Suðurríkjasögur Þorvaldur Gylfason skrifar 15. september 2016 07:00 Sovétríkin sálugu voru fimmtán talsins, þar af átta suðurríki. Hin sjö mátti kalla norðurríki svo notað sé bandarískt tungutak: Rússland, Hvíta-Rússland, Moldavía og Úkraína og Eystrasaltslöndin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen. Hér segir fyrst frá norðurríkjunum og síðan frá suðurríkjunum. Dragðu nú andann djúpt því nú kemur talnahríð.Norðurríkin Þegar Sovétríkin hrundu 1991 þótti mörgum sá atburður marka mikilvægustu tímamót evrópskrar sögu frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar 1945. Menn fylltust bjartsýni. Um 290 milljónir manna höfðu losnað undan oki kommúnismans eins og hendi væri veifað og gátu nú horft björtum augum fram á veginn. Norðurríkjunum hefur mörgum vegnað vel. Eystrasaltsríkin þrjú gengu inn í ESB um leið og færi gafst og m.a.s. inn í Nató og hrærast nú í meginstraumi evrópskrar menningar og stjórnmála eins og þau gerðu árin milli stríða. Þarna við austanvert Eystrasalt hafa orðið miklar framfarir undangenginn aldarfjórðung. Til dæmis hafa þjóðartekjur á mann í Eistlandi vaxið úr því að vera röskur þriðjungur af tekjum á mann í Finnlandi 1990 upp í tvo þriðju hluta 2015 skv. gögnum Alþjóðabankans. Eistum hefur því tekizt að brúa nálega helminginn af tekjubilinu sem skildi þá frá Finnum þegar Eistar endurheimtu frelsi sitt og sjálfstæði 1991. Moldavía, klemmd milli Rúmeníu og Úkraínu, er fátækasta land álfunnar. Tekjur á mann í Moldavíu voru fjórði partur af tekjum á mann í Finnlandi 1990 og eru nú komnar niður í áttunda part eins og í Pakistan. Samt má Moldavía nú heita óskorað lýðræðisríki ólíkt Rússlandi og Úkraínu þar sem sigið hefur á ógæfuhliðina í báðum löndum. Hvíta-Rússland er ennþá harðsvírað einræðisríki eins og það var sem hluti Sovétríkjanna fyrir 1991. Rússum hefur einnig vegnað vel að ýmsu leyti. Sé miðað við kaupmátt þjóðartekna á mann voru Rússar ekki hálfdrættingar á við Finna þegar Sovétríkin liðu undir lok. Áratug síðar, um aldamótin 2000, eftir erfið umskipti sem enn sér ekki fyrir endann á, var kaupmáttur þjóðartekna á mann í Rússlandi kominn niður í fjórðung af kaupmætti þjóðartekna á mann í Finnlandi. Eftir það tók Rússland kipp svo nú er munurinn á Rússum og Finnum ekki nema 40% Finnum í vil. Rússar standa Eystrasaltsþjóðunum þrem ekki langt að baki í efnahagslegu tilliti. Úkraína stendur á hinn bóginn langt að baki Rússlandi. Kaupmáttur þjóðartekna á mann í Úkraínu var aðeins litlu minni en í Rússlandi 1990 en nemur nú aðeins þriðjungi – og fimmtungi af kaupmætti þjóðartekna á mann í Finnlandi. Engan þarf því að undra á ófriðinum þar. Við þá Úkraínumenn sem vilja fylgja Eystrasaltsþjóðunum inn í ESB segja Rússar: Gangið heldur til liðs við okkur, við erum miklu ríkari en þið. Rússum fækkaði úr 148 milljónum 1990 í 144 milljónir 2015 á meðan Bandaríkjamönnum fjölgaði úr 249 milljónum í 321. Rússar hafa vanrækt að renna fjölbreyttum stoðum undir útflutning og eiga því mikið undir olíuverði á heimsmarkaði.Suðurríkin Víkur þá sögunni suður á bóginn. Suðurríkin átta voru Georgía, Armenía og Aserbaídsjan, lítil lönd sem liggja milli Svartahafs í vestri og Kaspíahafs í austri og önnur fimm sem bera heiti sem enda á stan eins og Pakistan og Gamla stan í Stokkhólmi. Stan þýðir stöð og þá kannski líka borg eða kastali. Suðurríkin fimm eru Kasakstan, Kirgisistan, Tadsjikistan, Túrkmenistan og Úsbekistan. Ætla hefði mátt við fall Sovétríkjanna að fólkið í þessum löndum fengi nú að feta sig áfram veginn að auknu lýðræði, en svo fór yfirleitt ekki. Einræðisherrann í Úsbekistan, Isam Karimov, féll frá um daginn eftir að hafa stjórnað landinu með harðri hendi frá 1990 og þar áður verið hæstráðandi í úsbeska kommúnistaflokknum um hríð fyrir fall Sovétríkjanna. Nú stendur til að dubba dóttur hans upp sem nýjan forseta. Úsbekistan hefur frá 1990 verið eitt harðsvíraðasta einræðisríki heimsins líkt og Túrkmenistan. Kasakstan fór ekki eins illa af stað en landið hefur færzt frá lýðræði meðan Tadsjikistan hefur staðið í stað og Kirgisistan hefur þróazt í lýðræðisátt. Efnahagur suðurríkjanna er bágborinn ef olíulöndin í hópnum (Aserbaídsjan, Kasakstan og Túrkmenistan) eru undan skilin. Tekjur á mann í Kirgisistan og Tadsjikistan eru lægri en í Bangladess. Tekjur á mann í Úsbekistan eru lægri en í Kongó. Hvítvoðungur í norðurríkjunum getur nú vænzt þess að ná 74 ára aldri á móti 71 ári í suðurríkjunum. Í Finnlandi geta nýfædd börn vænzt þess að ná 81 árs aldri og íslenzk börn 82ja.Önnur saga Bandaríkjunum tókst að varðveita sameiningu norðurríkja og suðurríkja undir lýðræðisstjórn. Til þess þurfti blóðugt borgarastríð 1861-1865 sem kostaði 600 þúsund mannslíf. Bandaríkin eru ein sterk heild og bjóða almenningi svipuð lífskjör í norðri og suðri. Margt ber að vísu enn á milli í stjórnmálum milli norðurríkjanna og suðurríkjanna þótt upphaflega ágreiningsefnið, þrælahald, sé löngu liðin tíð. Sovétríkin eru önnur saga. Fimm af átta suðurríkjum Sovétríkjanna sálugu komast ekki með tærnar þar sem Rússar hafa hælana í efnahagslegu tilliti. Rússum tókst ekki að lyfta þeim upp. Auk þess á Rússland nú í langdregnum ófriði bæði í Georgíu og Aserbaídsjan auk Úkraínu. Aðeins Eystrasaltslöndin þrjú tóku upp lýðræði eftir 1991 og náið samstarf við önnur Evrópulönd, m.a. innan ESB.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun
Sovétríkin sálugu voru fimmtán talsins, þar af átta suðurríki. Hin sjö mátti kalla norðurríki svo notað sé bandarískt tungutak: Rússland, Hvíta-Rússland, Moldavía og Úkraína og Eystrasaltslöndin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen. Hér segir fyrst frá norðurríkjunum og síðan frá suðurríkjunum. Dragðu nú andann djúpt því nú kemur talnahríð.Norðurríkin Þegar Sovétríkin hrundu 1991 þótti mörgum sá atburður marka mikilvægustu tímamót evrópskrar sögu frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar 1945. Menn fylltust bjartsýni. Um 290 milljónir manna höfðu losnað undan oki kommúnismans eins og hendi væri veifað og gátu nú horft björtum augum fram á veginn. Norðurríkjunum hefur mörgum vegnað vel. Eystrasaltsríkin þrjú gengu inn í ESB um leið og færi gafst og m.a.s. inn í Nató og hrærast nú í meginstraumi evrópskrar menningar og stjórnmála eins og þau gerðu árin milli stríða. Þarna við austanvert Eystrasalt hafa orðið miklar framfarir undangenginn aldarfjórðung. Til dæmis hafa þjóðartekjur á mann í Eistlandi vaxið úr því að vera röskur þriðjungur af tekjum á mann í Finnlandi 1990 upp í tvo þriðju hluta 2015 skv. gögnum Alþjóðabankans. Eistum hefur því tekizt að brúa nálega helminginn af tekjubilinu sem skildi þá frá Finnum þegar Eistar endurheimtu frelsi sitt og sjálfstæði 1991. Moldavía, klemmd milli Rúmeníu og Úkraínu, er fátækasta land álfunnar. Tekjur á mann í Moldavíu voru fjórði partur af tekjum á mann í Finnlandi 1990 og eru nú komnar niður í áttunda part eins og í Pakistan. Samt má Moldavía nú heita óskorað lýðræðisríki ólíkt Rússlandi og Úkraínu þar sem sigið hefur á ógæfuhliðina í báðum löndum. Hvíta-Rússland er ennþá harðsvírað einræðisríki eins og það var sem hluti Sovétríkjanna fyrir 1991. Rússum hefur einnig vegnað vel að ýmsu leyti. Sé miðað við kaupmátt þjóðartekna á mann voru Rússar ekki hálfdrættingar á við Finna þegar Sovétríkin liðu undir lok. Áratug síðar, um aldamótin 2000, eftir erfið umskipti sem enn sér ekki fyrir endann á, var kaupmáttur þjóðartekna á mann í Rússlandi kominn niður í fjórðung af kaupmætti þjóðartekna á mann í Finnlandi. Eftir það tók Rússland kipp svo nú er munurinn á Rússum og Finnum ekki nema 40% Finnum í vil. Rússar standa Eystrasaltsþjóðunum þrem ekki langt að baki í efnahagslegu tilliti. Úkraína stendur á hinn bóginn langt að baki Rússlandi. Kaupmáttur þjóðartekna á mann í Úkraínu var aðeins litlu minni en í Rússlandi 1990 en nemur nú aðeins þriðjungi – og fimmtungi af kaupmætti þjóðartekna á mann í Finnlandi. Engan þarf því að undra á ófriðinum þar. Við þá Úkraínumenn sem vilja fylgja Eystrasaltsþjóðunum inn í ESB segja Rússar: Gangið heldur til liðs við okkur, við erum miklu ríkari en þið. Rússum fækkaði úr 148 milljónum 1990 í 144 milljónir 2015 á meðan Bandaríkjamönnum fjölgaði úr 249 milljónum í 321. Rússar hafa vanrækt að renna fjölbreyttum stoðum undir útflutning og eiga því mikið undir olíuverði á heimsmarkaði.Suðurríkin Víkur þá sögunni suður á bóginn. Suðurríkin átta voru Georgía, Armenía og Aserbaídsjan, lítil lönd sem liggja milli Svartahafs í vestri og Kaspíahafs í austri og önnur fimm sem bera heiti sem enda á stan eins og Pakistan og Gamla stan í Stokkhólmi. Stan þýðir stöð og þá kannski líka borg eða kastali. Suðurríkin fimm eru Kasakstan, Kirgisistan, Tadsjikistan, Túrkmenistan og Úsbekistan. Ætla hefði mátt við fall Sovétríkjanna að fólkið í þessum löndum fengi nú að feta sig áfram veginn að auknu lýðræði, en svo fór yfirleitt ekki. Einræðisherrann í Úsbekistan, Isam Karimov, féll frá um daginn eftir að hafa stjórnað landinu með harðri hendi frá 1990 og þar áður verið hæstráðandi í úsbeska kommúnistaflokknum um hríð fyrir fall Sovétríkjanna. Nú stendur til að dubba dóttur hans upp sem nýjan forseta. Úsbekistan hefur frá 1990 verið eitt harðsvíraðasta einræðisríki heimsins líkt og Túrkmenistan. Kasakstan fór ekki eins illa af stað en landið hefur færzt frá lýðræði meðan Tadsjikistan hefur staðið í stað og Kirgisistan hefur þróazt í lýðræðisátt. Efnahagur suðurríkjanna er bágborinn ef olíulöndin í hópnum (Aserbaídsjan, Kasakstan og Túrkmenistan) eru undan skilin. Tekjur á mann í Kirgisistan og Tadsjikistan eru lægri en í Bangladess. Tekjur á mann í Úsbekistan eru lægri en í Kongó. Hvítvoðungur í norðurríkjunum getur nú vænzt þess að ná 74 ára aldri á móti 71 ári í suðurríkjunum. Í Finnlandi geta nýfædd börn vænzt þess að ná 81 árs aldri og íslenzk börn 82ja.Önnur saga Bandaríkjunum tókst að varðveita sameiningu norðurríkja og suðurríkja undir lýðræðisstjórn. Til þess þurfti blóðugt borgarastríð 1861-1865 sem kostaði 600 þúsund mannslíf. Bandaríkin eru ein sterk heild og bjóða almenningi svipuð lífskjör í norðri og suðri. Margt ber að vísu enn á milli í stjórnmálum milli norðurríkjanna og suðurríkjanna þótt upphaflega ágreiningsefnið, þrælahald, sé löngu liðin tíð. Sovétríkin eru önnur saga. Fimm af átta suðurríkjum Sovétríkjanna sálugu komast ekki með tærnar þar sem Rússar hafa hælana í efnahagslegu tilliti. Rússum tókst ekki að lyfta þeim upp. Auk þess á Rússland nú í langdregnum ófriði bæði í Georgíu og Aserbaídsjan auk Úkraínu. Aðeins Eystrasaltslöndin þrjú tóku upp lýðræði eftir 1991 og náið samstarf við önnur Evrópulönd, m.a. innan ESB.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun