Kippa af Einstök 1100 krónum ódýrari í verslun í Colorado en í ÁTVR Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. september 2016 09:00 Myndin sem aðdáandi Einstakrar í Colorado í Bandaríkjunum deildi en á henni sést að kippan kostar milli 14 og 15 dollara. Þó nokkuð mikill munur er á verði á kippu af Einstök bjór í Bandaríkjunum og svo í verslunum ÁTVR hér á Íslandi ef marka má mynd sem aðdáandi bjórsins í Colorado deildi á Facebook-síðu Einstakrar. Á myndinni, sem sjá má hér að ofan, sést að kippa af Einstök White Ale kostar 13,99 dollara eða sem samsvarar rúmum 1600 krónum. Kippa af Einstök White Ale kostar hins vegar tæpan 2700 kall í ríkinu hér heima, eða 449 krónur flaskan, svo það munar næstum 1100 krónum á vörunni eftir því hvort hún er keypt á Íslandi eða í Bandaríkjunum. Einhverjum kann að þykja það skjóta skökku við þar sem Einstök bjór er framleiddur hér á landi en munurinn liggur fyrst og fremst í áfengisgjaldinu sem á Íslandi er nokkuð hátt miðað við til dæmis Bandaríkin.Áfengisgjaldið 109 krónur af flösku af Einstök White Ale Áfengisgjöldin hér eru föst krónutala á prósentu vínanda í lítra umfram 2,25 prósent og því er misjafnt eftir því hversu sterkt vínið er hversu há áfengisgjöldin eru en þau leggjast í raun þyngra á ódýrari vöru en dýrari. Rétt er að taka fram að áfengisgjöldin eru utan álagningar ÁTVR og virðisaukaskatts. Samkvæmt útreikningum Félags atvinnurekenda eru áfengisgjöldin af Egils Gulli, 33 cl dós sem kostar 269 krónur í ÁTVR, 101,6 króna eða 37,77 prósent af útsöluverðinu með virðisaukaskatti. Virðisaukaskattur leggst á verðið með áfengisgjaldi þannig að fyrir virðisaukaskatt er gjaldið tæplega 42 prósent af grunni til virðisaukaskatts.Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Áfengisgjaldið af Einstök White Ale í 33 cl flösku eru síðan 109 krónur og svo 123,8 krónur af flösku af Einstök Pale Ale en það er hærra vegna hærri áfengisprósentu. Það gera tæplega 28 prósent af verði flöskunnar.Skattlagningin „komin út úr öllu korti“ Í Colorado-ríki leggja yfirvöld hins vegar mun lægra áfengisgjald á bjór. Gjaldið er 8 sent á gallon sem gerir þá 2,11 sent á lítra. Það eru þá 0,7 sent á 33 cl flösku sem samsvarar 80 aurum á flöskuna. Ofan á þetta kemur síðan alríkisgjaldið sem er fimm sent flösku en tvö sent ef hún kemur frá litlu brugghúsi. Það gera rúmar tvær krónur á flöskuna til tæplega sex króna. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir ýmislegt notað til að réttlæta hátt áfengisgjald en í því felst auðvitað ákveðin aðgangsstýring. „Það er hins vegar líka svo að þegar ríkið vantar peninga þá eru gjöldin hækkuð á áfengi og tóbak, og þetta er auðvitað komið út úr öllu korti eins og sést á þessum samanburði. Það er gott og gilt að vilja takmarka ásókn í þessa vöru en með breyttu neyslumynstri eru áfengiskaup í flestum tilfellum orðin partur af venjulegum matarinnkaupum og þetta er gríðarlega skattlagning á þessari almennu neysluvöru,“ segir Ólafur. Íslenskur bjór Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Þó nokkuð mikill munur er á verði á kippu af Einstök bjór í Bandaríkjunum og svo í verslunum ÁTVR hér á Íslandi ef marka má mynd sem aðdáandi bjórsins í Colorado deildi á Facebook-síðu Einstakrar. Á myndinni, sem sjá má hér að ofan, sést að kippa af Einstök White Ale kostar 13,99 dollara eða sem samsvarar rúmum 1600 krónum. Kippa af Einstök White Ale kostar hins vegar tæpan 2700 kall í ríkinu hér heima, eða 449 krónur flaskan, svo það munar næstum 1100 krónum á vörunni eftir því hvort hún er keypt á Íslandi eða í Bandaríkjunum. Einhverjum kann að þykja það skjóta skökku við þar sem Einstök bjór er framleiddur hér á landi en munurinn liggur fyrst og fremst í áfengisgjaldinu sem á Íslandi er nokkuð hátt miðað við til dæmis Bandaríkin.Áfengisgjaldið 109 krónur af flösku af Einstök White Ale Áfengisgjöldin hér eru föst krónutala á prósentu vínanda í lítra umfram 2,25 prósent og því er misjafnt eftir því hversu sterkt vínið er hversu há áfengisgjöldin eru en þau leggjast í raun þyngra á ódýrari vöru en dýrari. Rétt er að taka fram að áfengisgjöldin eru utan álagningar ÁTVR og virðisaukaskatts. Samkvæmt útreikningum Félags atvinnurekenda eru áfengisgjöldin af Egils Gulli, 33 cl dós sem kostar 269 krónur í ÁTVR, 101,6 króna eða 37,77 prósent af útsöluverðinu með virðisaukaskatti. Virðisaukaskattur leggst á verðið með áfengisgjaldi þannig að fyrir virðisaukaskatt er gjaldið tæplega 42 prósent af grunni til virðisaukaskatts.Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Áfengisgjaldið af Einstök White Ale í 33 cl flösku eru síðan 109 krónur og svo 123,8 krónur af flösku af Einstök Pale Ale en það er hærra vegna hærri áfengisprósentu. Það gera tæplega 28 prósent af verði flöskunnar.Skattlagningin „komin út úr öllu korti“ Í Colorado-ríki leggja yfirvöld hins vegar mun lægra áfengisgjald á bjór. Gjaldið er 8 sent á gallon sem gerir þá 2,11 sent á lítra. Það eru þá 0,7 sent á 33 cl flösku sem samsvarar 80 aurum á flöskuna. Ofan á þetta kemur síðan alríkisgjaldið sem er fimm sent flösku en tvö sent ef hún kemur frá litlu brugghúsi. Það gera rúmar tvær krónur á flöskuna til tæplega sex króna. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir ýmislegt notað til að réttlæta hátt áfengisgjald en í því felst auðvitað ákveðin aðgangsstýring. „Það er hins vegar líka svo að þegar ríkið vantar peninga þá eru gjöldin hækkuð á áfengi og tóbak, og þetta er auðvitað komið út úr öllu korti eins og sést á þessum samanburði. Það er gott og gilt að vilja takmarka ásókn í þessa vöru en með breyttu neyslumynstri eru áfengiskaup í flestum tilfellum orðin partur af venjulegum matarinnkaupum og þetta er gríðarlega skattlagning á þessari almennu neysluvöru,“ segir Ólafur.
Íslenskur bjór Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira