Tekist á um framtíð þjóðar Sveinn Arnarsson skrifar 27. september 2016 07:00 Úr þingsal. Vísir Eldhúsdagsumræður fóru fram á Alþingi í gær í síðasta skipti fyrir kosningarnar þann 29. október næstkomandi og tókust menn á um forgangsröðun sitjandi stjórnvalda. Bæði formaður Samfylkingarinnar og formaður þingflokks VG héldu til haga í þessum umræðum í gær ástæðu þess að gengið væri til kosninga nú í haust. „Í apríl voru forystumenn ríkisstjórnarflokkanna staðnir að því að hafa átt peninga í skattaskjólum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir. „Þess vegna er eldhúsdagurinn núna í september, vegna þess að þjóðinni ofbauð þegar spillingin vall fram yfir samfélagið allt. Þess vegna á að fara að kjósa.“ Málefni aldraðra, heilbrigðismál, flóttamannaverkefnið og menntamál voru ofarlega á baugi ræðumanna í gær. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fór yfir stöðu íslensks samfélags nú í lok þessa kjörtímabils. Sagði hann þessa ríkisstjórn hafa náð markverðum árangri í ríkisfjármálum sem og í því að lækka skuldir heimilanna. Milljarðaálögur á bæði fyrirtæki og einstaklinga hafi verið lækkaðar til hagsbóta fyrir alla en á sama tíma hafi verðbólga verið lítil, hagvaxtarskeiðið langt og samfelldur stöðugleiki aldrei verið lengri. Einnig benti Bjarni á mikinn samhljóm allra flokka í því að nú væri lag að auka við fjármagn í heilbrigðiskerfið og í almannatryggingar. Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingar, sagði traustið hafa rofnað með tilkomu Panamaskjalanna svokölluðu, sem afhjúpuðu eignir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í skattaskjóli. Hvorki formaður né varaformaður Framsóknarflokksins tóku til máls í gærkveldi í eldhúsdagsumræðunum. Nú, fimm vikum fyrir kosningar, sætir það tíðindum að Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð, sem gegnt hafa stöðu forsætisráðherra á þessu kjörtímabili, hafi ekki talað til landsmanna um það sem gert hefur verið á kjörtímabilinu. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði mikilvægt að allir áttuðu sig á því að hér á landi varð ekki allt frábært þegar sitjandi ríkisstjórn kom til valda. Ríkisstjórnin hafi tekið við góðu búi vinstriflokkanna eftir hrunárin. Einnig sagði hún núverandi ríkisstjórn hafa átt Evrópumet í fjölda ráðherra í Panamaskjölunum. Spurði hún af því tilefni hvort þetta væri rétta fólkið til að takast á við skattaskjólin. Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra utan þings, hélt framsöguræðu fyrir Framsóknarflokkinn, en hvorki formaður né varaformaður flokksins tóku til máls nú. Lilja sagði það mjög mikilvægt að við stýri þjóðarskútunnar væri reyndur skipstjóri.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Sjá meira
Eldhúsdagsumræður fóru fram á Alþingi í gær í síðasta skipti fyrir kosningarnar þann 29. október næstkomandi og tókust menn á um forgangsröðun sitjandi stjórnvalda. Bæði formaður Samfylkingarinnar og formaður þingflokks VG héldu til haga í þessum umræðum í gær ástæðu þess að gengið væri til kosninga nú í haust. „Í apríl voru forystumenn ríkisstjórnarflokkanna staðnir að því að hafa átt peninga í skattaskjólum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir. „Þess vegna er eldhúsdagurinn núna í september, vegna þess að þjóðinni ofbauð þegar spillingin vall fram yfir samfélagið allt. Þess vegna á að fara að kjósa.“ Málefni aldraðra, heilbrigðismál, flóttamannaverkefnið og menntamál voru ofarlega á baugi ræðumanna í gær. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fór yfir stöðu íslensks samfélags nú í lok þessa kjörtímabils. Sagði hann þessa ríkisstjórn hafa náð markverðum árangri í ríkisfjármálum sem og í því að lækka skuldir heimilanna. Milljarðaálögur á bæði fyrirtæki og einstaklinga hafi verið lækkaðar til hagsbóta fyrir alla en á sama tíma hafi verðbólga verið lítil, hagvaxtarskeiðið langt og samfelldur stöðugleiki aldrei verið lengri. Einnig benti Bjarni á mikinn samhljóm allra flokka í því að nú væri lag að auka við fjármagn í heilbrigðiskerfið og í almannatryggingar. Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingar, sagði traustið hafa rofnað með tilkomu Panamaskjalanna svokölluðu, sem afhjúpuðu eignir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í skattaskjóli. Hvorki formaður né varaformaður Framsóknarflokksins tóku til máls í gærkveldi í eldhúsdagsumræðunum. Nú, fimm vikum fyrir kosningar, sætir það tíðindum að Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð, sem gegnt hafa stöðu forsætisráðherra á þessu kjörtímabili, hafi ekki talað til landsmanna um það sem gert hefur verið á kjörtímabilinu. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði mikilvægt að allir áttuðu sig á því að hér á landi varð ekki allt frábært þegar sitjandi ríkisstjórn kom til valda. Ríkisstjórnin hafi tekið við góðu búi vinstriflokkanna eftir hrunárin. Einnig sagði hún núverandi ríkisstjórn hafa átt Evrópumet í fjölda ráðherra í Panamaskjölunum. Spurði hún af því tilefni hvort þetta væri rétta fólkið til að takast á við skattaskjólin. Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra utan þings, hélt framsöguræðu fyrir Framsóknarflokkinn, en hvorki formaður né varaformaður flokksins tóku til máls nú. Lilja sagði það mjög mikilvægt að við stýri þjóðarskútunnar væri reyndur skipstjóri.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Sjá meira