „gjaldmiðlastríði“ en staðreyndin er sú að í aðstæðum þar sem flestir seðlabankar heimsins eru langt undir verðbólgumarkmiðum sínum, og það er áfram mikil hætta á verðhjöðnun, ætti ekki að gefa „gengisleiðina“ til að berjast gegn verðhjöðnun upp á bátinn. Þetta á sérstaklega við þegar stýrivextir eru fastir nálægt núllinu í stærstu hagkerfum heimsins, þegar Kína er undanskilið. En hugtakið „gjaldmiðlastríð“ er mjög villandi. Í heimi þar sem heildareftirspurn er lítil og hætta er á verðhjöðnun eru engin vandamál samfara gengislækkun til að stuðla að samkeppni. Gagnrýnendur halda því fram að ekki geti öll ríki fellt gengið og þess vegna yrðu nettó áhrif á efnahagsstarfsemi heimsins engin. Þetta er hins vegar langt frá því að vera rétt. Gengislækkun snýst ekki fyrst og fremst um samkeppnishæfni heldur um áhrifin á peningamarkaðsskilyrði. Ef ríki keppast við að lækka gengið keppast þau þannig í rauninni um að auka peningaframboð og auka hraða peningaflæðis. Þetta er augljóslega mjög jákvætt ef til staðar eru almenn hnattræn vandamál vegna daufrar heildareftirspurnar. Fyrir alla muni, komið því með gjaldmiðlastríðið!Að senda röng skilaboð til markaðannaMeð því að samþykkja að nota ekki gengið sem leið til að losa um peningamarkaðsskilyrðin eru tvö mikilvægustu „peningastórveldi“ heimsins, Bandaríkin og Kína, í raun að senda þau skilaboð til heimsins að þau hafi ekki fyllilega skuldbundið sig til að berjast gegn verðhjöðnunarþrýstingi. Það eru vissulega slæmar fréttir – sérstaklega þar sem einkum Seðlabanki Bandaríkjanna virðist ráðvilltur varðandi peningamálastefnuna í núverandi umhverfi með stýrivexti í raun nálægt núllinu. Í stað þess að samþykkja ígildi þess að festa gengi sitt ættu stærstu peningaveldin að samþykkja að leyfa seðlabönkum um allan heim að ákveða peningamálastefnu sína sjálfstætt vegna sinna eigin hagkerfa með kerfi fljótandi gengis. Ef seðlabankar og ríkisstjórnir vilja samræma peningamálastefnuna núna gætu þau að minnsta kosti samræmt stefnuna til að berjast gegn mestu hættunni – verðhjöðnun. Því miður virðast stjórnvöld í staðinn hafa samþykkt að fleygja frá sér mikilvægu tæki til að berjast gegn verðhjöðnun.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun