Vann að tónlistarmyndbandi fyrir Major Lazer og Justin Bieber ásamt því að setja kvikmyndagerðarskóla á laggirnar Guðrún Jóna Stefánsdottir skrifar 15. september 2016 10:15 Unnar Helgi Daníelsson Beck kvikmyndagerðarmaður opnar kvikmyndagerðarskólann Icelandic Film Institution núna í nóvember. Vísir/Eyþór „Leikstjórinn Matt Baron hafði samband við mig, og bað mig um að gera myndbandið, ég veit að það voru fleiri íslensk fyrirtæki búin að sækjast eftir því að gera þetta myndband, svo ég var ferlega sáttur og sló til,“ segir Unnar Helgi Daníelsson Beck, kvikmyndagerðarmaður og framleiðandi, spurður út í hvernig það hafi komið til að hann framleiddi myndband fyrir poppgoðin Major Lazer og Justin Bieber, við lagið Cold Water, sem kom út í gærkvöldi. „Við kláruðum tökur á myndbandinu í síðustu viku, og þetta gekk allt saman ótrúlega vel, það tók fjóra daga að skjóta myndbandið. Við vorum í kringum tuttugu manns sem komum að gerð myndbandsins og samstarfið gekk ótrúlega vel,“ segir Unnar og bætir við að erlenda framleiðslan og leikstjórinn hafi verið það hrifin, að leikstjórinn Matt Baron sagðist klárlega ætla að koma aftur til okkar með verkefni af þessu tagi. Unnar Helgi er þó með fleiri járn í eldinum en hann er um þessar mundir að setja á laggirnar kvikmyndagerðarskólann Icelandic Film Institute ásamt leikstjóranum Elliott Lester, þar sem þekktir erlendir leikarar og kvikmyndagerðarmenn koma í nóvember og kenna helstu atriðin í kvikmyndabransanum.Elliott Lester, einn af eigendum Icelandic Film Institution, er um þessar mundir að vinna að mynd sem Ben Affleck og Matt Damon framleiða.„Skólinn er settur upp svo að fólk þurfi ekki að fara í fjögurra ára nám til þess að smyrja samlokur á setti, en það byrja oftast allir sem aðstoðarmenn þó að þeir hafi farið í nám,“ segir Unnar. „Skólinn er settur þannig upp að kennsla fer fram í sex vikur og kenndir verða tveir tímar á dag alla virka daga, þar sem farið verður yfir öll helstu undirstöðuatriðin í kvikmyndagerð sem og tæknilegu hliðarnar,“ segir Unnar og bætir við að fjölmargir gestakennarar mæti og taki þátt í kennslunni. Elliott Lester, hefur áratuga reynslu í bransanum og er mjög fær á sínu sviði. Hann er um þessar mundir að vinna að stóru verkefni með stórleikurunum Ben Affleck og Matt Damon. „Það er frábært að hafa hann með okkur í þessu, hann er góður kennari og með rosalega mikla reynslu á sviði kvikmynda,“ segir Unnar. Kennarar skólans eru ekki af verri endanum, þeir eiga það sameiginlegt að vera með áralanga reynslu í kvikmyndagerð og hafa hlotið verðlaun á borð við Óskarsverðlaun, BAFTA, Golden Globe og Emmy. Erlendur leikari mun mæta á hvert námskeið og tala um reynslu sína í kvikmyndaheiminum, ásamt því að kenna í tvær klukkustundir á hverju námskeiði. „Það mun koma þekktur leikari á hvert námskeið hjá okkur þar sem hann mun deila reynslu sinni og kenna hjá okkur,“ segir hann og bætir við að þetta sé gott tækifæri fyrir alla þá sem hafa áhuga á kvikmyndagerð og vilja læra að vinna á setti. Kynning á skólanum verður í Kringlunni alla helgina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. september. Golden Globes Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Fleiri fréttir Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Sjá meira
„Leikstjórinn Matt Baron hafði samband við mig, og bað mig um að gera myndbandið, ég veit að það voru fleiri íslensk fyrirtæki búin að sækjast eftir því að gera þetta myndband, svo ég var ferlega sáttur og sló til,“ segir Unnar Helgi Daníelsson Beck, kvikmyndagerðarmaður og framleiðandi, spurður út í hvernig það hafi komið til að hann framleiddi myndband fyrir poppgoðin Major Lazer og Justin Bieber, við lagið Cold Water, sem kom út í gærkvöldi. „Við kláruðum tökur á myndbandinu í síðustu viku, og þetta gekk allt saman ótrúlega vel, það tók fjóra daga að skjóta myndbandið. Við vorum í kringum tuttugu manns sem komum að gerð myndbandsins og samstarfið gekk ótrúlega vel,“ segir Unnar og bætir við að erlenda framleiðslan og leikstjórinn hafi verið það hrifin, að leikstjórinn Matt Baron sagðist klárlega ætla að koma aftur til okkar með verkefni af þessu tagi. Unnar Helgi er þó með fleiri járn í eldinum en hann er um þessar mundir að setja á laggirnar kvikmyndagerðarskólann Icelandic Film Institute ásamt leikstjóranum Elliott Lester, þar sem þekktir erlendir leikarar og kvikmyndagerðarmenn koma í nóvember og kenna helstu atriðin í kvikmyndabransanum.Elliott Lester, einn af eigendum Icelandic Film Institution, er um þessar mundir að vinna að mynd sem Ben Affleck og Matt Damon framleiða.„Skólinn er settur upp svo að fólk þurfi ekki að fara í fjögurra ára nám til þess að smyrja samlokur á setti, en það byrja oftast allir sem aðstoðarmenn þó að þeir hafi farið í nám,“ segir Unnar. „Skólinn er settur þannig upp að kennsla fer fram í sex vikur og kenndir verða tveir tímar á dag alla virka daga, þar sem farið verður yfir öll helstu undirstöðuatriðin í kvikmyndagerð sem og tæknilegu hliðarnar,“ segir Unnar og bætir við að fjölmargir gestakennarar mæti og taki þátt í kennslunni. Elliott Lester, hefur áratuga reynslu í bransanum og er mjög fær á sínu sviði. Hann er um þessar mundir að vinna að stóru verkefni með stórleikurunum Ben Affleck og Matt Damon. „Það er frábært að hafa hann með okkur í þessu, hann er góður kennari og með rosalega mikla reynslu á sviði kvikmynda,“ segir Unnar. Kennarar skólans eru ekki af verri endanum, þeir eiga það sameiginlegt að vera með áralanga reynslu í kvikmyndagerð og hafa hlotið verðlaun á borð við Óskarsverðlaun, BAFTA, Golden Globe og Emmy. Erlendur leikari mun mæta á hvert námskeið og tala um reynslu sína í kvikmyndaheiminum, ásamt því að kenna í tvær klukkustundir á hverju námskeiði. „Það mun koma þekktur leikari á hvert námskeið hjá okkur þar sem hann mun deila reynslu sinni og kenna hjá okkur,“ segir hann og bætir við að þetta sé gott tækifæri fyrir alla þá sem hafa áhuga á kvikmyndagerð og vilja læra að vinna á setti. Kynning á skólanum verður í Kringlunni alla helgina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. september.
Golden Globes Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Fleiri fréttir Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Sjá meira