Heppnin með Spánverja á Bíldshöfða: „Þetta var bara hans dagur“ Ásgeir Erlendsson skrifar 28. september 2016 11:30 Það þykir ganga kraftaverki næst að erlendir ferðamenn skyldu ekki slasast alvarlega þegar öflug gassprenging varð við metandælu bensínstöðvar við Bíldshöfða. Ferðamennirnir reyndu að dæla Metani á própan-gaskút en slíkt hefur ekki gerst áður að sögn forstjóra N1. Húsbíll þeirra og dælan eru gjörónýt. Slökkvilið, lögregla og sjúkralið voru kölluð að bensínstöð N1 við Bíldshöfða á öðrum tímanum í gær þegar tilkynnt var um öfluga gassprengingu við metandælu stöðvarinnar. Í fyrstu var óttast um metanleka í kjölfar sprengingarinnar og var götum í kringum bensínstöðina lokað. „Erlendur ferðamaður reynir að dæla metangasi á gaskút sem á að vera própangas í. Kúturinn springur og bifreiðin í rauninni með,“ segri Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1. Brak frá kútnum dreyfðist í allar áttir og með ólíkindum að ferðamaðurinn sem stóð við kútinn skyldi sleppa nær ómeiddur. Ferðamönnunum var skiljanlega brugðið en þeir unnu að því að bjarga verðmætum úr húsbílnum áður en hann var fluttur af vettvangi. „Þetta hefur verið mikið sjokk fyrir þau því að þetta hefði getað farið mjög illa. Bara heppin að hafa lifað,“ segir Þórir Steinarsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Sem betur fer. Það er bara hans dagur í dag.“ Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, segir að þrýstingurinn á metandælunni sé tuttugufalt meiri en á dælu sem fyllir á própangaskúta. Þar að auki sé bannað að dæla sjálfur á slíka kúta en atvik sem þetta hefur ekki komið upp áður hér á landi. „Vanalega kemur fólk inn og kaupir nýjan kút. Þetta er greinilega eitthvað sem við þurfum að fylgjast með útaf aukningu ferðamanna.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Það þykir ganga kraftaverki næst að erlendir ferðamenn skyldu ekki slasast alvarlega þegar öflug gassprenging varð við metandælu bensínstöðvar við Bíldshöfða. Ferðamennirnir reyndu að dæla Metani á própan-gaskút en slíkt hefur ekki gerst áður að sögn forstjóra N1. Húsbíll þeirra og dælan eru gjörónýt. Slökkvilið, lögregla og sjúkralið voru kölluð að bensínstöð N1 við Bíldshöfða á öðrum tímanum í gær þegar tilkynnt var um öfluga gassprengingu við metandælu stöðvarinnar. Í fyrstu var óttast um metanleka í kjölfar sprengingarinnar og var götum í kringum bensínstöðina lokað. „Erlendur ferðamaður reynir að dæla metangasi á gaskút sem á að vera própangas í. Kúturinn springur og bifreiðin í rauninni með,“ segri Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1. Brak frá kútnum dreyfðist í allar áttir og með ólíkindum að ferðamaðurinn sem stóð við kútinn skyldi sleppa nær ómeiddur. Ferðamönnunum var skiljanlega brugðið en þeir unnu að því að bjarga verðmætum úr húsbílnum áður en hann var fluttur af vettvangi. „Þetta hefur verið mikið sjokk fyrir þau því að þetta hefði getað farið mjög illa. Bara heppin að hafa lifað,“ segir Þórir Steinarsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Sem betur fer. Það er bara hans dagur í dag.“ Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, segir að þrýstingurinn á metandælunni sé tuttugufalt meiri en á dælu sem fyllir á própangaskúta. Þar að auki sé bannað að dæla sjálfur á slíka kúta en atvik sem þetta hefur ekki komið upp áður hér á landi. „Vanalega kemur fólk inn og kaupir nýjan kút. Þetta er greinilega eitthvað sem við þurfum að fylgjast með útaf aukningu ferðamanna.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira