Erlendur dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir brot gegn Ásdísi og börnum hennar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. september 2016 17:54 Ásdís Hrönn Viðarsdóttir Vísir/GVA Hæstiréttur dæmdi í dag Erlend Eysteinsson í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir ítrekuð brot gegn Ásdísi Viðarsdóttur, fyrrverandi sambýliskonu sinni. Fyrir rúmu ári síðan staðfesti hæstiréttur nálgunarbann yfir manninum. Hæstiréttur þyngir fyrri dóm yfir Erlendi töluvert. Í Héraðsdómi Norðurlands eystra var hann dæmdur í fjórtán mánaða óskilorðsbundið fangelsi, en dómurinn er þyngdur í 24 mánuði. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að Erlendur hafi með framgöngu sinni gerst sekur um alvarleg brot. Auk tveggja ára fangelsisvistar var honum gert að greiða Ásdísi skaðabætur. Hæstiréttur segir Erlend hafa sýnt sterkan og einbeittan brotavilja. Í dómnum segir að Erlendur eigi sér engar málsbætur, enda séu brot hans fjölmörg og nái yfir langt tímabil. Þá hafi hann ekki látið sér segjast eftir að hafa hlotið dóm í héraðsdómi Reykjaness þann 25. júní 2015, og hafið á ný að senda Ásdísi smáskilaboð. Þar af hafi 29 þeirra haft að geyma refsiverðar hótanir. „Enn fremur er þess að gæta að ákærði hefur með framgöngu sinni gerst sekur um alvarleg brot sem öll miða að því að raska högum brotaþola. Í þeim efnum var sérlega rætið og ófyrirleitið það brot ákærða að senda myndskeið af henni í kynferðislegum athöfnum, en með því smánaði hann brotaþola gróflega,” segir í dómnum. Sjá einnig:Erlendur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir hótanir gegn Ásdísi.Brot gegn barnaverndarlögum, líkamsárás og hótun Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Erlend í júní árið 2015 fyrir brot gegn barnaverndarlögum, líkamsárás og hótun gagnvart Ásdísi. Í dómnum segir að Erlendur hafi dregið hana úr hjónarúmi þeirra þar sem hún lá sofandi ásamt sonum sínum, þá 5 og 6 ára og ráðist á hana. Hann tók hana meðal annars hálstaki, hélt hníf upp að hálsi hennar og hótaði henni lífláti. Synir hennar urðu vitni að árásinni. „Með því beitti ákærði þá ógnunum og sýndi þeim yfirgang og ruddalegt athæfi,” segir í dómnum. Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi Erlend í nóvember árið 2015 fyrir að hóta Ásdísi ítrekað með smáskilaboðum. Skilaboðin voru 54 talsins og voru send á tímabilinu 3. júlí til 11. ágúst á síðasta ári. Tengdar fréttir Nálgunarbannskröfu Ásdísar vísað aftur heim í hérað Hæstiréttur hefur úrskurðað að Héraðsdómi Norðurlands eystra beri að taka nálgunarbannskröfu Ásdísar Hrannar Viðarsdóttur til efnismeðferðar. 28. ágúst 2015 18:59 Nálgunarbann eltishrellis Ásdísar staðfest í héraðsdómi Nálgunarbannsúrskurðinum hefur þegar verið áfrýjað til Hæstaréttar. 2. september 2015 15:16 „Þeir klúðruðu bara löggan enn og aftur“ Nálgunarbanni sem Ásdís Hrönn Viðarsdóttir fór fram á gegn fyrrverandi sambýlismanni vísað frá vegna mistaka lögreglu 21. ágúst 2015 16:48 Ofsækir Ásdísi aftur eftir árs hlé Ásdís Hrönn Viðarsdóttir hefur ítrekað kært brot á nálgunarbanni sem sett var á fyrrverandi sambýlismann hennar, fyrst árið 2012. 12. ágúst 2015 06:30 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Hæstiréttur dæmdi í dag Erlend Eysteinsson í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir ítrekuð brot gegn Ásdísi Viðarsdóttur, fyrrverandi sambýliskonu sinni. Fyrir rúmu ári síðan staðfesti hæstiréttur nálgunarbann yfir manninum. Hæstiréttur þyngir fyrri dóm yfir Erlendi töluvert. Í Héraðsdómi Norðurlands eystra var hann dæmdur í fjórtán mánaða óskilorðsbundið fangelsi, en dómurinn er þyngdur í 24 mánuði. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að Erlendur hafi með framgöngu sinni gerst sekur um alvarleg brot. Auk tveggja ára fangelsisvistar var honum gert að greiða Ásdísi skaðabætur. Hæstiréttur segir Erlend hafa sýnt sterkan og einbeittan brotavilja. Í dómnum segir að Erlendur eigi sér engar málsbætur, enda séu brot hans fjölmörg og nái yfir langt tímabil. Þá hafi hann ekki látið sér segjast eftir að hafa hlotið dóm í héraðsdómi Reykjaness þann 25. júní 2015, og hafið á ný að senda Ásdísi smáskilaboð. Þar af hafi 29 þeirra haft að geyma refsiverðar hótanir. „Enn fremur er þess að gæta að ákærði hefur með framgöngu sinni gerst sekur um alvarleg brot sem öll miða að því að raska högum brotaþola. Í þeim efnum var sérlega rætið og ófyrirleitið það brot ákærða að senda myndskeið af henni í kynferðislegum athöfnum, en með því smánaði hann brotaþola gróflega,” segir í dómnum. Sjá einnig:Erlendur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir hótanir gegn Ásdísi.Brot gegn barnaverndarlögum, líkamsárás og hótun Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Erlend í júní árið 2015 fyrir brot gegn barnaverndarlögum, líkamsárás og hótun gagnvart Ásdísi. Í dómnum segir að Erlendur hafi dregið hana úr hjónarúmi þeirra þar sem hún lá sofandi ásamt sonum sínum, þá 5 og 6 ára og ráðist á hana. Hann tók hana meðal annars hálstaki, hélt hníf upp að hálsi hennar og hótaði henni lífláti. Synir hennar urðu vitni að árásinni. „Með því beitti ákærði þá ógnunum og sýndi þeim yfirgang og ruddalegt athæfi,” segir í dómnum. Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi Erlend í nóvember árið 2015 fyrir að hóta Ásdísi ítrekað með smáskilaboðum. Skilaboðin voru 54 talsins og voru send á tímabilinu 3. júlí til 11. ágúst á síðasta ári.
Tengdar fréttir Nálgunarbannskröfu Ásdísar vísað aftur heim í hérað Hæstiréttur hefur úrskurðað að Héraðsdómi Norðurlands eystra beri að taka nálgunarbannskröfu Ásdísar Hrannar Viðarsdóttur til efnismeðferðar. 28. ágúst 2015 18:59 Nálgunarbann eltishrellis Ásdísar staðfest í héraðsdómi Nálgunarbannsúrskurðinum hefur þegar verið áfrýjað til Hæstaréttar. 2. september 2015 15:16 „Þeir klúðruðu bara löggan enn og aftur“ Nálgunarbanni sem Ásdís Hrönn Viðarsdóttir fór fram á gegn fyrrverandi sambýlismanni vísað frá vegna mistaka lögreglu 21. ágúst 2015 16:48 Ofsækir Ásdísi aftur eftir árs hlé Ásdís Hrönn Viðarsdóttir hefur ítrekað kært brot á nálgunarbanni sem sett var á fyrrverandi sambýlismann hennar, fyrst árið 2012. 12. ágúst 2015 06:30 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Nálgunarbannskröfu Ásdísar vísað aftur heim í hérað Hæstiréttur hefur úrskurðað að Héraðsdómi Norðurlands eystra beri að taka nálgunarbannskröfu Ásdísar Hrannar Viðarsdóttur til efnismeðferðar. 28. ágúst 2015 18:59
Nálgunarbann eltishrellis Ásdísar staðfest í héraðsdómi Nálgunarbannsúrskurðinum hefur þegar verið áfrýjað til Hæstaréttar. 2. september 2015 15:16
„Þeir klúðruðu bara löggan enn og aftur“ Nálgunarbanni sem Ásdís Hrönn Viðarsdóttir fór fram á gegn fyrrverandi sambýlismanni vísað frá vegna mistaka lögreglu 21. ágúst 2015 16:48
Ofsækir Ásdísi aftur eftir árs hlé Ásdís Hrönn Viðarsdóttir hefur ítrekað kært brot á nálgunarbanni sem sett var á fyrrverandi sambýlismann hennar, fyrst árið 2012. 12. ágúst 2015 06:30