Getur Kórinn í Kópavogi tekið á móti öllum tónleikagestum Justin Bieber? Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. september 2016 18:45 Tveir stærstu tónleikar Íslandssögunnar verða haldnir í komandi viku þegar Justin Bieber stígur á svið í Kórnum í Kópavogi. Áætlað er að 17.000 manns kom til með að sækja hvora tónleika en áhyggjur hafa vaknað um hvort íþróttahúsið þoli allan þann fjölda sem sem verður í húsinu. Fyrir allar byggingar á Íslandi er gerð brunahönnun sem tekur meðal annars til þess hvernig rýma á hús í neyð. Það á að sjálfsögðu einnig við Kórinn í Kópavogi. Um 16.000 manns sóttu tónleika Justin Timberlake í sama húsi fyrir tveimur árum og þegar farið var að skoða umgjörðina og skipulagið eftir þá tónleikana vöknuðu áhyggjur manna um að húsið og nærumhverfi þess annaði ekki þeim fólksfjölda sem á svæðinu var ef til neyðarrýmingar kæmi. Þessu er brunaverkfræðingur sem koma að brunahönnun hússins á sínum tíma ósammála. „Kórinn er brunahannaður fyrir allt að 19.000 manns á sínum tíma þegar hann var byggður árið 2006 og svoleiðis hönnun gerir ráð fyrir svona stórum tónleikum,“ segir Anna Málfríður Jónsdóttir, brunaverkfræðingur. Þegar tónleikarnir voru haldnir árið 2014 þurfi meðal annars að loka nokkrum neyðarútgöngum þar sem svið, aðstaða starfsmanna og fleira þurfti að komast að. Fjöldi neyðarútganga miðast við þann fjölda sem á að komast í húsið og ef einhverjum þeirra er lokað spyr maður hvort það hafi ekki áhrif á þann fjölda sem í húsinu getur verið. „Það er miðað við að restin af flóttaleiðunum eigi að anna öllum þeim sem eru í húsinu,“ segir Anna. Í gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum eru ljósmyndir sem teknar voru á tónleikunum fyrir tveimur árum og á þeim sést að sumar flóttaleiðir úr húsinu voru ekki fullnægjandi. En útikamrar, gámar og bílar voru staðsettir fyrir framan þá. „Það skiptir mjög miklu máli að alla leiðir séu greiðar alveg frá því að þú ert inni, bara segjum inni við svið eða inni á klósetti og alveg þangað til þú kemur út og þú ert ekki bara komin út fyrir dyrnar heldur alveg á öruggt svæði þar fyrir utan,“ segir Anna. Anna segir að í skipulagi við neyðarrýmingu skipti hegðun fólk miklu máli. „Einn eða tveir byrja að færa sig og hjörðin fylgir og þessi „panic“ hegðun hún er mjög sjaldgæf. Gerist í raun og vera bara ef það verður einhver fyrirstaða,“ segir Anna. Gerð er bráðabirgða brunahönnun fyrir þennan viðburð líkt og gert var fyrir tveimur árum. „Þeir hafa væntanlega byggt að einhverju leiti á brunahönnun hússins í upphafi en það er mjög fært fólk þarna sem ég treysti fyllilega fyrir að koma öllum örugglega út úr þessu húsi,“ segir Anna Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Hita upp fyrir Justin Bieber: „Tilfinningin er bara ólýsanleg“ "Sturla Atlas er stytting á nafninu mínu sem er síðan eiginlega nafnið á hljómsveitinni minni,“ segir Sigurbjartur Sturla Atlason. 1. september 2016 11:30 Fleiri en búa í Kópavogi mæta á tónleika Justin Bieber Uppsetning í Kórnum í fullum gangi - Poppstjarnan væntanleg til landsins 2. september 2016 19:00 Fylgdarlið Bieber komið til landsins og undirbúningur hafinn í Kórnum Tónleikagestir mega búast við miklu sjónarspili en undibúningur fyrir tónleikana tekur heila viku. 1. september 2016 12:45 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Tveir stærstu tónleikar Íslandssögunnar verða haldnir í komandi viku þegar Justin Bieber stígur á svið í Kórnum í Kópavogi. Áætlað er að 17.000 manns kom til með að sækja hvora tónleika en áhyggjur hafa vaknað um hvort íþróttahúsið þoli allan þann fjölda sem sem verður í húsinu. Fyrir allar byggingar á Íslandi er gerð brunahönnun sem tekur meðal annars til þess hvernig rýma á hús í neyð. Það á að sjálfsögðu einnig við Kórinn í Kópavogi. Um 16.000 manns sóttu tónleika Justin Timberlake í sama húsi fyrir tveimur árum og þegar farið var að skoða umgjörðina og skipulagið eftir þá tónleikana vöknuðu áhyggjur manna um að húsið og nærumhverfi þess annaði ekki þeim fólksfjölda sem á svæðinu var ef til neyðarrýmingar kæmi. Þessu er brunaverkfræðingur sem koma að brunahönnun hússins á sínum tíma ósammála. „Kórinn er brunahannaður fyrir allt að 19.000 manns á sínum tíma þegar hann var byggður árið 2006 og svoleiðis hönnun gerir ráð fyrir svona stórum tónleikum,“ segir Anna Málfríður Jónsdóttir, brunaverkfræðingur. Þegar tónleikarnir voru haldnir árið 2014 þurfi meðal annars að loka nokkrum neyðarútgöngum þar sem svið, aðstaða starfsmanna og fleira þurfti að komast að. Fjöldi neyðarútganga miðast við þann fjölda sem á að komast í húsið og ef einhverjum þeirra er lokað spyr maður hvort það hafi ekki áhrif á þann fjölda sem í húsinu getur verið. „Það er miðað við að restin af flóttaleiðunum eigi að anna öllum þeim sem eru í húsinu,“ segir Anna. Í gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum eru ljósmyndir sem teknar voru á tónleikunum fyrir tveimur árum og á þeim sést að sumar flóttaleiðir úr húsinu voru ekki fullnægjandi. En útikamrar, gámar og bílar voru staðsettir fyrir framan þá. „Það skiptir mjög miklu máli að alla leiðir séu greiðar alveg frá því að þú ert inni, bara segjum inni við svið eða inni á klósetti og alveg þangað til þú kemur út og þú ert ekki bara komin út fyrir dyrnar heldur alveg á öruggt svæði þar fyrir utan,“ segir Anna. Anna segir að í skipulagi við neyðarrýmingu skipti hegðun fólk miklu máli. „Einn eða tveir byrja að færa sig og hjörðin fylgir og þessi „panic“ hegðun hún er mjög sjaldgæf. Gerist í raun og vera bara ef það verður einhver fyrirstaða,“ segir Anna. Gerð er bráðabirgða brunahönnun fyrir þennan viðburð líkt og gert var fyrir tveimur árum. „Þeir hafa væntanlega byggt að einhverju leiti á brunahönnun hússins í upphafi en það er mjög fært fólk þarna sem ég treysti fyllilega fyrir að koma öllum örugglega út úr þessu húsi,“ segir Anna
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Hita upp fyrir Justin Bieber: „Tilfinningin er bara ólýsanleg“ "Sturla Atlas er stytting á nafninu mínu sem er síðan eiginlega nafnið á hljómsveitinni minni,“ segir Sigurbjartur Sturla Atlason. 1. september 2016 11:30 Fleiri en búa í Kópavogi mæta á tónleika Justin Bieber Uppsetning í Kórnum í fullum gangi - Poppstjarnan væntanleg til landsins 2. september 2016 19:00 Fylgdarlið Bieber komið til landsins og undirbúningur hafinn í Kórnum Tónleikagestir mega búast við miklu sjónarspili en undibúningur fyrir tónleikana tekur heila viku. 1. september 2016 12:45 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Hita upp fyrir Justin Bieber: „Tilfinningin er bara ólýsanleg“ "Sturla Atlas er stytting á nafninu mínu sem er síðan eiginlega nafnið á hljómsveitinni minni,“ segir Sigurbjartur Sturla Atlason. 1. september 2016 11:30
Fleiri en búa í Kópavogi mæta á tónleika Justin Bieber Uppsetning í Kórnum í fullum gangi - Poppstjarnan væntanleg til landsins 2. september 2016 19:00
Fylgdarlið Bieber komið til landsins og undirbúningur hafinn í Kórnum Tónleikagestir mega búast við miklu sjónarspili en undibúningur fyrir tónleikana tekur heila viku. 1. september 2016 12:45