Lék óafvitandi með þýskum stórstjörnum Stefán Þór Hjartarson skrifar 12. september 2016 10:45 Arnar Dan stendur í ströngu þessa dagana, í Borgarleikhúsinu, Reykjavík Chips og heima fyrir en hann eignaðist nýlega son. Fréttablaðið/eyþór Þetta var náttúrulega stórfurðulegt, en maður lendir í ýmsum giggunum þegar maður er leikari. Þarna er ég að leika ungan strák sem er fyrir eldri konur, ég hitti píu á djamminu og fer með henni heim en hún sér eftir því og hendir mér út. Hún leikur á móti mér á þýsku en ég tala ensku. Síðan er þetta allt döbbað úti,“ segir Arnar Dan Kristjánsson leikari en hann lék síðasta sumar í kvikmyndinni Island Krimi – Der Tote vom Westfjord, eða Íslensk sakamál – Dauði á Vestfjörðum eins og það útleggst á ástkæra ylhýra, sem verður sýnd á RIFF-hátíðinni í lok mánaðar. Bak við þessa mynd er þýski leikstjórinn Till Endemann og í aðalhlutverki er Franka Potente, sem fer með hlutverk glæpasagnahöfundarins Sólveigar Karlsdóttur, en sögusvið myndarinnar er á Vestfjörðum. Þarna er svo einvalalið íslenskra leikara – Jóhann Jóhannsson, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Erlingur Gíslason, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Helgi Björnsson og Gunnar Hansson. „Þessi mynd var tekin upp síðasta sumar þegar ég var í algjöru stressi við að stofna Reykjavík Chips samhliða því að vera að leika í þessari mynd. Það var einhver geðveikasti tími sem ég hef átt á ævinni – en ég er mjög spenntur að sjá afraksturinn og ánægður með að myndin sé sýnd á RIFF. Það sem ég gerði mér engan veginn grein fyrir þegar ég tók þátt í þessari mynd var að þetta fólk er algjörar stjörnur í Þýskalandi, ég hef aldrei séð neitt af þessum leikkonum og leikurum en þau eru alveg „huge“ þarna úti. Aðalleikkonan Franka Potente, en við náðum ágætlega saman þarna, er til að mynda algjör stjarna þarna úti. Hún var til dæmis að deita Elijah Woods. Þannig að bláeygði íslenski strákurinn sem er að stofna frönskubúð er bara að leika í risa þýskri mynd,“ segir Arnar um þessa merkilegu reynslu. Arnar Dan er einn af mönnunum bak við veitingastaðinn Reykjavík Chips en þegar blaðamaður náði á hann var hann einmitt í óðaönn að hlaupa í skarðið í frönskunum vegna veikinda meðal starfsfólks. En Arnar er með fleiri bolta á lofti því hann leikur í Mamma Mia í Borgarleikhúsinu sem hefur verið sýnd þar í að verða fáránlega langan tíma, þetta eru orðnar einhverjar 90 sýningar, við gífurlegar vinsældir og síðan stofnaði hann nýverið annað fyrirtæki ef svo má segja en Arnar eignaðist son á dögunum og á því ansi langa daga um þessar mundir. Island Krimi – Der Tote vom Westfjord verður sýnd á kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst 29. september. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Þetta var náttúrulega stórfurðulegt, en maður lendir í ýmsum giggunum þegar maður er leikari. Þarna er ég að leika ungan strák sem er fyrir eldri konur, ég hitti píu á djamminu og fer með henni heim en hún sér eftir því og hendir mér út. Hún leikur á móti mér á þýsku en ég tala ensku. Síðan er þetta allt döbbað úti,“ segir Arnar Dan Kristjánsson leikari en hann lék síðasta sumar í kvikmyndinni Island Krimi – Der Tote vom Westfjord, eða Íslensk sakamál – Dauði á Vestfjörðum eins og það útleggst á ástkæra ylhýra, sem verður sýnd á RIFF-hátíðinni í lok mánaðar. Bak við þessa mynd er þýski leikstjórinn Till Endemann og í aðalhlutverki er Franka Potente, sem fer með hlutverk glæpasagnahöfundarins Sólveigar Karlsdóttur, en sögusvið myndarinnar er á Vestfjörðum. Þarna er svo einvalalið íslenskra leikara – Jóhann Jóhannsson, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Erlingur Gíslason, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Helgi Björnsson og Gunnar Hansson. „Þessi mynd var tekin upp síðasta sumar þegar ég var í algjöru stressi við að stofna Reykjavík Chips samhliða því að vera að leika í þessari mynd. Það var einhver geðveikasti tími sem ég hef átt á ævinni – en ég er mjög spenntur að sjá afraksturinn og ánægður með að myndin sé sýnd á RIFF. Það sem ég gerði mér engan veginn grein fyrir þegar ég tók þátt í þessari mynd var að þetta fólk er algjörar stjörnur í Þýskalandi, ég hef aldrei séð neitt af þessum leikkonum og leikurum en þau eru alveg „huge“ þarna úti. Aðalleikkonan Franka Potente, en við náðum ágætlega saman þarna, er til að mynda algjör stjarna þarna úti. Hún var til dæmis að deita Elijah Woods. Þannig að bláeygði íslenski strákurinn sem er að stofna frönskubúð er bara að leika í risa þýskri mynd,“ segir Arnar um þessa merkilegu reynslu. Arnar Dan er einn af mönnunum bak við veitingastaðinn Reykjavík Chips en þegar blaðamaður náði á hann var hann einmitt í óðaönn að hlaupa í skarðið í frönskunum vegna veikinda meðal starfsfólks. En Arnar er með fleiri bolta á lofti því hann leikur í Mamma Mia í Borgarleikhúsinu sem hefur verið sýnd þar í að verða fáránlega langan tíma, þetta eru orðnar einhverjar 90 sýningar, við gífurlegar vinsældir og síðan stofnaði hann nýverið annað fyrirtæki ef svo má segja en Arnar eignaðist son á dögunum og á því ansi langa daga um þessar mundir. Island Krimi – Der Tote vom Westfjord verður sýnd á kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst 29. september.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira