„Skiptir máli að við stýrið sitji reynslumikill bílstjóri sem kunni að keyra við ólíkar aðstæður“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. september 2016 20:52 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra. Vísir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, sagði í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis í kvöld að mikilvægt væri að „reynslumikill bílstjóri“ væri við stýrið á efnahagsrútunni. Tekist hafi að rétta við ástand efnahagsmála á Íslandi frá hruni en mikilvægt væri að halda áfram á slíkri vegferð. „Hins vegar hefur aldrei verið mikilvægara en nú, að hafa augun á veginum og tryggja að við keyrum ekki of hratt. Því jafnvel þótt vegurinn hafi batnað eru beygjurnar krappar, og augnabliks kæruleysi getur verið dýrkeypt. Þess vegna skiptir máli, að við stýrið sitji reynslumikill bílstjóri sem kunni að keyra við ólíkar aðstæður,“ sagði Lilja. Sagði hún að skapast hefði svigrúm til þess að efla innviði samfélagsins og efla ætti heilbrigðiskerfið, fjarskiptagerfi og vegi svo allir landsmenn sitji við sama borð. Þá fagnaði hún því að Alþingi hefði fullgilt samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk. „Í stóra samhenginu felur fullgildingin í sér skýra stefnumörkun, um að fatlað fólk njóti fullra mannréttinda og að samfélagið okkar verði betra. Það er markmiðið með flestum þeim málum sem rædd eru í þessum sal. Að bæta samfélagið,“ sagði Lilja. Sagði hún einnig að nýlegt atvik þar sem rússneskar herflugvélar hefðu flogið undir íslenskri farþegaþotu á leið til Stokkhólms sýndi mikilvægi þess að á Íslandi væri ekki eyland þegar kemur að öryggismálum. „Atvik af þessu tagi minna okkur á hið stóra samhengi hlutanna. Að nýsamþykkt lög um þjóðaröryggisráð og -stefnu eru ekki upp á punt, heldur snúast um raunveruleg mál sem varða fullveldi Íslands og öryggi almennings.“ Þá sagði hún að stefna Framsóknarflokksins væru sú að tryggja að landið allt verði áfram í byggð, það væru hagsmunir allra. Aðrir flokkar kynnu að vera því ósammála en að allir hlytu að vera sammála um að stækka þyrfti þjóðarkökuna. „Þess vegna eru efnahagsmál svo mikilvæg. Að heimilin í landinu séu sterk, að atvinnulíf blómstri, að atvinnuþátttaka sé mikil og að við sköpum aukin verðmæti. Brýnt er að staða ríkissjóðs sé traust og að skýr stefna og festa í efnahagsmálum vísi veginn. Að við stöndum á rétti okkar sem þjóð, hvort sem við tökumst á við erlenda vogunarsjóði eða þjóðríki - eins og í Icesave málinu – eða matvælakeðju sem ber nafn Íslands og vill banna íslenskum fyrirtækjum að auðkenna sig með upprunalandinu á erlendum mörkuðum.“Hér má fylgjast með umræðunum Alþingi Tengdar fréttir Lilja Dögg: „Ég er að skoða þetta með varaformanninn og það mun duga í bili“ Utanríkisráðherra er er ekki viss um að mögulegt formannsframboð sitt myndi slá á þá spennu sem ríkir innan Framsóknarflokksins. 26. september 2016 20:20 „Hlutirnir eru augljóslega á uppleið“ Fjármála- og efnahagsráðherra fór yfir verk ríkisstjórnarinnar í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:23 Katrín Jakobsdóttir: Getum og eigum að hjálpa fleirum en við gerum Formaður Vinstri grænna ræddi málefni innflytjenda og flóttafólks í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:46 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, sagði í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis í kvöld að mikilvægt væri að „reynslumikill bílstjóri“ væri við stýrið á efnahagsrútunni. Tekist hafi að rétta við ástand efnahagsmála á Íslandi frá hruni en mikilvægt væri að halda áfram á slíkri vegferð. „Hins vegar hefur aldrei verið mikilvægara en nú, að hafa augun á veginum og tryggja að við keyrum ekki of hratt. Því jafnvel þótt vegurinn hafi batnað eru beygjurnar krappar, og augnabliks kæruleysi getur verið dýrkeypt. Þess vegna skiptir máli, að við stýrið sitji reynslumikill bílstjóri sem kunni að keyra við ólíkar aðstæður,“ sagði Lilja. Sagði hún að skapast hefði svigrúm til þess að efla innviði samfélagsins og efla ætti heilbrigðiskerfið, fjarskiptagerfi og vegi svo allir landsmenn sitji við sama borð. Þá fagnaði hún því að Alþingi hefði fullgilt samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk. „Í stóra samhenginu felur fullgildingin í sér skýra stefnumörkun, um að fatlað fólk njóti fullra mannréttinda og að samfélagið okkar verði betra. Það er markmiðið með flestum þeim málum sem rædd eru í þessum sal. Að bæta samfélagið,“ sagði Lilja. Sagði hún einnig að nýlegt atvik þar sem rússneskar herflugvélar hefðu flogið undir íslenskri farþegaþotu á leið til Stokkhólms sýndi mikilvægi þess að á Íslandi væri ekki eyland þegar kemur að öryggismálum. „Atvik af þessu tagi minna okkur á hið stóra samhengi hlutanna. Að nýsamþykkt lög um þjóðaröryggisráð og -stefnu eru ekki upp á punt, heldur snúast um raunveruleg mál sem varða fullveldi Íslands og öryggi almennings.“ Þá sagði hún að stefna Framsóknarflokksins væru sú að tryggja að landið allt verði áfram í byggð, það væru hagsmunir allra. Aðrir flokkar kynnu að vera því ósammála en að allir hlytu að vera sammála um að stækka þyrfti þjóðarkökuna. „Þess vegna eru efnahagsmál svo mikilvæg. Að heimilin í landinu séu sterk, að atvinnulíf blómstri, að atvinnuþátttaka sé mikil og að við sköpum aukin verðmæti. Brýnt er að staða ríkissjóðs sé traust og að skýr stefna og festa í efnahagsmálum vísi veginn. Að við stöndum á rétti okkar sem þjóð, hvort sem við tökumst á við erlenda vogunarsjóði eða þjóðríki - eins og í Icesave málinu – eða matvælakeðju sem ber nafn Íslands og vill banna íslenskum fyrirtækjum að auðkenna sig með upprunalandinu á erlendum mörkuðum.“Hér má fylgjast með umræðunum
Alþingi Tengdar fréttir Lilja Dögg: „Ég er að skoða þetta með varaformanninn og það mun duga í bili“ Utanríkisráðherra er er ekki viss um að mögulegt formannsframboð sitt myndi slá á þá spennu sem ríkir innan Framsóknarflokksins. 26. september 2016 20:20 „Hlutirnir eru augljóslega á uppleið“ Fjármála- og efnahagsráðherra fór yfir verk ríkisstjórnarinnar í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:23 Katrín Jakobsdóttir: Getum og eigum að hjálpa fleirum en við gerum Formaður Vinstri grænna ræddi málefni innflytjenda og flóttafólks í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:46 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Lilja Dögg: „Ég er að skoða þetta með varaformanninn og það mun duga í bili“ Utanríkisráðherra er er ekki viss um að mögulegt formannsframboð sitt myndi slá á þá spennu sem ríkir innan Framsóknarflokksins. 26. september 2016 20:20
„Hlutirnir eru augljóslega á uppleið“ Fjármála- og efnahagsráðherra fór yfir verk ríkisstjórnarinnar í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:23
Katrín Jakobsdóttir: Getum og eigum að hjálpa fleirum en við gerum Formaður Vinstri grænna ræddi málefni innflytjenda og flóttafólks í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:46