Kvörtunum til Umboðsmanns Alþingis fækkar umtalsvert Heimir Már Pétursson skrifar 6. september 2016 19:20 Kvörtunum til Umboðsmanns Alþingis fækkaði í fyrra miðað við árið þar á undan. Embættið tók ekki upp nein mál að eigin frumkvæði á síðasta ári en fær aukna fjárveitingu til að sinna slíkum málum á næsta ári. Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis kom á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins í dag og kynnti ársskýrslu sína fyrir árið í fyrra. Eitt af því sem lesa má úr skýrslunni er að almenningur leitaði í vaxandi mæli til umboðsmanns eftir hrun efnahagslífsins. Enda er umboðsmaður fyrst og fremst trúnaðarmaður almennings gagnvart framkvæmdavaldinu. 439 mál voru skráð hjá Umboðsmanni Alþingis á síðasta ári en kvörtunum fækkaði um 11 prósent frá árinu á undan og náði embættið þriðja árið í röð að afgreiða fleiri mál en bárust því og vinna þannig upp eldri mál. Þótt embættið hafi ekki tekið upp ný mál í fyrra að eigin frumkvæði lauk frumkvæðismálum frá árinu þar á undan. „Það er auðvitað alltaf þannig að það eru einstök mál sem verða örðum fremur umtalsefni í samfélaginu. Við fjölluðum í byrjun árs 2015 um samskipti innanríkisráðherra og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Það mál var mjög umtalað í fjölmiðlum. Síðan var mál sem laut að málefnum Fiskistofu,“ segir Tryggvi.Kvörtunum fjölgaði mikið eftir hrun Megin tími embættis umboðsmanns fer hins vegar í að sinna erindum frá almenningi vegna samskipta fólks við stjórnsýsluna og framkvæmdavaldið í heild sinni. Og það er greinilegt að almenningur leitaði meira til umboðsmanns eftir hrun efnahagslífsins eins og sést á fjölda þeirra erinda sem voru felld niður eftir að leiðréttingar eða skýringar höfðu fengist frá stjórnvöldum. En þau fóru úr 83 árið 2007 í 184 þegar mest var árið 2012. „Þegar þessi mál komu til okkar var mjög áberandi álagið sem var í stjórnsýslunni á þeim tíma. Það var kannski reynt að afgreiða mál með hraði. Ekki gætt nægjanlega að því að útskýra fyrr borgurunum hvers vegna niðurstaðan hafi orðið þessi og í mörgum tilvikum tókst okkur með samskiptum og samráði við stjórnvöld að fá fram þessar skýringar og koma þeim í réttan farveg. Núna hefur orðið breyting á þessu. Það er í færri tilvikum sem þetta á við sem bendir þá til þess að álagið sé að minnka líka,“ segir Tryggvi. Umboðsmaður hefur í gegnum tíðina af eigin frumkvæði hafið rannsókn mála til að mynda á embættisfærslum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í embætti innanríkisráðherra en engin ný frumkvæðismál voru á síðasta ári.Er embættinu sniðinn of þröngur stakkur í þeim efnum? „Það er ljóst að í kjölfar þessarar holskeflu sem við fengum í fjölgun kvartana að við þurftum að gera ráðstafanir. Embættið er ekki stórt og við fengum ekki auknar fjárveitingar til að ráða fleiri starfsmenn. Þar af leiðandi ákvað ég að leggja áherslu á að afgreiða kvartanirnar og það hefur tekist bærilega. Nú er hins vegar að skapast lag og ég vona að við getum í auknum mæli sinnt þessum frumkvæðismálum,“ segir umboðsmaður. Tólf manns vinna hjá embætti umboðsmanns Alþingis sem fær 18 milljónir til frumkvæðismála á næsta ári. „Þetta eftirlit umboðsmanns er stór liður í aðhaldi þingsins með framkvæmdavaldinu. Því þær niðurstöður sem umboðsmaður kemst að eru afhentar þinginu og það er þá þingsins að taka afstöðu,“ segir Tryggvi Gunnarsson. Alþingi Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Kvörtunum til Umboðsmanns Alþingis fækkaði í fyrra miðað við árið þar á undan. Embættið tók ekki upp nein mál að eigin frumkvæði á síðasta ári en fær aukna fjárveitingu til að sinna slíkum málum á næsta ári. Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis kom á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins í dag og kynnti ársskýrslu sína fyrir árið í fyrra. Eitt af því sem lesa má úr skýrslunni er að almenningur leitaði í vaxandi mæli til umboðsmanns eftir hrun efnahagslífsins. Enda er umboðsmaður fyrst og fremst trúnaðarmaður almennings gagnvart framkvæmdavaldinu. 439 mál voru skráð hjá Umboðsmanni Alþingis á síðasta ári en kvörtunum fækkaði um 11 prósent frá árinu á undan og náði embættið þriðja árið í röð að afgreiða fleiri mál en bárust því og vinna þannig upp eldri mál. Þótt embættið hafi ekki tekið upp ný mál í fyrra að eigin frumkvæði lauk frumkvæðismálum frá árinu þar á undan. „Það er auðvitað alltaf þannig að það eru einstök mál sem verða örðum fremur umtalsefni í samfélaginu. Við fjölluðum í byrjun árs 2015 um samskipti innanríkisráðherra og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Það mál var mjög umtalað í fjölmiðlum. Síðan var mál sem laut að málefnum Fiskistofu,“ segir Tryggvi.Kvörtunum fjölgaði mikið eftir hrun Megin tími embættis umboðsmanns fer hins vegar í að sinna erindum frá almenningi vegna samskipta fólks við stjórnsýsluna og framkvæmdavaldið í heild sinni. Og það er greinilegt að almenningur leitaði meira til umboðsmanns eftir hrun efnahagslífsins eins og sést á fjölda þeirra erinda sem voru felld niður eftir að leiðréttingar eða skýringar höfðu fengist frá stjórnvöldum. En þau fóru úr 83 árið 2007 í 184 þegar mest var árið 2012. „Þegar þessi mál komu til okkar var mjög áberandi álagið sem var í stjórnsýslunni á þeim tíma. Það var kannski reynt að afgreiða mál með hraði. Ekki gætt nægjanlega að því að útskýra fyrr borgurunum hvers vegna niðurstaðan hafi orðið þessi og í mörgum tilvikum tókst okkur með samskiptum og samráði við stjórnvöld að fá fram þessar skýringar og koma þeim í réttan farveg. Núna hefur orðið breyting á þessu. Það er í færri tilvikum sem þetta á við sem bendir þá til þess að álagið sé að minnka líka,“ segir Tryggvi. Umboðsmaður hefur í gegnum tíðina af eigin frumkvæði hafið rannsókn mála til að mynda á embættisfærslum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í embætti innanríkisráðherra en engin ný frumkvæðismál voru á síðasta ári.Er embættinu sniðinn of þröngur stakkur í þeim efnum? „Það er ljóst að í kjölfar þessarar holskeflu sem við fengum í fjölgun kvartana að við þurftum að gera ráðstafanir. Embættið er ekki stórt og við fengum ekki auknar fjárveitingar til að ráða fleiri starfsmenn. Þar af leiðandi ákvað ég að leggja áherslu á að afgreiða kvartanirnar og það hefur tekist bærilega. Nú er hins vegar að skapast lag og ég vona að við getum í auknum mæli sinnt þessum frumkvæðismálum,“ segir umboðsmaður. Tólf manns vinna hjá embætti umboðsmanns Alþingis sem fær 18 milljónir til frumkvæðismála á næsta ári. „Þetta eftirlit umboðsmanns er stór liður í aðhaldi þingsins með framkvæmdavaldinu. Því þær niðurstöður sem umboðsmaður kemst að eru afhentar þinginu og það er þá þingsins að taka afstöðu,“ segir Tryggvi Gunnarsson.
Alþingi Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira