Óttar: Furðuleg forgangsröðun ríkisstjórnarinnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. september 2016 21:08 Óttar Proppé, formaður Bjartar framtíðar, gagnrýndi stjórnarflokkanna tvo harðlega fyrir stefnumál sín. Óttar Proppé, formaður Bjartar framtíðar, gagnrýndi stjórnarflokkanna tvo harðlega fyrir stefnumál sín á kjörtímabilinu. Í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis sagðist hann hafa vonað, þegar hann fyrst hélt slíka ræðu fyrir þremur árum, að þingið yrði besta þing í heimi. Honum hafi hins vegar ekki orðið að ósk sinni. „Þetta var skrýtið kjörtímabil og skrýtin og sérstaklega ólánsöm ríkisstjórn sem nú er að gefast upp á rólunum eins og hún Grýla gamla hérna forðum,“ sagði Óttar sem gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að hafa lækkað veiðigjöld og afnumið auðlindagjald og þar með „afsalaði ríkisstjórnin sér tekjum sem hefðu getað nýst til að byggja upp innviði, nú eða hækka laun til aldraðra og öryrkja. Eða jafnvel til að reka skurðstofur í Vestmannaeyjum, byggja upp heilsugæsluna.“ Þá sagði hann það verðugt verkefni að lækka tolla og vörugjöld en benti Óttar á að ríkisstjórnin hefði hækkað skatta á skólabækur og mat. Taldi hann það vera furðulega forgangsröðun. Ræddi Óttar einnig um skuldaleiðréttinguna og sagði hann aðgerðina hafa nýst best höfuðborgarbúum á miðjum aldri. „Áttatíu milljarðar fóru í svokallaða skuldaleiðréttingu. Peningum var dreift til sumra sem höfðu farið illa út úr hruninu en ekki td þeirra sem skulda verðtryggð námslán. Aðgerðin nýttist best höfuðborgarbúum á miðjum aldri og upp úr, ekki tekjulágum leigjendum eða þeim sem misst höfðu vinnu. Kostnaðurinn við aðgerðina hljóp á milljörðum. Þarna fóru Áttatíu þúsund miljónir sem fara ekki í annað. Björt framtíð stóð hart gegn þessari aðferðarfræði.“ Sagði hann það ekki vera í boði að pólítikin á Íslandi hafi verið lömuð undanfarna mánuði vegna vandræðra einstakra ráðherra og innanflokksátaka og vísaði þar til Wintris-málsins og uppljóstrana í tengslum við Panama-skjölin. „Það að íslenskt samfélag hafi verið á hvolfi og pólitíkin lömuð svo mánuðum skiptir út af vandræðum einstakra ráðherra og innanflokksátaka í stjórnarflokkunum nær náttúrulega engri átt. Svona rugl er bara ekki í boði eins og sagt er.“ Gerði hann góðlátlegt grín að áætlun ríkisstjórnarinnar um að banna verðtryggð lán og sagði hann ljóst að sú aðgerð næði til mjög þröngs hóps og væri eins og að banna sölu á tóbaki til reyklausra. „Góðann daginn, ég fæ kannski hjá þér smávindla. -Uuuuu. Ertu reykingamaður. -Nei ég er reyndar hættur sjálfur. -Þá get ég ekki afgreitt þig. Ríkisstjórnin var að setja bann...“ Sagði hann ljóst að það væru hópar útundan uppganginum sem væri í samfélaginu um þessar mundir. Tryggja þyrfti að samfélagið væri fyrir alla. „Sagan hefur sýnt að við erum bjartsýn þjóð og setjum markið hátt. Verum ekki þeir aumingjar að þora ekki að tryggja að samfélagið sé raunverulega fyrir alla. Hendum okkur bara í það og fáum sem flesta með í verkið. Alþingi Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Óttar Proppé, formaður Bjartar framtíðar, gagnrýndi stjórnarflokkanna tvo harðlega fyrir stefnumál sín á kjörtímabilinu. Í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis sagðist hann hafa vonað, þegar hann fyrst hélt slíka ræðu fyrir þremur árum, að þingið yrði besta þing í heimi. Honum hafi hins vegar ekki orðið að ósk sinni. „Þetta var skrýtið kjörtímabil og skrýtin og sérstaklega ólánsöm ríkisstjórn sem nú er að gefast upp á rólunum eins og hún Grýla gamla hérna forðum,“ sagði Óttar sem gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að hafa lækkað veiðigjöld og afnumið auðlindagjald og þar með „afsalaði ríkisstjórnin sér tekjum sem hefðu getað nýst til að byggja upp innviði, nú eða hækka laun til aldraðra og öryrkja. Eða jafnvel til að reka skurðstofur í Vestmannaeyjum, byggja upp heilsugæsluna.“ Þá sagði hann það verðugt verkefni að lækka tolla og vörugjöld en benti Óttar á að ríkisstjórnin hefði hækkað skatta á skólabækur og mat. Taldi hann það vera furðulega forgangsröðun. Ræddi Óttar einnig um skuldaleiðréttinguna og sagði hann aðgerðina hafa nýst best höfuðborgarbúum á miðjum aldri. „Áttatíu milljarðar fóru í svokallaða skuldaleiðréttingu. Peningum var dreift til sumra sem höfðu farið illa út úr hruninu en ekki td þeirra sem skulda verðtryggð námslán. Aðgerðin nýttist best höfuðborgarbúum á miðjum aldri og upp úr, ekki tekjulágum leigjendum eða þeim sem misst höfðu vinnu. Kostnaðurinn við aðgerðina hljóp á milljörðum. Þarna fóru Áttatíu þúsund miljónir sem fara ekki í annað. Björt framtíð stóð hart gegn þessari aðferðarfræði.“ Sagði hann það ekki vera í boði að pólítikin á Íslandi hafi verið lömuð undanfarna mánuði vegna vandræðra einstakra ráðherra og innanflokksátaka og vísaði þar til Wintris-málsins og uppljóstrana í tengslum við Panama-skjölin. „Það að íslenskt samfélag hafi verið á hvolfi og pólitíkin lömuð svo mánuðum skiptir út af vandræðum einstakra ráðherra og innanflokksátaka í stjórnarflokkunum nær náttúrulega engri átt. Svona rugl er bara ekki í boði eins og sagt er.“ Gerði hann góðlátlegt grín að áætlun ríkisstjórnarinnar um að banna verðtryggð lán og sagði hann ljóst að sú aðgerð næði til mjög þröngs hóps og væri eins og að banna sölu á tóbaki til reyklausra. „Góðann daginn, ég fæ kannski hjá þér smávindla. -Uuuuu. Ertu reykingamaður. -Nei ég er reyndar hættur sjálfur. -Þá get ég ekki afgreitt þig. Ríkisstjórnin var að setja bann...“ Sagði hann ljóst að það væru hópar útundan uppganginum sem væri í samfélaginu um þessar mundir. Tryggja þyrfti að samfélagið væri fyrir alla. „Sagan hefur sýnt að við erum bjartsýn þjóð og setjum markið hátt. Verum ekki þeir aumingjar að þora ekki að tryggja að samfélagið sé raunverulega fyrir alla. Hendum okkur bara í það og fáum sem flesta með í verkið.
Alþingi Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira