Jóhann Berg: Skrítið að spila án áhorfenda Arnar Björnsson í Kænugarði skrifar 5. september 2016 10:45 Jóhann Berg Guðmundsson spilar sinn 53. landsleik í kvöld er Ísland mætir Úkraínu. „Það er alltaf gaman að hitta strákana, við erum orðnir svo miklir vinir að maður bíður spenntur eftir því að hitta þá. Það er alltaf gaman hjá okkur og maður kvartar ekki,“ segir Jóhann léttur en hvernig verður það fyrir ykkur að spila á þessum stóra velli án áhorfenda? „Það verður skrítið og maður veit ekki hvort það hjálpar okkur en þetta verður væntanlega jafn leikur. Fyrstu mínúturnar verða kannski svolítið skrítnar af því að það verða engir áhorfendur á vellinum. Maður þarf að passa sig að gíra sig almennilega upp í þennan leik. Það gerist allt inni í klefa fyrir leik, við fáum ekkert pepp frá áhorfendum.“ Íslendingar eru í 23. sæti á FIFA-listanum en Úkraínumenn í 30. sæti. Er nokkurt vanmat í gangi? „Þeir eru með frábært lið og með góða leikmenn, við getum ekkert farið í þennan leik og haldið að af því að við fórum lengri á EM að við getum unnið þennan leik. Fótboltinn virkar bara ekki þannig, því miður. Við þurfum allir að mæta 100 prósent í þennan leik til að ná í góð úrslit. Við höfum ekki efni á því að vanmeta einhver lið þrátt fyrir að við höfum gert góða hluti á EM í sumar.“ Jóhann Berg skipti í sumar yfir í Burnley sem spilar í ensku úrvalsdeildinni og er ánægður með vistaskiptin. „Ég hef ekki byrjað inná í leikjum á leiktíðinni en það fer að koma að því. Ég hef fengið að spila þó nokkuð en það eru bara þrír leikir búnir og margir eftir og ég er sallarólegur.“ Þrátt fyrir að Jóhann hafi staðið sig vel með Charlton á síðustu leiktíð þá gékk liðinu illa. „Það er auðvitað miklu skemmtilegra að vera í úrvalsdeildinni. Þetta er stærsta deild í heimi og þar viltu spila.“ Jóhann Berg segir að fyrsta markmið Burnley sé að halda sætinu í deildinni. Liðið var í deildinni fyrir tveimur leiktíðum og var nálægt því að halda sér uppi. Telurðu það raunhæft að Burnley haldi sér í úrvalsdeildinni? „Já, að sjálfsögðu held ég það,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Fleiri fréttir Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson spilar sinn 53. landsleik í kvöld er Ísland mætir Úkraínu. „Það er alltaf gaman að hitta strákana, við erum orðnir svo miklir vinir að maður bíður spenntur eftir því að hitta þá. Það er alltaf gaman hjá okkur og maður kvartar ekki,“ segir Jóhann léttur en hvernig verður það fyrir ykkur að spila á þessum stóra velli án áhorfenda? „Það verður skrítið og maður veit ekki hvort það hjálpar okkur en þetta verður væntanlega jafn leikur. Fyrstu mínúturnar verða kannski svolítið skrítnar af því að það verða engir áhorfendur á vellinum. Maður þarf að passa sig að gíra sig almennilega upp í þennan leik. Það gerist allt inni í klefa fyrir leik, við fáum ekkert pepp frá áhorfendum.“ Íslendingar eru í 23. sæti á FIFA-listanum en Úkraínumenn í 30. sæti. Er nokkurt vanmat í gangi? „Þeir eru með frábært lið og með góða leikmenn, við getum ekkert farið í þennan leik og haldið að af því að við fórum lengri á EM að við getum unnið þennan leik. Fótboltinn virkar bara ekki þannig, því miður. Við þurfum allir að mæta 100 prósent í þennan leik til að ná í góð úrslit. Við höfum ekki efni á því að vanmeta einhver lið þrátt fyrir að við höfum gert góða hluti á EM í sumar.“ Jóhann Berg skipti í sumar yfir í Burnley sem spilar í ensku úrvalsdeildinni og er ánægður með vistaskiptin. „Ég hef ekki byrjað inná í leikjum á leiktíðinni en það fer að koma að því. Ég hef fengið að spila þó nokkuð en það eru bara þrír leikir búnir og margir eftir og ég er sallarólegur.“ Þrátt fyrir að Jóhann hafi staðið sig vel með Charlton á síðustu leiktíð þá gékk liðinu illa. „Það er auðvitað miklu skemmtilegra að vera í úrvalsdeildinni. Þetta er stærsta deild í heimi og þar viltu spila.“ Jóhann Berg segir að fyrsta markmið Burnley sé að halda sætinu í deildinni. Liðið var í deildinni fyrir tveimur leiktíðum og var nálægt því að halda sér uppi. Telurðu það raunhæft að Burnley haldi sér í úrvalsdeildinni? „Já, að sjálfsögðu held ég það,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Fleiri fréttir Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Sjá meira