Umfjöllun: Úkraína - Ísland 1-1 | Stig í Kænugarði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. september 2016 21:00 Alfreð fagnar marki sínu í kvöld. Vísir/EPA Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018. Leikurinn fór fram við undarlegar aðstæður en leikið var á tómum Ólympíuleikvanginum í Kænugarði. Íslenska liðið fékk draumabyrjun þegar Alfreð Finnbogason skoraði strax á 5. mínútu en Andriy Yarmolenko jafnaði metin fjórum mínútum fyrir hálfleik. Úkraínumenn fengu kjörið tækifæri til að tryggja sér sigurinn sjö mínútum fyrir leikslok þegar Arnór Ingvi Traustason braut á Bohdan Butko innan vítateigs. Yevhen Konoplyanka fór á punktinn en Íslendingum til happs skaut hann í stöng.Ávallt hættulegir Íslenska liðið spilaði mun betur í fyrri hálfleik en þeim seinni þar sem Úkraínumenn höfðu yfirhöndina án þess þó að ógna marki Íslands að ráði. Íslensku strákarnir byrjuðu leikinn af krafti. Úkraína var meira með boltann en íslenska liðið var ávallt hættulegt þegar það sótti. Á 5. mínútu stakk Birkir Bjarnason boltanum inn á Alfreð, Andriy Pyatov varði skot hans en boltinn hrökk af Oleksandr Kucher og aftur til Alfreðs sem skoraði úr erfiðri stöðu. Sex mínútum síðar var Alfreð aftur á ferðinni þegar hann steig Kucher út, fann Jón Daða Böðvarsson sem átti skot sem Pyatov varði. Frákastið hafnaði hjá Jóni Daða sem náði ekki að stilla sig af og setti boltann yfir fyrir opnu marki. Mark þarna hefði farið langt með að klára leikinn. Úkraínumenn voru á köflum óöryggir og töpuðu boltanum nokkrum sinnum illa á miðjunni. Íslendingar náðu þó ekki að gera sér mat úr því.Yarmolenko og Rakitskyi Aðalógn heimamanna í fyrri hálfleik var tvíþætt. Annars vegar var það Yarmolenko sem var síógnandi á hægri kantinum og lét Ara Frey Skúlason hafa verulega fyrir hlutunum. Hins vegar var það miðvörðurinn Yaroslav Rakitskyi sem ógnaði með langskotum. Hannes varði þrumuskot hans beint úr aukaspyrnu á 23. mínútu með herkjum en honum tókst ekki jafn vel upp þegar Rakitskyi lét vaða á 41. mínútu. Hannes sló boltann beint út í teiginn á Yarmolenko sem lagði hann fyrir sig og skoraði svo með góðu skoti. Íslendingar voru einum færri á þessum tímapunkti eftir að Ari Freyr fór meiddur af velli. Hörður Björgvin Magnússon kom inn á fyrir hann en ekki fyrr en eftir markið.Úkraínumenn með yfirhöndina Seinni hálfleikurinn var ekki jafn vel spilaður af Íslands hálfu og sá fyrri. Íslenska liðinu gekk bölvanlega að halda boltanum og leikurinn minnti um margt á leikinn við Ungverjaland á EM í sumar þar sem Íslendingar gáfu boltann alltof auðveldlega frá sér en vörðust aftur á móti mjög vel. Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson áttu allir skínandi leik í vörninni og björguðu í þau fáu skipti sem heimamenn gerðu sig líklega upp mark Íslands. Úkraínumenn spiluðu ekki með hreinræktaðan framherja og ógnin inni í vítateig var því lítil. Þrátt fyrir bitleysið þrýsti Úkraína íslenska liðinu alltaf aftar og aftar og það bauð hættunni heim. Úkraínumenn fengu fá tækifæri en samt sem áður það besta þegar Clément Turpin dæmdi vítaspyrnuna á 83. mínútu. En sem betur fer setti Konoplyanka boltann í stöngina. Íslendingar fengu því stigið sem þeir hefðu væntanlega sætt sig við fyrir leikinn. Frammistaðan í kvöld var misjöfn en stigið vel ásættanlegt. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Sjá meira
Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018. Leikurinn fór fram við undarlegar aðstæður en leikið var á tómum Ólympíuleikvanginum í Kænugarði. Íslenska liðið fékk draumabyrjun þegar Alfreð Finnbogason skoraði strax á 5. mínútu en Andriy Yarmolenko jafnaði metin fjórum mínútum fyrir hálfleik. Úkraínumenn fengu kjörið tækifæri til að tryggja sér sigurinn sjö mínútum fyrir leikslok þegar Arnór Ingvi Traustason braut á Bohdan Butko innan vítateigs. Yevhen Konoplyanka fór á punktinn en Íslendingum til happs skaut hann í stöng.Ávallt hættulegir Íslenska liðið spilaði mun betur í fyrri hálfleik en þeim seinni þar sem Úkraínumenn höfðu yfirhöndina án þess þó að ógna marki Íslands að ráði. Íslensku strákarnir byrjuðu leikinn af krafti. Úkraína var meira með boltann en íslenska liðið var ávallt hættulegt þegar það sótti. Á 5. mínútu stakk Birkir Bjarnason boltanum inn á Alfreð, Andriy Pyatov varði skot hans en boltinn hrökk af Oleksandr Kucher og aftur til Alfreðs sem skoraði úr erfiðri stöðu. Sex mínútum síðar var Alfreð aftur á ferðinni þegar hann steig Kucher út, fann Jón Daða Böðvarsson sem átti skot sem Pyatov varði. Frákastið hafnaði hjá Jóni Daða sem náði ekki að stilla sig af og setti boltann yfir fyrir opnu marki. Mark þarna hefði farið langt með að klára leikinn. Úkraínumenn voru á köflum óöryggir og töpuðu boltanum nokkrum sinnum illa á miðjunni. Íslendingar náðu þó ekki að gera sér mat úr því.Yarmolenko og Rakitskyi Aðalógn heimamanna í fyrri hálfleik var tvíþætt. Annars vegar var það Yarmolenko sem var síógnandi á hægri kantinum og lét Ara Frey Skúlason hafa verulega fyrir hlutunum. Hins vegar var það miðvörðurinn Yaroslav Rakitskyi sem ógnaði með langskotum. Hannes varði þrumuskot hans beint úr aukaspyrnu á 23. mínútu með herkjum en honum tókst ekki jafn vel upp þegar Rakitskyi lét vaða á 41. mínútu. Hannes sló boltann beint út í teiginn á Yarmolenko sem lagði hann fyrir sig og skoraði svo með góðu skoti. Íslendingar voru einum færri á þessum tímapunkti eftir að Ari Freyr fór meiddur af velli. Hörður Björgvin Magnússon kom inn á fyrir hann en ekki fyrr en eftir markið.Úkraínumenn með yfirhöndina Seinni hálfleikurinn var ekki jafn vel spilaður af Íslands hálfu og sá fyrri. Íslenska liðinu gekk bölvanlega að halda boltanum og leikurinn minnti um margt á leikinn við Ungverjaland á EM í sumar þar sem Íslendingar gáfu boltann alltof auðveldlega frá sér en vörðust aftur á móti mjög vel. Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson áttu allir skínandi leik í vörninni og björguðu í þau fáu skipti sem heimamenn gerðu sig líklega upp mark Íslands. Úkraínumenn spiluðu ekki með hreinræktaðan framherja og ógnin inni í vítateig var því lítil. Þrátt fyrir bitleysið þrýsti Úkraína íslenska liðinu alltaf aftar og aftar og það bauð hættunni heim. Úkraínumenn fengu fá tækifæri en samt sem áður það besta þegar Clément Turpin dæmdi vítaspyrnuna á 83. mínútu. En sem betur fer setti Konoplyanka boltann í stöngina. Íslendingar fengu því stigið sem þeir hefðu væntanlega sætt sig við fyrir leikinn. Frammistaðan í kvöld var misjöfn en stigið vel ásættanlegt.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti