Frumsýning á Vísi: Spennuþrungin stikla úr Eiðnum Stefán Árni Pálsson skrifar 1. september 2016 13:15 Spennumyndin Eiðurinn er ný kvikmynd eftir Baltasar Kormák. Myndin verður frumsýnd á Íslandi 9. september og á kvikmyndahátíðinni í Toronto sömu helgi. Í byrjun ágústmánaðar var fyrsta stiklan úr myndinni frumsýnd. Nú hefur Lífið fengið aðra glænýja stiklu í hendurnar og má með sanni segja að um svakalega spennumynd sé að ræða. Myndin segir frá Finni, sem þykir skara fram úr í starfi sínu sem hjartaskurðlæknir. En þegar hann áttar sig á að dóttir hans er komin í neyslu og kynnir þekktan dópsala fyrir fjölskyldunni sem nýja kærastann, koma fram brestir í einkalífinu. Finnur ákveður að taka í taumana og er staðráðinn í að koma dótturinni á réttan kjöl, hvað sem það kostar. Að þessu sinni er Baltasar ekki einungis leikstjóri og einn af framleiðandum myndarinnar, heldur leikur hann einnig aðalhlutverið. Hera Hilmarsdóttir leikur dótturina, Önnu og Gísli Örn Garðarsson er í hlutverki kærastans. Handritið er byggt á upprunalegri sögu Ólafs Egils Egilssonar, en er skrifað af þeim Ólafi og Baltasar. RVK Studios framleiðir myndina í samstarfi við Film4 í Bretlandi og ZDF í Þýskalandi, en framleiðendur eru þeir Baltasar Kormákur og Magnús Viðar Sigurðsson. Hér að ofan má sjá þetta flotta sýnishorn. Bíó og sjónvarp Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Staðfesta sambandsslitin Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Spennumyndin Eiðurinn er ný kvikmynd eftir Baltasar Kormák. Myndin verður frumsýnd á Íslandi 9. september og á kvikmyndahátíðinni í Toronto sömu helgi. Í byrjun ágústmánaðar var fyrsta stiklan úr myndinni frumsýnd. Nú hefur Lífið fengið aðra glænýja stiklu í hendurnar og má með sanni segja að um svakalega spennumynd sé að ræða. Myndin segir frá Finni, sem þykir skara fram úr í starfi sínu sem hjartaskurðlæknir. En þegar hann áttar sig á að dóttir hans er komin í neyslu og kynnir þekktan dópsala fyrir fjölskyldunni sem nýja kærastann, koma fram brestir í einkalífinu. Finnur ákveður að taka í taumana og er staðráðinn í að koma dótturinni á réttan kjöl, hvað sem það kostar. Að þessu sinni er Baltasar ekki einungis leikstjóri og einn af framleiðandum myndarinnar, heldur leikur hann einnig aðalhlutverið. Hera Hilmarsdóttir leikur dótturina, Önnu og Gísli Örn Garðarsson er í hlutverki kærastans. Handritið er byggt á upprunalegri sögu Ólafs Egils Egilssonar, en er skrifað af þeim Ólafi og Baltasar. RVK Studios framleiðir myndina í samstarfi við Film4 í Bretlandi og ZDF í Þýskalandi, en framleiðendur eru þeir Baltasar Kormákur og Magnús Viðar Sigurðsson. Hér að ofan má sjá þetta flotta sýnishorn.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Staðfesta sambandsslitin Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira