Sundáhrif Sólveigar opna RIFF 29. september 2016 10:00 Sundáhrifin segir frá Samir sem er ástfanginn af sundkennara sínu, Agathe, og óskar að bæta ráð sitt gagnvart henni. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Reykjavík International Film Festival, RIFF, hefst í kvöld. Opnunarmynd hátíðarinnar er Sundáhrif, kvikmynd eftir Sólveigu Anspach og verður hún sýnd í stóra sal Háskólabíós í kvöld. Myndin var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni Cannes í vor þar sem hún hlaut SACD-verðlaunin fyrir bestu frönskumælandi kvikmyndina á lokahófi dagskrárinnar Director's Fortnight. Myndin segir frá Samir sem er ástfanginn af sundkennara sínu, Agathe, og óskar að bæta ráð sitt gagnvart henni. Samir eltir ástina til Íslands en verður fyrir rafstraumi sem gerir það að verkum að hann missir minnið og vandast þá málin því hvernig getur hann bætt upp fyrir nokkuð sem hann ekki man. Getur Agathe aðstoðað hann við að endurheimta minnið, og um leið ást hans í hennar garð? Florence Loiret Caille og Samir Guesmi fara með aðalhlutverkin. Með önnur hlutverk fara ljóðskáldið Didda Jónsdóttir, sem leikið hefur í alls fjórum myndum Sólveigar, Frosti Jón Runólfsson, Ingvar E. Sigurðsson og Kristbjörg Kjeld. Tökur á Sundáhrifunum fóru fram í Frakklandi og á Íslandi árið 2014 og 2015. Sólveig glímdi við illvígt krabbamein á meðan á tökum stóð og lést í ágúst í fyrra. Hún leikstýrði alls fjórtán myndum á farsælum ferli sínum. „Við veljum Sundáhrifin af því að okkur finnst Sólveig vera frábær kvikmyndagerðarkona og við höfum sýnt mikið af myndum eftir hana. Þetta er fyrst og fremst skemmtileg og góð mynd. Ég var viðstödd heimsfrumsýninguna úti í Cannes og hún vakti mikla hrifningu gesta í salnum,“ sagði Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, í viðtali við Fréttablaðið í ágúst. RIFF verður sett við hátíðlega athöfn í Háskólabíói í kvöld. Kvikmyndahátíðin stendur yfir í tíu daga, eða til 9. október næstkomandi. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Reykjavík International Film Festival, RIFF, hefst í kvöld. Opnunarmynd hátíðarinnar er Sundáhrif, kvikmynd eftir Sólveigu Anspach og verður hún sýnd í stóra sal Háskólabíós í kvöld. Myndin var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni Cannes í vor þar sem hún hlaut SACD-verðlaunin fyrir bestu frönskumælandi kvikmyndina á lokahófi dagskrárinnar Director's Fortnight. Myndin segir frá Samir sem er ástfanginn af sundkennara sínu, Agathe, og óskar að bæta ráð sitt gagnvart henni. Samir eltir ástina til Íslands en verður fyrir rafstraumi sem gerir það að verkum að hann missir minnið og vandast þá málin því hvernig getur hann bætt upp fyrir nokkuð sem hann ekki man. Getur Agathe aðstoðað hann við að endurheimta minnið, og um leið ást hans í hennar garð? Florence Loiret Caille og Samir Guesmi fara með aðalhlutverkin. Með önnur hlutverk fara ljóðskáldið Didda Jónsdóttir, sem leikið hefur í alls fjórum myndum Sólveigar, Frosti Jón Runólfsson, Ingvar E. Sigurðsson og Kristbjörg Kjeld. Tökur á Sundáhrifunum fóru fram í Frakklandi og á Íslandi árið 2014 og 2015. Sólveig glímdi við illvígt krabbamein á meðan á tökum stóð og lést í ágúst í fyrra. Hún leikstýrði alls fjórtán myndum á farsælum ferli sínum. „Við veljum Sundáhrifin af því að okkur finnst Sólveig vera frábær kvikmyndagerðarkona og við höfum sýnt mikið af myndum eftir hana. Þetta er fyrst og fremst skemmtileg og góð mynd. Ég var viðstödd heimsfrumsýninguna úti í Cannes og hún vakti mikla hrifningu gesta í salnum,“ sagði Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, í viðtali við Fréttablaðið í ágúst. RIFF verður sett við hátíðlega athöfn í Háskólabíói í kvöld. Kvikmyndahátíðin stendur yfir í tíu daga, eða til 9. október næstkomandi.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira