Leikmenn knattspyrnuliðs El Salvador hafa greint frá því að reynt var að múta þeim fyrir leik sinn í nótt gegn Kanada.
Liðið hélt blaðamannafund þar sem þeir spiluðu upptöku með manninum sem reyndi að kaupa þá fyrir leikinn. Sá vildi að þeir töpuðu leiknum.
El Salvador á ekki lengur möguleika á því að komast á HM en Kanada er enn í möguleika.
Kanada þarf þá að vinna leikinn og treysta á sigur Mexíkó gegn Hondúras til að eiga enn möguleika á því að komast áfram. Leikurinn fer fram klukkan tvö í nótt.
Þetta mál mun örugglega halda áfram að vinda upp á sig og við greinum nánar frá því er meira kemur í ljós.
Neituðu að taka við mútum
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn


Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn





