Aron Einar: Hinir framherjarnir tilbúnir að sanna sig Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. september 2016 12:06 Aron Einar Gunnarsson leiðir Ísland út á völlinn í Kænugarði á morgun. vísir/getty Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, var léttur og yfirvegaður á blaðamannafundi Íslands í Kænugarði í morgun þar sem strákarnir okkar hefja leik í undankeppni HM 2018 annað kvöld. Fyrsti mótherjinn er Úkraína en leikið verður á tómum Ólympíuvellinum í Kænugarði. Strákarnir spiluðu ekki vináttuleik heldur æfðu saman í Frankfurt áður en haldið var til Úkraínu.Sjá einnig:Heimir: Höldum áfram að gera það sem hefur virkað „Þetta er búið að vera afslappað og æfingarnar góðar og snarpar. Það er verið að koma mönnum í gang aftur eftir langt og strembið sumar. Nú er verið að koma mönnum í gírinn fyrir komandi undankeppni,“ sagði Aron Einar. Ísland verður án aðal markaskorarans, Kolbeins Sigþórssonar, sem er meiddur og getur ekki tekið þátt. Kolbeinn er algjör lykilmaður í uppspili íslenska liðsins og lang markahæstur í núverandi hóp.Aron Einar ræðir við Björn Kupiers á EM.vísir/gettyAllt small á EM „Auðvitað er vont að missa Kolbein úr liðinu. Hann er varafyrirliðinn og góður leikmaður sem stóð sig vel á EM. Svona er þetta bara en maður kemur í manns stað. Hinir framherjarnir okkar hafa unnið hörðum höndum að því að komast í liðið þannig nú fá þeir tækifæri til að berjast fyrir sæti í liðinu,“ sagði Aron Einarþ „Samkeppnin er mikil í liðinu sem er heilbrigt. Ég veit það fyrir víst að hinir framherjarnir eru tilbúnir og klárir að spila vel fyrir liðið.“ Eins og svo margir aðrir blaðamenn vildu þeir úkraínsku vita hvernig í ósköpunum strákarnir okkar náðu þessum rosalega árangri á EM í sumar þar sem Ísland komst í átta liða úrslitin. „Það small eiginlega allt saman þegar við komum til Frakklands,“ sagði Aron Einar og sagði áhugaverða smásögu af einni æfingu rétt fyrir mót. „Við vorum á æfingu fyrir EM þar sem við vorum að æfa varnarleikinn og eftir æfinguna kom einn af reyndustu leikmönnum varnarmönnum liðsins til mín og sagði að hann hefði fundið fyrir því að eitthvað hefði smollið.“ „Svo gekk allt okkur í haginn. Stuðningsmennirnir voru frábærir og leikmennirnir lögðu mikið á sig, meira að segja þeir sem spiluðu ekkert. Það er erfitt að útskýra þetta en þegar allir róa í sömu átt er hægt að gera góða hluti og það er nákvæmlega það sem gerðist,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kári: EM er geymt en ekki gleymt Kári Árnason segir að árangurinn á EM í Frakklandi gefi Ísland ekkert í undankeppni HM 2018. 3. september 2016 19:00 Frakki dæmir leikinn í Kænugarði Frakkinn Clément Turpin dæmir leik Úkraínu og Íslands í undankeppni HM 2018 á mánudagskvöldið. 4. september 2016 06:00 Heimir: Höldum áfram að gera það sem hefur virkað Heimir Hallgrímsson stýrir sínum fyrsta landsleik án Lars Lagerbäck í Kænugarði annað kvöld. 4. september 2016 11:53 Kári: Ronaldo hafði rangt fyrir sér Miðvörður íslenska landsliðsins segir strákana okkar geta spilað mun betur en á EM þar sem liðið sló í gegn. 2. september 2016 10:30 Birkir Már: Frábært að hitta hópinn Birkir Már Sævarsson segir alltaf frábært að hitta félaga sína í íslenska fótboltalandsliðinu. 3. september 2016 21:15 Engir áhorfendur á næst stærsta velli í Austur-Evrópu Leikur Úkraínu og Íslands í undankeppni HM 2018 fer fram fyrir luktum dyrum. 3. september 2016 16:15 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, var léttur og yfirvegaður á blaðamannafundi Íslands í Kænugarði í morgun þar sem strákarnir okkar hefja leik í undankeppni HM 2018 annað kvöld. Fyrsti mótherjinn er Úkraína en leikið verður á tómum Ólympíuvellinum í Kænugarði. Strákarnir spiluðu ekki vináttuleik heldur æfðu saman í Frankfurt áður en haldið var til Úkraínu.Sjá einnig:Heimir: Höldum áfram að gera það sem hefur virkað „Þetta er búið að vera afslappað og æfingarnar góðar og snarpar. Það er verið að koma mönnum í gang aftur eftir langt og strembið sumar. Nú er verið að koma mönnum í gírinn fyrir komandi undankeppni,“ sagði Aron Einar. Ísland verður án aðal markaskorarans, Kolbeins Sigþórssonar, sem er meiddur og getur ekki tekið þátt. Kolbeinn er algjör lykilmaður í uppspili íslenska liðsins og lang markahæstur í núverandi hóp.Aron Einar ræðir við Björn Kupiers á EM.vísir/gettyAllt small á EM „Auðvitað er vont að missa Kolbein úr liðinu. Hann er varafyrirliðinn og góður leikmaður sem stóð sig vel á EM. Svona er þetta bara en maður kemur í manns stað. Hinir framherjarnir okkar hafa unnið hörðum höndum að því að komast í liðið þannig nú fá þeir tækifæri til að berjast fyrir sæti í liðinu,“ sagði Aron Einarþ „Samkeppnin er mikil í liðinu sem er heilbrigt. Ég veit það fyrir víst að hinir framherjarnir eru tilbúnir og klárir að spila vel fyrir liðið.“ Eins og svo margir aðrir blaðamenn vildu þeir úkraínsku vita hvernig í ósköpunum strákarnir okkar náðu þessum rosalega árangri á EM í sumar þar sem Ísland komst í átta liða úrslitin. „Það small eiginlega allt saman þegar við komum til Frakklands,“ sagði Aron Einar og sagði áhugaverða smásögu af einni æfingu rétt fyrir mót. „Við vorum á æfingu fyrir EM þar sem við vorum að æfa varnarleikinn og eftir æfinguna kom einn af reyndustu leikmönnum varnarmönnum liðsins til mín og sagði að hann hefði fundið fyrir því að eitthvað hefði smollið.“ „Svo gekk allt okkur í haginn. Stuðningsmennirnir voru frábærir og leikmennirnir lögðu mikið á sig, meira að segja þeir sem spiluðu ekkert. Það er erfitt að útskýra þetta en þegar allir róa í sömu átt er hægt að gera góða hluti og það er nákvæmlega það sem gerðist,“ sagði Aron Einar Gunnarsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kári: EM er geymt en ekki gleymt Kári Árnason segir að árangurinn á EM í Frakklandi gefi Ísland ekkert í undankeppni HM 2018. 3. september 2016 19:00 Frakki dæmir leikinn í Kænugarði Frakkinn Clément Turpin dæmir leik Úkraínu og Íslands í undankeppni HM 2018 á mánudagskvöldið. 4. september 2016 06:00 Heimir: Höldum áfram að gera það sem hefur virkað Heimir Hallgrímsson stýrir sínum fyrsta landsleik án Lars Lagerbäck í Kænugarði annað kvöld. 4. september 2016 11:53 Kári: Ronaldo hafði rangt fyrir sér Miðvörður íslenska landsliðsins segir strákana okkar geta spilað mun betur en á EM þar sem liðið sló í gegn. 2. september 2016 10:30 Birkir Már: Frábært að hitta hópinn Birkir Már Sævarsson segir alltaf frábært að hitta félaga sína í íslenska fótboltalandsliðinu. 3. september 2016 21:15 Engir áhorfendur á næst stærsta velli í Austur-Evrópu Leikur Úkraínu og Íslands í undankeppni HM 2018 fer fram fyrir luktum dyrum. 3. september 2016 16:15 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira
Kári: EM er geymt en ekki gleymt Kári Árnason segir að árangurinn á EM í Frakklandi gefi Ísland ekkert í undankeppni HM 2018. 3. september 2016 19:00
Frakki dæmir leikinn í Kænugarði Frakkinn Clément Turpin dæmir leik Úkraínu og Íslands í undankeppni HM 2018 á mánudagskvöldið. 4. september 2016 06:00
Heimir: Höldum áfram að gera það sem hefur virkað Heimir Hallgrímsson stýrir sínum fyrsta landsleik án Lars Lagerbäck í Kænugarði annað kvöld. 4. september 2016 11:53
Kári: Ronaldo hafði rangt fyrir sér Miðvörður íslenska landsliðsins segir strákana okkar geta spilað mun betur en á EM þar sem liðið sló í gegn. 2. september 2016 10:30
Birkir Már: Frábært að hitta hópinn Birkir Már Sævarsson segir alltaf frábært að hitta félaga sína í íslenska fótboltalandsliðinu. 3. september 2016 21:15
Engir áhorfendur á næst stærsta velli í Austur-Evrópu Leikur Úkraínu og Íslands í undankeppni HM 2018 fer fram fyrir luktum dyrum. 3. september 2016 16:15