Kvörtunum til Umboðsmanns Alþingis fækkar umtalsvert Heimir Már Pétursson skrifar 6. september 2016 19:20 Kvörtunum til Umboðsmanns Alþingis fækkaði í fyrra miðað við árið þar á undan. Embættið tók ekki upp nein mál að eigin frumkvæði á síðasta ári en fær aukna fjárveitingu til að sinna slíkum málum á næsta ári. Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis kom á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins í dag og kynnti ársskýrslu sína fyrir árið í fyrra. Eitt af því sem lesa má úr skýrslunni er að almenningur leitaði í vaxandi mæli til umboðsmanns eftir hrun efnahagslífsins. Enda er umboðsmaður fyrst og fremst trúnaðarmaður almennings gagnvart framkvæmdavaldinu. 439 mál voru skráð hjá Umboðsmanni Alþingis á síðasta ári en kvörtunum fækkaði um 11 prósent frá árinu á undan og náði embættið þriðja árið í röð að afgreiða fleiri mál en bárust því og vinna þannig upp eldri mál. Þótt embættið hafi ekki tekið upp ný mál í fyrra að eigin frumkvæði lauk frumkvæðismálum frá árinu þar á undan. „Það er auðvitað alltaf þannig að það eru einstök mál sem verða örðum fremur umtalsefni í samfélaginu. Við fjölluðum í byrjun árs 2015 um samskipti innanríkisráðherra og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Það mál var mjög umtalað í fjölmiðlum. Síðan var mál sem laut að málefnum Fiskistofu,“ segir Tryggvi.Kvörtunum fjölgaði mikið eftir hrun Megin tími embættis umboðsmanns fer hins vegar í að sinna erindum frá almenningi vegna samskipta fólks við stjórnsýsluna og framkvæmdavaldið í heild sinni. Og það er greinilegt að almenningur leitaði meira til umboðsmanns eftir hrun efnahagslífsins eins og sést á fjölda þeirra erinda sem voru felld niður eftir að leiðréttingar eða skýringar höfðu fengist frá stjórnvöldum. En þau fóru úr 83 árið 2007 í 184 þegar mest var árið 2012. „Þegar þessi mál komu til okkar var mjög áberandi álagið sem var í stjórnsýslunni á þeim tíma. Það var kannski reynt að afgreiða mál með hraði. Ekki gætt nægjanlega að því að útskýra fyrr borgurunum hvers vegna niðurstaðan hafi orðið þessi og í mörgum tilvikum tókst okkur með samskiptum og samráði við stjórnvöld að fá fram þessar skýringar og koma þeim í réttan farveg. Núna hefur orðið breyting á þessu. Það er í færri tilvikum sem þetta á við sem bendir þá til þess að álagið sé að minnka líka,“ segir Tryggvi. Umboðsmaður hefur í gegnum tíðina af eigin frumkvæði hafið rannsókn mála til að mynda á embættisfærslum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í embætti innanríkisráðherra en engin ný frumkvæðismál voru á síðasta ári.Er embættinu sniðinn of þröngur stakkur í þeim efnum? „Það er ljóst að í kjölfar þessarar holskeflu sem við fengum í fjölgun kvartana að við þurftum að gera ráðstafanir. Embættið er ekki stórt og við fengum ekki auknar fjárveitingar til að ráða fleiri starfsmenn. Þar af leiðandi ákvað ég að leggja áherslu á að afgreiða kvartanirnar og það hefur tekist bærilega. Nú er hins vegar að skapast lag og ég vona að við getum í auknum mæli sinnt þessum frumkvæðismálum,“ segir umboðsmaður. Tólf manns vinna hjá embætti umboðsmanns Alþingis sem fær 18 milljónir til frumkvæðismála á næsta ári. „Þetta eftirlit umboðsmanns er stór liður í aðhaldi þingsins með framkvæmdavaldinu. Því þær niðurstöður sem umboðsmaður kemst að eru afhentar þinginu og það er þá þingsins að taka afstöðu,“ segir Tryggvi Gunnarsson. Alþingi Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Kvörtunum til Umboðsmanns Alþingis fækkaði í fyrra miðað við árið þar á undan. Embættið tók ekki upp nein mál að eigin frumkvæði á síðasta ári en fær aukna fjárveitingu til að sinna slíkum málum á næsta ári. Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis kom á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins í dag og kynnti ársskýrslu sína fyrir árið í fyrra. Eitt af því sem lesa má úr skýrslunni er að almenningur leitaði í vaxandi mæli til umboðsmanns eftir hrun efnahagslífsins. Enda er umboðsmaður fyrst og fremst trúnaðarmaður almennings gagnvart framkvæmdavaldinu. 439 mál voru skráð hjá Umboðsmanni Alþingis á síðasta ári en kvörtunum fækkaði um 11 prósent frá árinu á undan og náði embættið þriðja árið í röð að afgreiða fleiri mál en bárust því og vinna þannig upp eldri mál. Þótt embættið hafi ekki tekið upp ný mál í fyrra að eigin frumkvæði lauk frumkvæðismálum frá árinu þar á undan. „Það er auðvitað alltaf þannig að það eru einstök mál sem verða örðum fremur umtalsefni í samfélaginu. Við fjölluðum í byrjun árs 2015 um samskipti innanríkisráðherra og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Það mál var mjög umtalað í fjölmiðlum. Síðan var mál sem laut að málefnum Fiskistofu,“ segir Tryggvi.Kvörtunum fjölgaði mikið eftir hrun Megin tími embættis umboðsmanns fer hins vegar í að sinna erindum frá almenningi vegna samskipta fólks við stjórnsýsluna og framkvæmdavaldið í heild sinni. Og það er greinilegt að almenningur leitaði meira til umboðsmanns eftir hrun efnahagslífsins eins og sést á fjölda þeirra erinda sem voru felld niður eftir að leiðréttingar eða skýringar höfðu fengist frá stjórnvöldum. En þau fóru úr 83 árið 2007 í 184 þegar mest var árið 2012. „Þegar þessi mál komu til okkar var mjög áberandi álagið sem var í stjórnsýslunni á þeim tíma. Það var kannski reynt að afgreiða mál með hraði. Ekki gætt nægjanlega að því að útskýra fyrr borgurunum hvers vegna niðurstaðan hafi orðið þessi og í mörgum tilvikum tókst okkur með samskiptum og samráði við stjórnvöld að fá fram þessar skýringar og koma þeim í réttan farveg. Núna hefur orðið breyting á þessu. Það er í færri tilvikum sem þetta á við sem bendir þá til þess að álagið sé að minnka líka,“ segir Tryggvi. Umboðsmaður hefur í gegnum tíðina af eigin frumkvæði hafið rannsókn mála til að mynda á embættisfærslum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í embætti innanríkisráðherra en engin ný frumkvæðismál voru á síðasta ári.Er embættinu sniðinn of þröngur stakkur í þeim efnum? „Það er ljóst að í kjölfar þessarar holskeflu sem við fengum í fjölgun kvartana að við þurftum að gera ráðstafanir. Embættið er ekki stórt og við fengum ekki auknar fjárveitingar til að ráða fleiri starfsmenn. Þar af leiðandi ákvað ég að leggja áherslu á að afgreiða kvartanirnar og það hefur tekist bærilega. Nú er hins vegar að skapast lag og ég vona að við getum í auknum mæli sinnt þessum frumkvæðismálum,“ segir umboðsmaður. Tólf manns vinna hjá embætti umboðsmanns Alþingis sem fær 18 milljónir til frumkvæðismála á næsta ári. „Þetta eftirlit umboðsmanns er stór liður í aðhaldi þingsins með framkvæmdavaldinu. Því þær niðurstöður sem umboðsmaður kemst að eru afhentar þinginu og það er þá þingsins að taka afstöðu,“ segir Tryggvi Gunnarsson.
Alþingi Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira