Húsnæðismál hælisleitenda í ólestri: Sofa á göngum í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. september 2016 19:00 Húsnæðismál hælisleitenda hér á landi eru í ólestri. Útlendingastofnun leitar nú lausna og reynir að semja við sveitarfélögin um þjónustu við hælisleitendur. Takist það ekki kemur til greina að virkja neyðarskipulag Rauða krossins og setja á fót fjöldahjálparstöð. Aldrei áður hafa jafnmargir sótt um vernd í einum mánuði hér á landi og í september. Heildarfjöldi umsókna um vernd það sem af er ári er þegar meiri en allt síðasta ár eða tæplega fimm hundruð umsóknir. Árið 2016 er þannig metár í fjölda hælisumsókna. Ástand húsnæðismála er ekki gott og leitar Útlendingastofnun nú leiða til að bæta út því. Í dag er ástandið svo slæmt að hælisleitendur neyðast til að sofa á fleti á göngum í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar. Rauði Krossinn, Útlendingastofnun, Innanríkisráðuneytið og fleiri þar til bærir aðilar hafa fundað síðustu daga um hvort tilefni sé til að virkja neyðarskipulag Rauða krossins.Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunarvísir/gvaForstjóri Útlendingastofnunar segir fjöldahjálparstöðina vera allra síðasta úrræðið en stofnunin fundaði með Reykjavíkurborg í dag um næstu skref. „Að Útlendingastofnun opni einhverskonar gistiskýli eða slíkt en það hins vegar kallar á undanþágur og það skýrist á næstu dögum hvort það verði heimilað,“ segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar. Gangi það hins vegar ekki eftir verði neyðarskipulag Rauða krossins virkt. „Það er alveg ljós að við þurfum úrræði og við erum búin að tæma öll úrræði á höfuðborgarsvæðinu sem okkur hafa staðið til boða fram til þessa. Þannig já, ef þessi lausn sem við höfum lagt upp með gengur ekki eftir þá verður þetta niðurstaðan,“ segir Kristín. Kristín vonast til að samningar við sveitarfélögin gangi eftir. „Það er vilji til að semja um að taka fleiri. Það tekur hins vegar tíma að finna þetta húsnæði. Þess vegna höfum við lagt til bráðabirgðalausn og innan tveggja mánaða sirka komi sveitarfélögin sterk inn og taki á sig þessa einstaklinga í sína þjónustu“ En af hverju er ástandið svona slæmt? „Það eru nokkrir samverkandi þættir. Það er fjöldinn og síðan er það málsmeðferðin hjá okkur, frá Útlendingastofnun í gegn um kærunefndarinnar og síðan til flugnings úr landi hjá Ríkislögreglustjóra en það hefur tekið lengri tíma en áætlað var,“ segir Kristín Völundardóttir. Flóttamenn Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Húsnæðismál hælisleitenda hér á landi eru í ólestri. Útlendingastofnun leitar nú lausna og reynir að semja við sveitarfélögin um þjónustu við hælisleitendur. Takist það ekki kemur til greina að virkja neyðarskipulag Rauða krossins og setja á fót fjöldahjálparstöð. Aldrei áður hafa jafnmargir sótt um vernd í einum mánuði hér á landi og í september. Heildarfjöldi umsókna um vernd það sem af er ári er þegar meiri en allt síðasta ár eða tæplega fimm hundruð umsóknir. Árið 2016 er þannig metár í fjölda hælisumsókna. Ástand húsnæðismála er ekki gott og leitar Útlendingastofnun nú leiða til að bæta út því. Í dag er ástandið svo slæmt að hælisleitendur neyðast til að sofa á fleti á göngum í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar. Rauði Krossinn, Útlendingastofnun, Innanríkisráðuneytið og fleiri þar til bærir aðilar hafa fundað síðustu daga um hvort tilefni sé til að virkja neyðarskipulag Rauða krossins.Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunarvísir/gvaForstjóri Útlendingastofnunar segir fjöldahjálparstöðina vera allra síðasta úrræðið en stofnunin fundaði með Reykjavíkurborg í dag um næstu skref. „Að Útlendingastofnun opni einhverskonar gistiskýli eða slíkt en það hins vegar kallar á undanþágur og það skýrist á næstu dögum hvort það verði heimilað,“ segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar. Gangi það hins vegar ekki eftir verði neyðarskipulag Rauða krossins virkt. „Það er alveg ljós að við þurfum úrræði og við erum búin að tæma öll úrræði á höfuðborgarsvæðinu sem okkur hafa staðið til boða fram til þessa. Þannig já, ef þessi lausn sem við höfum lagt upp með gengur ekki eftir þá verður þetta niðurstaðan,“ segir Kristín. Kristín vonast til að samningar við sveitarfélögin gangi eftir. „Það er vilji til að semja um að taka fleiri. Það tekur hins vegar tíma að finna þetta húsnæði. Þess vegna höfum við lagt til bráðabirgðalausn og innan tveggja mánaða sirka komi sveitarfélögin sterk inn og taki á sig þessa einstaklinga í sína þjónustu“ En af hverju er ástandið svona slæmt? „Það eru nokkrir samverkandi þættir. Það er fjöldinn og síðan er það málsmeðferðin hjá okkur, frá Útlendingastofnun í gegn um kærunefndarinnar og síðan til flugnings úr landi hjá Ríkislögreglustjóra en það hefur tekið lengri tíma en áætlað var,“ segir Kristín Völundardóttir.
Flóttamenn Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira