Ruth: Ekki mikið sem breytist á svona skömmum tíma Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. september 2016 06:30 Fylkir er með örlögin í sínum höndum. vísir/ernir Fylkir, Selfoss og KR freista þess öll að forðast að fylgja ÍA niður í 1. deild í dag er lokaumferð Pepsi-deildar kvenna fer fram. Fjögur neðstu liðin mætast innbyrðis í dag. KR sækir ÍA heim og í Árbænum mætast Fylkir og Selfoss. Þrátt fyrir dapurt gengi í sumar og fjögur töp í röð eru Fylkiskonur enn með örlögin í sínum höndum. Vinni þær Selfyssinga eru þær hólpnar. „Það er miklu betra að þetta sé í okkar höndum. Við þurfum bara að treysta á okkur sjálfar. Við förum bara með eitt markmið í þennan leik og það er að vinna,“ sagði Ruth Þórðar Þórðardóttir, fyrirliði Fylkis, í samtali við Vísi í gær. Hún segir að slæmt gengi í sumar hafi eðlilega áhrif á sálarástand leikmanna liðsins.Skakkaföll í sumar „Það gerir það auðvitað. Við erum líka búnar að lenda í miklum áföllum, misst marga leikmenn og gengið í gegnum ýmislegt í sumar. En hópurinn sem er núna er þéttur og góður,“ sagði Ruth.Í síðustu viku skipti Fylkir um þjálfara. Eiður Benedikt Eiríksson var látinn fara og við tók Kristbjörg Ingadóttir. Þjálfaraskiptin báru ekki árangur strax en í fyrsta leik eftir þau tapaði Fylkir 6-0 fyrir Þór/KA. „Það er kannski ekki mikið sem breytist á svona skömmum tíma, þetta eru bara 10 dagar eða svo. En ég held að þetta hafi verið gert með hagsmuni liðsins á þessum tímapunkti í huga. Það verður bara í koma í ljós hvort þetta var rétt ákvörðun eða ekki,“ sagði Ruth. Fylkir hefur lent nokkrum vandræðum með leikmenn í sumar, sumir meiðst og aðrir farið, og fyrir vikið hafa ungir leikmenn fengið tækifæri. Það gæti reynst dýrmætt upp á framtíðina að gera segir Ruth. „Í byrjun tímabils vorum við með mjög góðan hóp en við höfum lent í miklum áföllum; mikið af meiðslum og útlendingarnir stóðu ekki undir væntingum og fóru svo. Ungar stelpur, úr 2. og 3. flokki, hafa fengið tækifæri og eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. Það er vonandi jákvætt fyrir framtíðina,“ sagði Ruth.Reynir á reynsluna Þrátt fyrir að það hafi kvarnast úr leikmannahópi Fylkis í sumar er töluverð reynsla til staðar í hópnum. „Við erum nokkrar sem eru búnar að spila mjög lengi saman og lengi fyrir Fylki. Nú þurfum við, og ungu stelpurnar, að stíga upp,“ sagði Ruth að endingu. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Fylkir, Selfoss og KR freista þess öll að forðast að fylgja ÍA niður í 1. deild í dag er lokaumferð Pepsi-deildar kvenna fer fram. Fjögur neðstu liðin mætast innbyrðis í dag. KR sækir ÍA heim og í Árbænum mætast Fylkir og Selfoss. Þrátt fyrir dapurt gengi í sumar og fjögur töp í röð eru Fylkiskonur enn með örlögin í sínum höndum. Vinni þær Selfyssinga eru þær hólpnar. „Það er miklu betra að þetta sé í okkar höndum. Við þurfum bara að treysta á okkur sjálfar. Við förum bara með eitt markmið í þennan leik og það er að vinna,“ sagði Ruth Þórðar Þórðardóttir, fyrirliði Fylkis, í samtali við Vísi í gær. Hún segir að slæmt gengi í sumar hafi eðlilega áhrif á sálarástand leikmanna liðsins.Skakkaföll í sumar „Það gerir það auðvitað. Við erum líka búnar að lenda í miklum áföllum, misst marga leikmenn og gengið í gegnum ýmislegt í sumar. En hópurinn sem er núna er þéttur og góður,“ sagði Ruth.Í síðustu viku skipti Fylkir um þjálfara. Eiður Benedikt Eiríksson var látinn fara og við tók Kristbjörg Ingadóttir. Þjálfaraskiptin báru ekki árangur strax en í fyrsta leik eftir þau tapaði Fylkir 6-0 fyrir Þór/KA. „Það er kannski ekki mikið sem breytist á svona skömmum tíma, þetta eru bara 10 dagar eða svo. En ég held að þetta hafi verið gert með hagsmuni liðsins á þessum tímapunkti í huga. Það verður bara í koma í ljós hvort þetta var rétt ákvörðun eða ekki,“ sagði Ruth. Fylkir hefur lent nokkrum vandræðum með leikmenn í sumar, sumir meiðst og aðrir farið, og fyrir vikið hafa ungir leikmenn fengið tækifæri. Það gæti reynst dýrmætt upp á framtíðina að gera segir Ruth. „Í byrjun tímabils vorum við með mjög góðan hóp en við höfum lent í miklum áföllum; mikið af meiðslum og útlendingarnir stóðu ekki undir væntingum og fóru svo. Ungar stelpur, úr 2. og 3. flokki, hafa fengið tækifæri og eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. Það er vonandi jákvætt fyrir framtíðina,“ sagði Ruth.Reynir á reynsluna Þrátt fyrir að það hafi kvarnast úr leikmannahópi Fylkis í sumar er töluverð reynsla til staðar í hópnum. „Við erum nokkrar sem eru búnar að spila mjög lengi saman og lengi fyrir Fylki. Nú þurfum við, og ungu stelpurnar, að stíga upp,“ sagði Ruth að endingu.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann