„ Bannað er að sýna efni sem haft getur skaðvænleg áhrif á börn í línulegri dagskrá, á þeim tíma sem ætla má að börn sé að horfa. Frá þessu banni eru þær undantekningar að efninu má miðla eftir kl. 22 á föstudags- og laugardagskvöldum og eftir kl. 21 önnur kvöld vikunnar og til 5 á morgnana,“ segir á vef fjölmiðlanefndar.
Þær Vala Kristín Eiríksdóttir og Júlíana Sara Gunnarsdóttir fara með aðalhlutverkin í þættinum sem verður að óbreyttu á dagskrá klukkan 19:35 í vetur. Að neðan má sjá eitt atriði úr smiðju þeirra.