Volkswagen kynnir rafmagnsbíl með 600 km drægni í París Finnur Thorlacius skrifar 14. september 2016 11:14 Ef til vill verður Volkswagen BUDD-e Concept einn þeirra rafmagnsbíla sem standa mun á pöllunum í París. Volkswagen mun kynna rafmagnsbíl á bílasýningunni í París sem kemst 600 km á hverri hleðslu. Volkswagen telur að um mikinn tímamótabíl sé að ræða og jafnar honum við tilkomu Bjöllunnar og Golf á sínum tíma. Vænta má margra rafmagnsbíla frá Volkswagen á næstu árum en eftir dísilvélasvindl Volkswagen síðasta haust var stefnu fyrirtækisins breytt og mikil áhersla mun verða lögð á framleiðslu rafmagnsbíla. Volkswagen ætlar reyndar að kynna nokkra rafmagnsbíla í París og engan þeirra með minni drægni en 400 km. Það er meiri drægni en nýji Bolt rafmagnsbíllinn frá Chevrolet og talsvert meira en tilvonandi Tesla Model 3 bíll. Volkswagen hefur smíðað nýja gerð undirvagna fyrir rafmagnsbíla sína og munu þeir allir verða byggðir á sama undirvagni. Hætt er við því að rafmagnsbílar steli senunni á bílasýningunni í París, en þegar eru komnar margar fréttir af kynningu hinna ýmsu bílaframleiðenda á nýjum rafmagnsbílum. Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent
Volkswagen mun kynna rafmagnsbíl á bílasýningunni í París sem kemst 600 km á hverri hleðslu. Volkswagen telur að um mikinn tímamótabíl sé að ræða og jafnar honum við tilkomu Bjöllunnar og Golf á sínum tíma. Vænta má margra rafmagnsbíla frá Volkswagen á næstu árum en eftir dísilvélasvindl Volkswagen síðasta haust var stefnu fyrirtækisins breytt og mikil áhersla mun verða lögð á framleiðslu rafmagnsbíla. Volkswagen ætlar reyndar að kynna nokkra rafmagnsbíla í París og engan þeirra með minni drægni en 400 km. Það er meiri drægni en nýji Bolt rafmagnsbíllinn frá Chevrolet og talsvert meira en tilvonandi Tesla Model 3 bíll. Volkswagen hefur smíðað nýja gerð undirvagna fyrir rafmagnsbíla sína og munu þeir allir verða byggðir á sama undirvagni. Hætt er við því að rafmagnsbílar steli senunni á bílasýningunni í París, en þegar eru komnar margar fréttir af kynningu hinna ýmsu bílaframleiðenda á nýjum rafmagnsbílum.
Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent