„Maturinn þarf að vera lagi, maður tekur enga áhættu“ segir landsliðskokkurinn.
Hinrik Ingi Guðbjargarson var á fullu í eldhúsinu á Premier Palace hótelinu í Kænugarði í gær að fylgjast með matreiðslumönnum hótelsins sem voru að undirbúa máltíð fyrir íslensku landsliðsmennina í fótbolta.
Hann var hundfúll með smjörið sem nota átti í bernaise sósuna og var ekkert að skafa af hlutunum.
„Já þetta er ekki íslenskt smjör það er alveg á ljóst, við getum ekki notað þetta. Við verðum bara að henda í einhvera piparsósu eða gera einhverja góða sósu í staðinn,“ sagði Hinrik.
Hann var á fleygiferð í eldhúsinu til að sjá til þess að allt yrði í lagi þegar strákarnir mættu í matinn. Og hvað skyldi nú vera á matseðlinum?
„Það eru nautalundir í kvöld og svo er boðið uppá þorskhnakka, pasta og allskonar grjón og allt sem góður íþróttamaður þarf á að halda,“ segir hann.
Hinrik segist vera á nálum á meðan hann fylgist með matreiðslunni. „Já, þetta þarf að vera í lagi, maður tekur enga áhættu,“ segir Hinrik Ingi sem segir að strákarnir fái góðan mat.
Allt innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Strákarnir fengu ekki bernaise sósu því ekkert íslenskt smjör var til | Myndband
Tengdar fréttir

Kári: EM er geymt en ekki gleymt
Kári Árnason segir að árangurinn á EM í Frakklandi gefi Ísland ekkert í undankeppni HM 2018.

Frakki dæmir leikinn í Kænugarði
Frakkinn Clément Turpin dæmir leik Úkraínu og Íslands í undankeppni HM 2018 á mánudagskvöldið.

Heimir: Höldum áfram að gera það sem hefur virkað
Heimir Hallgrímsson stýrir sínum fyrsta landsleik án Lars Lagerbäck í Kænugarði annað kvöld.

Aron Einar: Hinir framherjarnir tilbúnir að sanna sig
Ísland verður án markahæsta leikmannsins á morgun en fyrirliðinn trúir á þá sem koma inn fyrir hann.

Engir áhorfendur á næst stærsta velli í Austur-Evrópu
Leikur Úkraínu og Íslands í undankeppni HM 2018 fer fram fyrir luktum dyrum.