Búvörusamningar, umdeild skýrsla og ásakanir um fals og lygar Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2016 20:00 Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sátu hjá og einn sagði nei þegar búvörusamningar urðu að lögum á Alþingi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu einnig harðlega skýrslu formanns og varaformanns fjárlaganefndar um einkavæðingu bankanna og sögðu hana óþinglega. Eitt umdeildasta mál yfirstandandi þings, búvörusamningar, urðu að lögum í dag. Málið er umdeilt og táknrænt að í í raun sátu fleiri hjá eða greiddu atkvæði gegn því en að lokum samþykktu það til laga. En þingmenn tókust á um fleira og var heitt í hamsi þegar þeir ræddu skýrslu formanns og varaformanns fjárlaganefndar um bankana. Nítján þingmenn samþykktu búvörusamningana, sjö sögðu nei og sextán greiddu ekki atkvæði. Athygli vekur að sjálfstæðisþingmaðurinn Sigríður Andersen sagði nei og fjórir aðrir þingmenn flokksins sátu hjá, eins og þingmenn Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Pírata en allir þingmenn Bjartrar framtíðar sögðu nei.En þá að umdeildri skýrslu Vigdísar Hauksdóttur og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um samninga fyrrverandi ríkisstjórnar um bankana við kröfuhafa. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd sagði skýrsluna ekki hafa fengið þinglega meðferð. „Skýrsla Vigdísar Hauksdóttur, háttvirts þingmanns, sem sögð er unnin af og fyrir meirihluta fjárlaganefndar, en enginn leggur þó formlega nafn sitt við hana; hefur ekki verið kynnt fjárlaganefnd með neinum formlegum hætti. Né hefur efni hennar eða innihald verið lagt fyrir nefndina til umfjöllunar. Og við í minnihluta fjárlaganefndar gerum við það alvarlegar athugasemdir,“ sagði Bjarkey. Árni Páll Árnason fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni tók undir þetta. „Það er stórhættulegt fordæmi ef það er þannig að ofstopamenn í forystu fyrir þingnefndum eigi að geta fram og búið til réttarhöld yfir pólitískum andstæðingum sínum. Án þess að Þeir fái einu sinni tækifæri til að koma fyrir nefnd og setja sín sjónarmið á framfæri,“ sagði Árni Páll. Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður nefndarinnar sagði að málið ætti að vera þingmönnum ljóst þar sem það hefði verið tekið fyrir í nefndinni hinn 26. apríl. „Hann veit líka virðulegur forseti að málið er á dagskrá á morgun. Hann veit það líka að það var kynnt á mánudaginn að málið yrði á dagskrá á morgun. Háttvirtum þingmönnum stjórnarandstöðunnar var líka boðið ef þeir hefðu áhuga á því að fá málið í kynningu áður en það var kynnt blaðamönnum,“ sagði Guðlaugur Þór.Hættu að ljúga Ásmundur Ásmundur Friðriksson sem er einn þriggja karla sem leiðir lista sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi mærði aðferðafræði flokksins í prófkjörum, sem væri önnur en aðferð Pírata og skaut föstum skotum á Birgittu Jónsdóttur. „Og svo situr bara einn í restina og velur lifandi eða dauða á listana,“ sagði Ásmundur um prófkjör Pírata. „Þegar þú ein (Birgitta) situr svo eftir og kroppar þá út sem þér líkar ekki við,“ sagði Ásmundur en Birgitta greip þá fram í fyrir honum. „Vertu ekki að fara með ósannindi,“ sagði Birgitta. „Þú ert nú bara að trufla mig í ræðunni þannig að ég gat ekki sagt það sem ég ætlaði að segja,“ svaraði Ásmundur og Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis barði í bjöllu sína og bað um hljóð í þingsalnum. En Birgitta gaf sig ekki og hrópaði ítrekað fram í „Hættu nú að ljúga þarna.“Góður búvörusamningur fyrir bændur og neytendur Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir ný búvörulög koma bæði bændum og neytendum til góða. Lögin skapi traustan grundvöll fyrir bændur og leiði til þess að almenningur fái gæða landbúnaðarvörur á lægra verði. Ráðherra undrast að fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi setið hjá við atkvæðagreiðslu um samninginn og einn sagt nei í ljósi þess að fjármálaráðherra hafi skrifað undir samninginn. Þá telur Gunnar Bragi ólíklegt að forsætisráðherra fari í formannsframboð á móti sitjandi formanni í Framsóknarflokknum. Enda væri hann þá að ganga á bak orða sinna. Búvörusamningar X16 Suður Tengdar fréttir Búvörusamningurinn samþykktur á þingi Aðeins þingmenn Bjartrar framtíðar og einn Sjálfstæðismaður, Sigríður Á. Andersen, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. 13. september 2016 16:10 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira
Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sátu hjá og einn sagði nei þegar búvörusamningar urðu að lögum á Alþingi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu einnig harðlega skýrslu formanns og varaformanns fjárlaganefndar um einkavæðingu bankanna og sögðu hana óþinglega. Eitt umdeildasta mál yfirstandandi þings, búvörusamningar, urðu að lögum í dag. Málið er umdeilt og táknrænt að í í raun sátu fleiri hjá eða greiddu atkvæði gegn því en að lokum samþykktu það til laga. En þingmenn tókust á um fleira og var heitt í hamsi þegar þeir ræddu skýrslu formanns og varaformanns fjárlaganefndar um bankana. Nítján þingmenn samþykktu búvörusamningana, sjö sögðu nei og sextán greiddu ekki atkvæði. Athygli vekur að sjálfstæðisþingmaðurinn Sigríður Andersen sagði nei og fjórir aðrir þingmenn flokksins sátu hjá, eins og þingmenn Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Pírata en allir þingmenn Bjartrar framtíðar sögðu nei.En þá að umdeildri skýrslu Vigdísar Hauksdóttur og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um samninga fyrrverandi ríkisstjórnar um bankana við kröfuhafa. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd sagði skýrsluna ekki hafa fengið þinglega meðferð. „Skýrsla Vigdísar Hauksdóttur, háttvirts þingmanns, sem sögð er unnin af og fyrir meirihluta fjárlaganefndar, en enginn leggur þó formlega nafn sitt við hana; hefur ekki verið kynnt fjárlaganefnd með neinum formlegum hætti. Né hefur efni hennar eða innihald verið lagt fyrir nefndina til umfjöllunar. Og við í minnihluta fjárlaganefndar gerum við það alvarlegar athugasemdir,“ sagði Bjarkey. Árni Páll Árnason fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni tók undir þetta. „Það er stórhættulegt fordæmi ef það er þannig að ofstopamenn í forystu fyrir þingnefndum eigi að geta fram og búið til réttarhöld yfir pólitískum andstæðingum sínum. Án þess að Þeir fái einu sinni tækifæri til að koma fyrir nefnd og setja sín sjónarmið á framfæri,“ sagði Árni Páll. Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður nefndarinnar sagði að málið ætti að vera þingmönnum ljóst þar sem það hefði verið tekið fyrir í nefndinni hinn 26. apríl. „Hann veit líka virðulegur forseti að málið er á dagskrá á morgun. Hann veit það líka að það var kynnt á mánudaginn að málið yrði á dagskrá á morgun. Háttvirtum þingmönnum stjórnarandstöðunnar var líka boðið ef þeir hefðu áhuga á því að fá málið í kynningu áður en það var kynnt blaðamönnum,“ sagði Guðlaugur Þór.Hættu að ljúga Ásmundur Ásmundur Friðriksson sem er einn þriggja karla sem leiðir lista sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi mærði aðferðafræði flokksins í prófkjörum, sem væri önnur en aðferð Pírata og skaut föstum skotum á Birgittu Jónsdóttur. „Og svo situr bara einn í restina og velur lifandi eða dauða á listana,“ sagði Ásmundur um prófkjör Pírata. „Þegar þú ein (Birgitta) situr svo eftir og kroppar þá út sem þér líkar ekki við,“ sagði Ásmundur en Birgitta greip þá fram í fyrir honum. „Vertu ekki að fara með ósannindi,“ sagði Birgitta. „Þú ert nú bara að trufla mig í ræðunni þannig að ég gat ekki sagt það sem ég ætlaði að segja,“ svaraði Ásmundur og Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis barði í bjöllu sína og bað um hljóð í þingsalnum. En Birgitta gaf sig ekki og hrópaði ítrekað fram í „Hættu nú að ljúga þarna.“Góður búvörusamningur fyrir bændur og neytendur Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir ný búvörulög koma bæði bændum og neytendum til góða. Lögin skapi traustan grundvöll fyrir bændur og leiði til þess að almenningur fái gæða landbúnaðarvörur á lægra verði. Ráðherra undrast að fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi setið hjá við atkvæðagreiðslu um samninginn og einn sagt nei í ljósi þess að fjármálaráðherra hafi skrifað undir samninginn. Þá telur Gunnar Bragi ólíklegt að forsætisráðherra fari í formannsframboð á móti sitjandi formanni í Framsóknarflokknum. Enda væri hann þá að ganga á bak orða sinna.
Búvörusamningar X16 Suður Tengdar fréttir Búvörusamningurinn samþykktur á þingi Aðeins þingmenn Bjartrar framtíðar og einn Sjálfstæðismaður, Sigríður Á. Andersen, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. 13. september 2016 16:10 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira
Búvörusamningurinn samþykktur á þingi Aðeins þingmenn Bjartrar framtíðar og einn Sjálfstæðismaður, Sigríður Á. Andersen, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. 13. september 2016 16:10