Umboðsmaður Alþingis segir fangelsismálastjóra hafa gerst brotlegan vegna ummæla um Kaupþingsmenn nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 25. september 2016 20:00 Þremenningarnir afplánuðu dóm sinn á Kvíabryggju. Vísir/Þorbjörn Þórðarson/andri marinó Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að ummæli Páls Winkel, fangelsismálastjóra, um þá Magnús Guðmundsson, Ólaf Ólafsson og Sigurð Einarsson hafi varðað brot á lagareglum. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Magnús, Ólafur og Sigurður hlutu allir dóm vegna Al thani-málsins svokallaða og voru í kjölfarið vistaðir á Kvíabryggju. Kvörtun þeirra til umboðsmanns Alþingis gegn Páli snerist um ummæli hans í fjölmiðlum varðandi ýmislegt er tengdist fangavist þremenninganna á Kvíabryggju. Kvörtun Magnúsar, Ólafs og Sigurðar var fjórþætt en hún var send umboðsmanni á gamlársdag í fyrra. Í fyrsta lagi hafði Páll látið þau orð falla í fjölmiðlum að þremenningarnir vildu fá áfenga drykki með matnum á Kvíabryggju. Í öðru lagi hefði tökulið á vegum leikstjórans Michaels Moore fengið að kvikmynda á Kvíabryggju og rætt þar við þá Magnús, Ólaf og Sigurð. Í þriðja lagi kvörtuðu þremenningarnir yfir því að Páll hefði í föstudagsviðtali Fréttablaðsins í nóvember í fyrra ýjað að því að honum væri mútað af föngunum, bæði óbeint og beint. Í fjórða lagi tengdist kvörtunin ummælum Páls um reiðnámskeið á Kvíabryggju sem til stóð að þremenningarnir myndu sækja. Umboðsmaður Alþingis skilaði ekki inn ályktun varðandi málið enda hefur fangelsismálastjóri þegar beðist afsökunar á framgöngu sinni. Þess í stað sendi hann sendi þeim Magnúsi, Ólafi og Sigurði svar við kvörtuninni og gerði innanríkisráðherra og Páli jafnframt grein fyrir niðurstöðu sinni. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Umboðsmaður kallar eftir skýringum frá Páli Winkel Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir formlegum skýringum frá forstjóra Fangelsismálastofnunar vegna kvörtunar Kaupþingsmanna sem eru í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju. 10. janúar 2016 20:45 Fangelsismálastjóri hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar fanga á Kvíabryggju Páll Winkel, fangelsismálastjóri, hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar sem þrír fangar á Kvíabryggju, þeir Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson, lögðu inn til umboðsmanns vegna fangelsismálastjóra. 1. febrúar 2016 11:40 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að ummæli Páls Winkel, fangelsismálastjóra, um þá Magnús Guðmundsson, Ólaf Ólafsson og Sigurð Einarsson hafi varðað brot á lagareglum. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Magnús, Ólafur og Sigurður hlutu allir dóm vegna Al thani-málsins svokallaða og voru í kjölfarið vistaðir á Kvíabryggju. Kvörtun þeirra til umboðsmanns Alþingis gegn Páli snerist um ummæli hans í fjölmiðlum varðandi ýmislegt er tengdist fangavist þremenninganna á Kvíabryggju. Kvörtun Magnúsar, Ólafs og Sigurðar var fjórþætt en hún var send umboðsmanni á gamlársdag í fyrra. Í fyrsta lagi hafði Páll látið þau orð falla í fjölmiðlum að þremenningarnir vildu fá áfenga drykki með matnum á Kvíabryggju. Í öðru lagi hefði tökulið á vegum leikstjórans Michaels Moore fengið að kvikmynda á Kvíabryggju og rætt þar við þá Magnús, Ólaf og Sigurð. Í þriðja lagi kvörtuðu þremenningarnir yfir því að Páll hefði í föstudagsviðtali Fréttablaðsins í nóvember í fyrra ýjað að því að honum væri mútað af föngunum, bæði óbeint og beint. Í fjórða lagi tengdist kvörtunin ummælum Páls um reiðnámskeið á Kvíabryggju sem til stóð að þremenningarnir myndu sækja. Umboðsmaður Alþingis skilaði ekki inn ályktun varðandi málið enda hefur fangelsismálastjóri þegar beðist afsökunar á framgöngu sinni. Þess í stað sendi hann sendi þeim Magnúsi, Ólafi og Sigurði svar við kvörtuninni og gerði innanríkisráðherra og Páli jafnframt grein fyrir niðurstöðu sinni.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Umboðsmaður kallar eftir skýringum frá Páli Winkel Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir formlegum skýringum frá forstjóra Fangelsismálastofnunar vegna kvörtunar Kaupþingsmanna sem eru í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju. 10. janúar 2016 20:45 Fangelsismálastjóri hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar fanga á Kvíabryggju Páll Winkel, fangelsismálastjóri, hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar sem þrír fangar á Kvíabryggju, þeir Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson, lögðu inn til umboðsmanns vegna fangelsismálastjóra. 1. febrúar 2016 11:40 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Umboðsmaður kallar eftir skýringum frá Páli Winkel Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir formlegum skýringum frá forstjóra Fangelsismálastofnunar vegna kvörtunar Kaupþingsmanna sem eru í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju. 10. janúar 2016 20:45
Fangelsismálastjóri hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar fanga á Kvíabryggju Páll Winkel, fangelsismálastjóri, hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar sem þrír fangar á Kvíabryggju, þeir Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson, lögðu inn til umboðsmanns vegna fangelsismálastjóra. 1. febrúar 2016 11:40