Ívar vill aðgerðir gegn dýrum flugfargjöldum Kristján Már Unnarsson skrifar 26. september 2016 18:45 Knattspyrnukappinn og gistihúsaeigandinn Ívar Ingimarsson segir há flugfargjöld ógna byggð úti á landi, - niðurgreiðsla flugfargjalda sé ein áhrifaríkasta byggðastefnan. Rætt var við Ívar í fréttum Stöðvar 2 en viðtalið var tekið á Egilsstaðaflugvelli. Þegar Stöðfirðingurinn Ívar Ingimarsson flutti heim til Íslands eftir atvinnumannsferil í Englandi ákváðu hann og eiginkona hans, Breiðdælingurinn Hrefna Dagbjört Arnardóttir, að setjast að með börnum sínum nærri æskuslóðunum á Austurlandi og hasla sér völl í ferðaþjónustu fyrir austan. Eftir fjögurra ára búsetu á Egilsstöðum er það mat Ívars að flugfargjöld innanlands séu eitt stærsta byggðamálið. Hann nefnir sem dæmi að almennt fargjald fram og til baka milli Egilsstaða og Reykjavíkur sé 52 þúsund krónur. Það raski því jafnræði sem ætti að vera á milli landsmanna. „Og það hallar mjög á landsbyggðina. Ég held að þetta valdi því meðal annars að fólk setjist ekki að hérna og að fyrirtæki eru ekki stofnuð hérna,“ segir Ívar. Bombardier-vél Flugfélags Íslands á Egilsstaðaflugvelli.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þetta er kannski það sem brennur einna heitast á íbúum þeirra héraða sem liggja lengst frá Reykjavík, að það skuli iðulega kosta jafnvel meira að fljúga innanlands heldur en til evrópskra stórborga. Ívar bendir á að stór hluti opinberrar þjónustu sé í Reykjavík sem landsbyggðarfólk hljóti að eiga jafnan rétt á að njóta. „Eigum við að tala um Þjóðleikhús? Hörpu? Eigum við að tala um Landspítalann? Um stjórnsýsluna? Bara nefnum það. Við höfum ekki efni á að hafa þetta úti á landi. En það bara gleymdist að gefa okkur efni á því að sækja þessa þjónustu suður. Og mér finnst það alveg fáránlegt,“ segir Ívar. Þá snúist þetta ekki síður um fjölskyldutengsl; að mæta í fermingar, skírnir, afmælisveislur og jafnvel jarðafarir. „Á endanum er það þetta sem skiptir svolítið máli. Og menn gefast upp og enda svo í bænum.“ Algengt sé að foreldrar flytji suður á eftir börnunum sínum. „Börnin fara suður. Þau stofna fjölskyldu þar og það koma barnabörn í heiminn. Og hvað ætla menn að gera? Borga 104 þúsund krónur fyrir afa og ömmu til að kíkja á barnabörnin sín? Eða borga fyrir fjögurra manna fjölskyldu til að koma hingað austur? Þetta er bara ekkert að gerast,“ segir Ívar.Flugtak frá Egilsstöðum. Það kostar 104 þúsund krónur fyrir afa og ömmu að heimsækja barnabörnin, miðað við almennt fargjald milli Egilsstaða og Reykjavíkur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Niðurgreiðsla flugfargjalda til þeirra sem búa lengst frá þjónustunni, eins og gert sé í Skotlandi, sé áhrifaríkasta leiðin, að mati Ívars, og kveðst vísa til tillögu Jónu Árnýjar Þórðardóttur, framkvæmdastjóra Austurbrúar. „Þar er innanlandsflugið niðurgreitt um allt að fimmtíu prósent fyrir þá aðila sem eru með lögheimili á svæðinu. Þetta má, þetta er löglegt, og þetta snýst bara um vilja og áhuga stjórnmálamanna og stjórnvalda. Ef menn vilja alvöru byggðastefnu þá er þetta fljótlegasta leiðin til að bæta úr því ójafnvægi sem hefur átt sér stað. Ef menn vilja að allir búi í Reykjavík, - besta mál, - þá skulum við ekki gera neitt. En þetta er mjög fljótleg leið til þess að laga þetta." Ítarlega var rætt við Ívar Ingimarsson um sýn hans á byggðamálin hér í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í desember 2012. Fljótsdalshérað Um land allt Tengdar fréttir Ívar byggir gistihús í Stöðvarfirði Ívar Ingimarsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, hefur ákveðið að snúa sér að ferðaþjónustu á Austfjörðum og er að hefja smíði gistihúss í botni Stöðvarfjarðar. 2. desember 2012 20:32 Áskorun Ívars: Finnið lausn á Nubo-málinu! Knattspyrnukappinn Ívar Ingimarsson, sem er að byggja upp ferðaþjónustu á Austurlandi, segir að það yrði grátlegt ef Íslendingar köstuðu frá sér milljarða fjárfestingartækifæri á Grímsstöðum vegna hræðslu við útlendinga. Ívar telur að stærstu tækifæri til að efla landsbyggðina felist í ferðaþjónustu og sjálfur er hann að hefja smíði gistihúss á jörð sinni í Stöðvarfirði. Hann vill að stjórnvöld bjóði Nubo velkominn. 8. desember 2012 20:13 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Knattspyrnukappinn og gistihúsaeigandinn Ívar Ingimarsson segir há flugfargjöld ógna byggð úti á landi, - niðurgreiðsla flugfargjalda sé ein áhrifaríkasta byggðastefnan. Rætt var við Ívar í fréttum Stöðvar 2 en viðtalið var tekið á Egilsstaðaflugvelli. Þegar Stöðfirðingurinn Ívar Ingimarsson flutti heim til Íslands eftir atvinnumannsferil í Englandi ákváðu hann og eiginkona hans, Breiðdælingurinn Hrefna Dagbjört Arnardóttir, að setjast að með börnum sínum nærri æskuslóðunum á Austurlandi og hasla sér völl í ferðaþjónustu fyrir austan. Eftir fjögurra ára búsetu á Egilsstöðum er það mat Ívars að flugfargjöld innanlands séu eitt stærsta byggðamálið. Hann nefnir sem dæmi að almennt fargjald fram og til baka milli Egilsstaða og Reykjavíkur sé 52 þúsund krónur. Það raski því jafnræði sem ætti að vera á milli landsmanna. „Og það hallar mjög á landsbyggðina. Ég held að þetta valdi því meðal annars að fólk setjist ekki að hérna og að fyrirtæki eru ekki stofnuð hérna,“ segir Ívar. Bombardier-vél Flugfélags Íslands á Egilsstaðaflugvelli.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þetta er kannski það sem brennur einna heitast á íbúum þeirra héraða sem liggja lengst frá Reykjavík, að það skuli iðulega kosta jafnvel meira að fljúga innanlands heldur en til evrópskra stórborga. Ívar bendir á að stór hluti opinberrar þjónustu sé í Reykjavík sem landsbyggðarfólk hljóti að eiga jafnan rétt á að njóta. „Eigum við að tala um Þjóðleikhús? Hörpu? Eigum við að tala um Landspítalann? Um stjórnsýsluna? Bara nefnum það. Við höfum ekki efni á að hafa þetta úti á landi. En það bara gleymdist að gefa okkur efni á því að sækja þessa þjónustu suður. Og mér finnst það alveg fáránlegt,“ segir Ívar. Þá snúist þetta ekki síður um fjölskyldutengsl; að mæta í fermingar, skírnir, afmælisveislur og jafnvel jarðafarir. „Á endanum er það þetta sem skiptir svolítið máli. Og menn gefast upp og enda svo í bænum.“ Algengt sé að foreldrar flytji suður á eftir börnunum sínum. „Börnin fara suður. Þau stofna fjölskyldu þar og það koma barnabörn í heiminn. Og hvað ætla menn að gera? Borga 104 þúsund krónur fyrir afa og ömmu til að kíkja á barnabörnin sín? Eða borga fyrir fjögurra manna fjölskyldu til að koma hingað austur? Þetta er bara ekkert að gerast,“ segir Ívar.Flugtak frá Egilsstöðum. Það kostar 104 þúsund krónur fyrir afa og ömmu að heimsækja barnabörnin, miðað við almennt fargjald milli Egilsstaða og Reykjavíkur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Niðurgreiðsla flugfargjalda til þeirra sem búa lengst frá þjónustunni, eins og gert sé í Skotlandi, sé áhrifaríkasta leiðin, að mati Ívars, og kveðst vísa til tillögu Jónu Árnýjar Þórðardóttur, framkvæmdastjóra Austurbrúar. „Þar er innanlandsflugið niðurgreitt um allt að fimmtíu prósent fyrir þá aðila sem eru með lögheimili á svæðinu. Þetta má, þetta er löglegt, og þetta snýst bara um vilja og áhuga stjórnmálamanna og stjórnvalda. Ef menn vilja alvöru byggðastefnu þá er þetta fljótlegasta leiðin til að bæta úr því ójafnvægi sem hefur átt sér stað. Ef menn vilja að allir búi í Reykjavík, - besta mál, - þá skulum við ekki gera neitt. En þetta er mjög fljótleg leið til þess að laga þetta." Ítarlega var rætt við Ívar Ingimarsson um sýn hans á byggðamálin hér í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í desember 2012.
Fljótsdalshérað Um land allt Tengdar fréttir Ívar byggir gistihús í Stöðvarfirði Ívar Ingimarsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, hefur ákveðið að snúa sér að ferðaþjónustu á Austfjörðum og er að hefja smíði gistihúss í botni Stöðvarfjarðar. 2. desember 2012 20:32 Áskorun Ívars: Finnið lausn á Nubo-málinu! Knattspyrnukappinn Ívar Ingimarsson, sem er að byggja upp ferðaþjónustu á Austurlandi, segir að það yrði grátlegt ef Íslendingar köstuðu frá sér milljarða fjárfestingartækifæri á Grímsstöðum vegna hræðslu við útlendinga. Ívar telur að stærstu tækifæri til að efla landsbyggðina felist í ferðaþjónustu og sjálfur er hann að hefja smíði gistihúss á jörð sinni í Stöðvarfirði. Hann vill að stjórnvöld bjóði Nubo velkominn. 8. desember 2012 20:13 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Ívar byggir gistihús í Stöðvarfirði Ívar Ingimarsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, hefur ákveðið að snúa sér að ferðaþjónustu á Austfjörðum og er að hefja smíði gistihúss í botni Stöðvarfjarðar. 2. desember 2012 20:32
Áskorun Ívars: Finnið lausn á Nubo-málinu! Knattspyrnukappinn Ívar Ingimarsson, sem er að byggja upp ferðaþjónustu á Austurlandi, segir að það yrði grátlegt ef Íslendingar köstuðu frá sér milljarða fjárfestingartækifæri á Grímsstöðum vegna hræðslu við útlendinga. Ívar telur að stærstu tækifæri til að efla landsbyggðina felist í ferðaþjónustu og sjálfur er hann að hefja smíði gistihúss á jörð sinni í Stöðvarfirði. Hann vill að stjórnvöld bjóði Nubo velkominn. 8. desember 2012 20:13