Voru í fangelsi í fjörutíu daga Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. september 2016 20:00 Um hundrað manns sóttu Breiðholtskirkju í dag til að sýna flóttafólki og hælisleitendum stuðning. Meðal þeirra sem héldu tölu voru hælisleitendur sem Útlendingastofnun hefur synjað um hæli. Morteza Songolzadeh, 36 ára gamall hælisleitandi frá Íran, var einn þeirra sem hélt tölu í dag. Hans býður dauðadómur í heimalandinu fyrir að hafa tekið upp kristna trú, en honum hefur verið synjað um hæli hér á landi og verður sendur til Frakklands á grundvelli dyflinnarrreglugerðarinnar á næstu dögum. „Auðvitað er þetta ógnvekjandi og ég bý við hugarangur á hverjum degi þegar ég bíð þess sem kann að gerast næst. Þegar ég sé ókunnuga manneskju á símanum hugsa ég: „Þetta er búið núna. Nú ætla þeir að vísa mér úr landi,“ segir Morteza. Morteza veit ekki hvenær hann verður sendur úr landi. Hann óttast að vera sendur til Írans frá Frakklandi. „Ég var dæmdur til dauða og mun örugglega verða hengdur þar,“ segir Morteza.Homa og Hasti flúðu Íran þar sem þær eru kristnar.Vísir/SkjáskotÞurftu að flýja vegna trúar sinnarÍ messunni voru þær Homa og Hasti Megrmozhdehi en þær sóttu um hæli hér á landi fyrir tveimur mánuðum ásamt móður og föður. Fjölskyldan kemur fram Íran en þurfti að flýja land af sömu ástæðu og Morteza en þau eru kristin. Þau sóttu fyrst um hæli í Grikklandi og voru sett í fangelsi í fjörutíu daga. „Þegar við komum þangað fangelsuðu þeir okkur og fjölskyldu okkar. Yngri systir mín er undir lögaldri en í fangelsinu vorum við innan um þjófa og fíkniefnasjúklinga. Ég veit ekki af hverju og þegar við spurðum fengum við engin svör,“ segir Homa en hún er 23 ára og Hasti er 13 ára. Fjölskyldan vonast að fá hæli hér landi og vill aðlagast íslensku samfélagi. „Ég gleðst yfir að vera hér og við erum örugg nú. Á morgun get ég farið í skóla og það er gott fyrir mig,“ segir Hasti. Það var séra Sólveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, sem prédikaði í messunni. „Ef fólk vill koma hingað til að lifa í friði þá finnst mér að við eigum að veita þeim hæli. Það er bara mín einfalda skoðun,“ segir Sólveig. Flóttamenn Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira
Um hundrað manns sóttu Breiðholtskirkju í dag til að sýna flóttafólki og hælisleitendum stuðning. Meðal þeirra sem héldu tölu voru hælisleitendur sem Útlendingastofnun hefur synjað um hæli. Morteza Songolzadeh, 36 ára gamall hælisleitandi frá Íran, var einn þeirra sem hélt tölu í dag. Hans býður dauðadómur í heimalandinu fyrir að hafa tekið upp kristna trú, en honum hefur verið synjað um hæli hér á landi og verður sendur til Frakklands á grundvelli dyflinnarrreglugerðarinnar á næstu dögum. „Auðvitað er þetta ógnvekjandi og ég bý við hugarangur á hverjum degi þegar ég bíð þess sem kann að gerast næst. Þegar ég sé ókunnuga manneskju á símanum hugsa ég: „Þetta er búið núna. Nú ætla þeir að vísa mér úr landi,“ segir Morteza. Morteza veit ekki hvenær hann verður sendur úr landi. Hann óttast að vera sendur til Írans frá Frakklandi. „Ég var dæmdur til dauða og mun örugglega verða hengdur þar,“ segir Morteza.Homa og Hasti flúðu Íran þar sem þær eru kristnar.Vísir/SkjáskotÞurftu að flýja vegna trúar sinnarÍ messunni voru þær Homa og Hasti Megrmozhdehi en þær sóttu um hæli hér á landi fyrir tveimur mánuðum ásamt móður og föður. Fjölskyldan kemur fram Íran en þurfti að flýja land af sömu ástæðu og Morteza en þau eru kristin. Þau sóttu fyrst um hæli í Grikklandi og voru sett í fangelsi í fjörutíu daga. „Þegar við komum þangað fangelsuðu þeir okkur og fjölskyldu okkar. Yngri systir mín er undir lögaldri en í fangelsinu vorum við innan um þjófa og fíkniefnasjúklinga. Ég veit ekki af hverju og þegar við spurðum fengum við engin svör,“ segir Homa en hún er 23 ára og Hasti er 13 ára. Fjölskyldan vonast að fá hæli hér landi og vill aðlagast íslensku samfélagi. „Ég gleðst yfir að vera hér og við erum örugg nú. Á morgun get ég farið í skóla og það er gott fyrir mig,“ segir Hasti. Það var séra Sólveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, sem prédikaði í messunni. „Ef fólk vill koma hingað til að lifa í friði þá finnst mér að við eigum að veita þeim hæli. Það er bara mín einfalda skoðun,“ segir Sólveig.
Flóttamenn Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira