Menningin í landslaginu Helga Árnadóttir skrifar 15. september 2016 00:00 Hugtakið menningarlandslag er áberandi í norrænni og evrópskri umræðu þegar rætt er um þau spor sem maðurinn skilur eftir sig í landinu og í hugum þeirra sem um landið fara. Það á við um landslag sem manneskjan hefur með einhverjum hætti, fyrr eða síðar, sett mark sitt á. Ósnortið náttúrulandslag er andstæðan við menningarlandslag, og á við um svæði þar sem náttúruleg vistkerfi eru ráðandi. Menningarlandslag á við þar sem vistkerfin hafa tekið breytingum og mannleg áhrif eru sýnileg.Ólík sjónarhorn á landslag Sjónarhornin á landslagið eru oft afar ólík. Bóndinn lítur á landsins gagn en ferðamaðurinn á upplifunina. Ferðamenn sjá víða ósnortið landslag þar sem bændur horfa á landið með augum þess sem nýtir og ræktar. Bændur geta margir þulið upp örnefni, sum eldforn, sem eru til vitnis um margskonar landnytjar og brúk gegnum tíðina. Þeir settu nöfn á landslagið og vottuðu þar með að það væri skipulagt og skilið. Klisjan um að gestsaugað sé glöggt á því ekki alltaf við, en hitt er mála sannast, að ferðafólki finnst margt merkilegt á Íslandi sem okkur finnst heldur hversdagslegt og jafnvel ómerkilegt. Þeir kenna okkur meðal annars að sjá hlutina í nýju ljósi og leggja rækt við sérkenni, eins og til að mynda bárujárnshúsin frá fyrri hluta síðustu aldar svo eitthvað sé nefnt. Landslag væri lítils virði ef það héti ekki neitt, segir í Fjallgöngu Tómasar Guðmundssonar, og nafngiftirnar bera vitni um það sem var. Landslagið í sjálfu sér getur verið tilkomumikið en það getur líka verið hlaðið táknrænni merkingu. Þingvellir eru ekki bara stórbrotið landsig á mörkum evrópska og ameríska flekans, heldur staður sem hefur um sig helgi í þjóðarvitund Íslendinga sem tákn um sjálfstæðisvitund þjóðarinnar. Í rómantík þjóðskáldanna hafa fjöllin orðið táknmyndir og hálendið hefur í hugum marga öðlast einhverskonar helgi.Menningarsporin rakin Í fræðum um menningarlandslag er meðal annars talað um nytjalandslag, framleiðslulandslag og bæjar- og borgalandslag, sem er næstum að öllu leyti manngert. Og upplifunar- og frístundalandslag er einnig til umræðu. Það getur verið greinandi og gagnlegt að ræða málin á þessum nótum og er áreiðanlega til eftirbreytni hér á landi. Í þeirri miklu og hröðu framþróun sem átt hefur sér stað innan ferðaþjónustunnar skiptir miklu að við séum læs á menningarlandslagið. Með því að lesa í það er unnt að vísa veginn til framtíðar. Það er hægt að taka mörg dæmi um hvar vel hefur tekist með slíkan lestur. Ég nefni Húsavík sem skínandi dæmi þar sem höfnin hefur gengið í endurnýjun lífdaga og er aftur orðin miðpunkturinn sem bæjarlífið hverfist um, jafnframt því sem trébátar eru gerðir upp til hvalaskoðunar og mæta nútímaferðamanninum á hverjum degi. Þar hefur menningarlæsið skapað mikinn virðisauka í ferðaþjónustu til hagsbóta og ánægju fyrir Húsvíkinga jafnt sem ferðafólk.Ræðum og rýnum Samtök ferðaþjónustunnar og samtök og fyrirtæki í landbúnaði vekja um þessar mundir athygli á samspili landbúnaðar og ferðaþjónustu, þar sem sveitamenningin og ferðaþjónustubóndinn skipta ferðamennskuna verulegu máli og öfugt. Á morgunverðarfundi á Grand Hótel næstkomandi föstudag fjalla fræðimenn um þýðingu menningarlandslags í Noregi, rannsóknir á sauðfjárrækt á Íslandi sem þátt í menningarlandslagi og um hlutverk ferðaþjónustubóndans. Með þessu viljum við sem að fundinum standa ýta undir rannsóknir og umræðu á þessu áhugaverða sviði hérlendis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Árnadóttir Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Hugtakið menningarlandslag er áberandi í norrænni og evrópskri umræðu þegar rætt er um þau spor sem maðurinn skilur eftir sig í landinu og í hugum þeirra sem um landið fara. Það á við um landslag sem manneskjan hefur með einhverjum hætti, fyrr eða síðar, sett mark sitt á. Ósnortið náttúrulandslag er andstæðan við menningarlandslag, og á við um svæði þar sem náttúruleg vistkerfi eru ráðandi. Menningarlandslag á við þar sem vistkerfin hafa tekið breytingum og mannleg áhrif eru sýnileg.Ólík sjónarhorn á landslag Sjónarhornin á landslagið eru oft afar ólík. Bóndinn lítur á landsins gagn en ferðamaðurinn á upplifunina. Ferðamenn sjá víða ósnortið landslag þar sem bændur horfa á landið með augum þess sem nýtir og ræktar. Bændur geta margir þulið upp örnefni, sum eldforn, sem eru til vitnis um margskonar landnytjar og brúk gegnum tíðina. Þeir settu nöfn á landslagið og vottuðu þar með að það væri skipulagt og skilið. Klisjan um að gestsaugað sé glöggt á því ekki alltaf við, en hitt er mála sannast, að ferðafólki finnst margt merkilegt á Íslandi sem okkur finnst heldur hversdagslegt og jafnvel ómerkilegt. Þeir kenna okkur meðal annars að sjá hlutina í nýju ljósi og leggja rækt við sérkenni, eins og til að mynda bárujárnshúsin frá fyrri hluta síðustu aldar svo eitthvað sé nefnt. Landslag væri lítils virði ef það héti ekki neitt, segir í Fjallgöngu Tómasar Guðmundssonar, og nafngiftirnar bera vitni um það sem var. Landslagið í sjálfu sér getur verið tilkomumikið en það getur líka verið hlaðið táknrænni merkingu. Þingvellir eru ekki bara stórbrotið landsig á mörkum evrópska og ameríska flekans, heldur staður sem hefur um sig helgi í þjóðarvitund Íslendinga sem tákn um sjálfstæðisvitund þjóðarinnar. Í rómantík þjóðskáldanna hafa fjöllin orðið táknmyndir og hálendið hefur í hugum marga öðlast einhverskonar helgi.Menningarsporin rakin Í fræðum um menningarlandslag er meðal annars talað um nytjalandslag, framleiðslulandslag og bæjar- og borgalandslag, sem er næstum að öllu leyti manngert. Og upplifunar- og frístundalandslag er einnig til umræðu. Það getur verið greinandi og gagnlegt að ræða málin á þessum nótum og er áreiðanlega til eftirbreytni hér á landi. Í þeirri miklu og hröðu framþróun sem átt hefur sér stað innan ferðaþjónustunnar skiptir miklu að við séum læs á menningarlandslagið. Með því að lesa í það er unnt að vísa veginn til framtíðar. Það er hægt að taka mörg dæmi um hvar vel hefur tekist með slíkan lestur. Ég nefni Húsavík sem skínandi dæmi þar sem höfnin hefur gengið í endurnýjun lífdaga og er aftur orðin miðpunkturinn sem bæjarlífið hverfist um, jafnframt því sem trébátar eru gerðir upp til hvalaskoðunar og mæta nútímaferðamanninum á hverjum degi. Þar hefur menningarlæsið skapað mikinn virðisauka í ferðaþjónustu til hagsbóta og ánægju fyrir Húsvíkinga jafnt sem ferðafólk.Ræðum og rýnum Samtök ferðaþjónustunnar og samtök og fyrirtæki í landbúnaði vekja um þessar mundir athygli á samspili landbúnaðar og ferðaþjónustu, þar sem sveitamenningin og ferðaþjónustubóndinn skipta ferðamennskuna verulegu máli og öfugt. Á morgunverðarfundi á Grand Hótel næstkomandi föstudag fjalla fræðimenn um þýðingu menningarlandslags í Noregi, rannsóknir á sauðfjárrækt á Íslandi sem þátt í menningarlandslagi og um hlutverk ferðaþjónustubóndans. Með þessu viljum við sem að fundinum standa ýta undir rannsóknir og umræðu á þessu áhugaverða sviði hérlendis.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar