Drykkfelldi skipstjórinn fékk 100 þúsund króna sekt og hélt för sinni áfram Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. september 2016 15:00 Frá vinstri: Sebastian, Bernd og Paul í upphafi ferðar þegar allt stefndi í eftirminnilega siglingu næstu þrjár vikurnar. Hún varð svo sannarlega eftirminnileg en af öðrum ástæðum en þeir reiknuðu með. Mynd/Paul Þýskur skipstjóri sem sérsveit lögreglu þurfti að hafa afskipti af að morgni miðvikudagsins 24. ágúst á Suðureyri varð eitt hundrað þúsund krónum fátækari. Hann þurfti að greiða sekt til lögreglu vegna brota á vopnalögum annars vegar og tilkynningaskildu skipa til vaktstöðvar siglinga hins vegar. Þrjú skotvopn voru um borð í bátnum og voru þau afhent tollgæslunni þar sem maðurinn gat nálgast þau á nýjan leik. Ekki er óeðlilegt að vera með vopn um borð í siglingu í Norður-Íshafi enda hætta af ísbjörnum á svæðinu. Austurríkismaður og þýskir feðgar keyptu sér ævintýrasiglingu með skipstjóranum þýska fyrir rúmar 400 þúsund krónur á mann. Lagt var af stað frá Svalbarða 8. ágúst og tveimur og hálfri viku síðar lagði skútuna að landi á Suðureyri. Þá höfðu farþegarnir fengið sig fullsadda af mikilli drykkju skipstjórans sem hafði valdið þeim miklum áhyggjum á siglingunni. Á tveimur og hálfri viku sáu þeir ekki til annarra skipa, hittu ekki annað fólk og sá sem átti að gæta öryggis þeirra sötraði áfengi vægast sagt ótæpilega. Ekki sást til annarra skipa vikurnar tvær og hálfu sem siglt var áleiðis til Íslands.Mynd/Paul „Við lifðum af ísbirni, storm og nístingskulda,“ sagði Austurríkismaðurinn Paul í samtali við Vísi í vikunni. „Og drykkfelldan, vopnaðan skipstjóra. Eitthvað sem við áttum ekki von á að þurfa hafa áhyggjur af.“ Þegar mennirnir tilkynntu skipstjóranum að þeir ætluðu ekki áfram með skútunni til Reykjavíkur brást skipstjórinn ókvæða við og minnti þá á vopnin sem væru í skútunni. Flýðu þremenningarnir skútuna án þess að geta tekið farangur sinn með. Hringdu þeir á lögreglu sem sendi sérsveitina á staðinn í ljósi þess að maðurinn væri vopnaður. Hann reyndist blindfullur þegar sérsveitin mætti á staðinn um sexleytið að morgni 24. ágúst og handtekinn. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu skipstjórans er um síðustu ferðina að ræða þetta sumarið. Þegar er hægt að bóka sig í ferðir fyrir næsta sumar, meðal annars þá sem Austurríkismaðurinn og þýsku feðgarnir skelltu sér í. Heimasíðan er þess eðlis að ekki er hægt að skrifa ummæli um reynslu sína um borð. Skipstjórinn er ekki sá eini sem þurfti að reiða fram 100 þúsund krónur þessa vikuna. Ferðamenn sem fóru í óleyfi á bíl sínum áleiðis að flugvélinni á Sólheimasandi þurftu að gera slíkt hið sama. Þá innheimtu reyndar landeigendur sjálfir peninginn. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fundu þrjú skotvopn í skútunni við Suðureyri Skipstjóri skútunnar var handtekinn en hann var ölvaður við handtöku. 24. ágúst 2016 22:06 Ævintýrasigling til Íslands varð að martröð "Við lifðum af ísbirni, storm og nístingskulda,“ segir Paul. "Og drykkfelldan, vopnaðan skipstjóra. Eitthvað sem við áttum ekki von á að þurfa hafa áhyggjur af.“ 29. ágúst 2016 07:00 Vopnað lið lögreglu hafði afskipti af mönnum á skútu á Suðureyri Lögreglu barst tilkynning um að ágreiningur hafi orðið meðal áhafnarmeðlima um borð í skútu þar sem einn áhafnarmeðlima hafði hótað að beita skotvopni. 24. ágúst 2016 09:45 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Sjá meira
Þýskur skipstjóri sem sérsveit lögreglu þurfti að hafa afskipti af að morgni miðvikudagsins 24. ágúst á Suðureyri varð eitt hundrað þúsund krónum fátækari. Hann þurfti að greiða sekt til lögreglu vegna brota á vopnalögum annars vegar og tilkynningaskildu skipa til vaktstöðvar siglinga hins vegar. Þrjú skotvopn voru um borð í bátnum og voru þau afhent tollgæslunni þar sem maðurinn gat nálgast þau á nýjan leik. Ekki er óeðlilegt að vera með vopn um borð í siglingu í Norður-Íshafi enda hætta af ísbjörnum á svæðinu. Austurríkismaður og þýskir feðgar keyptu sér ævintýrasiglingu með skipstjóranum þýska fyrir rúmar 400 þúsund krónur á mann. Lagt var af stað frá Svalbarða 8. ágúst og tveimur og hálfri viku síðar lagði skútuna að landi á Suðureyri. Þá höfðu farþegarnir fengið sig fullsadda af mikilli drykkju skipstjórans sem hafði valdið þeim miklum áhyggjum á siglingunni. Á tveimur og hálfri viku sáu þeir ekki til annarra skipa, hittu ekki annað fólk og sá sem átti að gæta öryggis þeirra sötraði áfengi vægast sagt ótæpilega. Ekki sást til annarra skipa vikurnar tvær og hálfu sem siglt var áleiðis til Íslands.Mynd/Paul „Við lifðum af ísbirni, storm og nístingskulda,“ sagði Austurríkismaðurinn Paul í samtali við Vísi í vikunni. „Og drykkfelldan, vopnaðan skipstjóra. Eitthvað sem við áttum ekki von á að þurfa hafa áhyggjur af.“ Þegar mennirnir tilkynntu skipstjóranum að þeir ætluðu ekki áfram með skútunni til Reykjavíkur brást skipstjórinn ókvæða við og minnti þá á vopnin sem væru í skútunni. Flýðu þremenningarnir skútuna án þess að geta tekið farangur sinn með. Hringdu þeir á lögreglu sem sendi sérsveitina á staðinn í ljósi þess að maðurinn væri vopnaður. Hann reyndist blindfullur þegar sérsveitin mætti á staðinn um sexleytið að morgni 24. ágúst og handtekinn. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu skipstjórans er um síðustu ferðina að ræða þetta sumarið. Þegar er hægt að bóka sig í ferðir fyrir næsta sumar, meðal annars þá sem Austurríkismaðurinn og þýsku feðgarnir skelltu sér í. Heimasíðan er þess eðlis að ekki er hægt að skrifa ummæli um reynslu sína um borð. Skipstjórinn er ekki sá eini sem þurfti að reiða fram 100 þúsund krónur þessa vikuna. Ferðamenn sem fóru í óleyfi á bíl sínum áleiðis að flugvélinni á Sólheimasandi þurftu að gera slíkt hið sama. Þá innheimtu reyndar landeigendur sjálfir peninginn.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fundu þrjú skotvopn í skútunni við Suðureyri Skipstjóri skútunnar var handtekinn en hann var ölvaður við handtöku. 24. ágúst 2016 22:06 Ævintýrasigling til Íslands varð að martröð "Við lifðum af ísbirni, storm og nístingskulda,“ segir Paul. "Og drykkfelldan, vopnaðan skipstjóra. Eitthvað sem við áttum ekki von á að þurfa hafa áhyggjur af.“ 29. ágúst 2016 07:00 Vopnað lið lögreglu hafði afskipti af mönnum á skútu á Suðureyri Lögreglu barst tilkynning um að ágreiningur hafi orðið meðal áhafnarmeðlima um borð í skútu þar sem einn áhafnarmeðlima hafði hótað að beita skotvopni. 24. ágúst 2016 09:45 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Sjá meira
Fundu þrjú skotvopn í skútunni við Suðureyri Skipstjóri skútunnar var handtekinn en hann var ölvaður við handtöku. 24. ágúst 2016 22:06
Ævintýrasigling til Íslands varð að martröð "Við lifðum af ísbirni, storm og nístingskulda,“ segir Paul. "Og drykkfelldan, vopnaðan skipstjóra. Eitthvað sem við áttum ekki von á að þurfa hafa áhyggjur af.“ 29. ágúst 2016 07:00
Vopnað lið lögreglu hafði afskipti af mönnum á skútu á Suðureyri Lögreglu barst tilkynning um að ágreiningur hafi orðið meðal áhafnarmeðlima um borð í skútu þar sem einn áhafnarmeðlima hafði hótað að beita skotvopni. 24. ágúst 2016 09:45