Peugeot rafmagnshjól með 95 km drægni Finnur Thorlacius skrifar 15. september 2016 14:07 Peugeot eU01s rafmagnshjólið. Peugeot á langa sögu í framleiðslu reiðhjóla, sögu sem spannar allt frá fyrstu árum 19. aldar. Þeirra nýjasta reiðhjól er þó ekki beint í líkindum við þeirra fyrstu framleiðslu, heldur rafmagnshjól sem hefur allt að 95 km drægni og nær 45 km hámarkshraða. Hjólið kalla þeir “eU01s” þar sem e stendur fyrir elecrtric, 01 fyrir “hæsta sig” og U fyrir “urban”. Ekki beint þjált nafn né auðskiljanlegt, en örugglega athyglivert hjól samt. Athygliverð nýjung í hjólinu er rafræn sjálfskipting þess. Eiginlega er þetta hjól millistig milli “scooter”-hjóla og reiðhjóla, því sá sem á því er þarf ekki að hjóla þar sem rahlöður þess eru svo stórar, eða 400 Wh eða 500 Wh lithium rafhlöður. Sú stærri dugar til ferða allt að 95 kílómetrum og sú minni allt að 75 km. Rafmótorar hjólanna eru frá Bosch. Svo hraðskreytt hjól sem þetta þarf góðar bremsur og eru 180 mm diskar í bremsubúnaði þess, sem og vökvdrifin hemlun. Á meginlandi Evrópu þarf skráningu fyrir þetta hjól, hjólið þarf að tryggja og hjálmanotkun er lögbundin. Ekki kemur fram hvað þetta hjól mun kosta.Hægt er að fá leiðsögubúnað á hjólið frá Bosch. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent
Peugeot á langa sögu í framleiðslu reiðhjóla, sögu sem spannar allt frá fyrstu árum 19. aldar. Þeirra nýjasta reiðhjól er þó ekki beint í líkindum við þeirra fyrstu framleiðslu, heldur rafmagnshjól sem hefur allt að 95 km drægni og nær 45 km hámarkshraða. Hjólið kalla þeir “eU01s” þar sem e stendur fyrir elecrtric, 01 fyrir “hæsta sig” og U fyrir “urban”. Ekki beint þjált nafn né auðskiljanlegt, en örugglega athyglivert hjól samt. Athygliverð nýjung í hjólinu er rafræn sjálfskipting þess. Eiginlega er þetta hjól millistig milli “scooter”-hjóla og reiðhjóla, því sá sem á því er þarf ekki að hjóla þar sem rahlöður þess eru svo stórar, eða 400 Wh eða 500 Wh lithium rafhlöður. Sú stærri dugar til ferða allt að 95 kílómetrum og sú minni allt að 75 km. Rafmótorar hjólanna eru frá Bosch. Svo hraðskreytt hjól sem þetta þarf góðar bremsur og eru 180 mm diskar í bremsubúnaði þess, sem og vökvdrifin hemlun. Á meginlandi Evrópu þarf skráningu fyrir þetta hjól, hjólið þarf að tryggja og hjálmanotkun er lögbundin. Ekki kemur fram hvað þetta hjól mun kosta.Hægt er að fá leiðsögubúnað á hjólið frá Bosch.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent