Hælisumsóknum fjölgar á Íslandi en fækkar í nágrannalöndunum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. september 2016 20:00 vísir/stefán Met hefur verið slegið í fjölda hælisumsókna hér á landi en yfir áttatíu umsóknir hafa borist Útlendingastofnun í þessum mánuði. Fjöldi umsókna í nágrannalöndunum er hins vegar á niðurleið. Heildarfjöldi hælisumsókna það sem af er ári er þegar meiri en allt síðasta ár. Heildarfjöldi umsækjenda til dagsins í dag eru 470 manns en á sama tíma á síðasta ári höfðu um 160 umsóknir borist stofnuninni. „Já við erum að upplifa ennþá mjög snarpa aukningu hjá okkur svona á haustmánuðum. Það sem af er þessum mánuði hafa okkur borist yfir áttatíu umsóknir sem þýðir það að þetta er met mánuður. Þetta er met mánuður hjá okkur og hann er rétt hálfnaður. Í fyrra voru umsóknir tæplega 400,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. Í nágrannalöndum okkar er staðan hins vegar önnur, en þar fer hælisumsóknum fækkandi. „Í kring um okkur er það að gerast að þessi tala fer lækkandi,“ segir Þorsteinn. Á grundvelli samnings sem Útlendingastofnun og Alþjóðafólksflutningastofnunin hafa gert er áætlað að aðstoða 100 hælisleitendur við að flytja heim til sín á næstu átján mánuðum. Samningurinn tók gildi 1. ágúst en hann fjallar um stuðning við sjálfviljuga heimför. Aðstoðina fá þeir hælisleitendur sem uppfylla ekki skilyrði um veitingu hælis eða vilja draga umsókn sína til baka. En Af hverju talan hundrað ? Það er tala sem við settum upp til að sjá hvernig þetta myndi ganga. Við höfum fengið töluvert mikla aukningu á umsóknum í ár og í fyrra og við teljum að þetta sé raunhæf tala,“ segir Þorsteinn. Verkefnið mun kosta Útlendingastofnun tæpar 36 milljónir. Tobias Van Treeck, verkefnastjóri á skrifstofu Alþjóða fólksflutningastofnunarinnar í Helsinki, leggur áherslu á að aðstoðin sé einungis veitt þeim sem fari sjálfviljugir til síns heimalands. Tobias útskýrir að stofnunin aðstoði fólk við að koma sér fyrir í heimalandinu. Á allra næstu dögum mun stofnunin taka við fyrstu umsóknunum um flutninga frá Íslandi. Flóttamenn Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Met hefur verið slegið í fjölda hælisumsókna hér á landi en yfir áttatíu umsóknir hafa borist Útlendingastofnun í þessum mánuði. Fjöldi umsókna í nágrannalöndunum er hins vegar á niðurleið. Heildarfjöldi hælisumsókna það sem af er ári er þegar meiri en allt síðasta ár. Heildarfjöldi umsækjenda til dagsins í dag eru 470 manns en á sama tíma á síðasta ári höfðu um 160 umsóknir borist stofnuninni. „Já við erum að upplifa ennþá mjög snarpa aukningu hjá okkur svona á haustmánuðum. Það sem af er þessum mánuði hafa okkur borist yfir áttatíu umsóknir sem þýðir það að þetta er met mánuður. Þetta er met mánuður hjá okkur og hann er rétt hálfnaður. Í fyrra voru umsóknir tæplega 400,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. Í nágrannalöndum okkar er staðan hins vegar önnur, en þar fer hælisumsóknum fækkandi. „Í kring um okkur er það að gerast að þessi tala fer lækkandi,“ segir Þorsteinn. Á grundvelli samnings sem Útlendingastofnun og Alþjóðafólksflutningastofnunin hafa gert er áætlað að aðstoða 100 hælisleitendur við að flytja heim til sín á næstu átján mánuðum. Samningurinn tók gildi 1. ágúst en hann fjallar um stuðning við sjálfviljuga heimför. Aðstoðina fá þeir hælisleitendur sem uppfylla ekki skilyrði um veitingu hælis eða vilja draga umsókn sína til baka. En Af hverju talan hundrað ? Það er tala sem við settum upp til að sjá hvernig þetta myndi ganga. Við höfum fengið töluvert mikla aukningu á umsóknum í ár og í fyrra og við teljum að þetta sé raunhæf tala,“ segir Þorsteinn. Verkefnið mun kosta Útlendingastofnun tæpar 36 milljónir. Tobias Van Treeck, verkefnastjóri á skrifstofu Alþjóða fólksflutningastofnunarinnar í Helsinki, leggur áherslu á að aðstoðin sé einungis veitt þeim sem fari sjálfviljugir til síns heimalands. Tobias útskýrir að stofnunin aðstoði fólk við að koma sér fyrir í heimalandinu. Á allra næstu dögum mun stofnunin taka við fyrstu umsóknunum um flutninga frá Íslandi.
Flóttamenn Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira