Ari Freyr er hetja í bænum en um 2.000 manns af 7.000 íbúum hans mættu á hátíðina í gær og voru allir í bolum merktum hátíðinni nú eða bara í íslensku landsliðstreyjunni og að sjálfsögðu númer 23. Einnig voru margir með grímur með andliti Ara Freys.
Ari Freyr hefur notið vinsælda í bænum um nokkur misseri en þær koma til vegna þess að orðið sculason er notað til að lýsa undrun sinni á góðum hlutum eða slæmum. Vinsældirnar hafa aukist jafnt og þétt með árangri íslenska landsliðsins.
Að sjálfsögðu var víkingaklappið tekið á hátíðinni í gær en það var hápunktur kvöldsins. Ítölunum tókst bara nokkuð vel til eins og smá má í myndbandinu hér að ofan.
Pierpaolo Baresi, einn af umsjónarmönnum hátíðarinnar, var í viðtali um viðburðinn í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í gær þar sem hann útskýrði uppruna vinsældanna á skemmtilegan hátt. Viðtalið hefst á 1:35:16 í spilaranum hér að neðan.