Margrét tekur ekki sæti á lista Samfylkingarinnar Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 24. september 2016 12:22 Margrét var færð niður um sæti vegna aldurs, en hún er 44 ára. Vísir/Valli Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingmaður, ætlar ekki að taka 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar en hún var færð niður um sæti vegna aldurs. Sams konar reglu var hins vegar ekki fylgt á listum flokksins í Reykjavík en hún segir ekki til fyrirmyndar fyrir jafnaðarmannaflokk að mismuna eftir aldri. Samkvæmt reglum í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og í Reykjavík sem fram fóru fyrr í mánuðinum varð einn af þremur efstu frambjóðendum á listum flokksins að vera 35 ára eða yngri. Framboðslistar flokksins í Reykjavíkur norður og suður voru samþykktir í fyrradag en á þeim listum var vikið frá þessari reglu. Þannig skipa Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Helgi Hjörvar og Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir efstu þrjú sætin í Reykjavík norður en þau er öll eldri en 35 ára.Úr þriðja sæti í fimmta Í flokksvalinu í Suðvesturkjördæmi var aldursreglunni hins vegar fylgt eftir. Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingmaður Borgarahreyfingarinnar, hlaut kosningu í 3. sæti listans. Hún var hins vegar færð niður þar sem enginn þeirra sem hlutu efstu sætin voru 35 ára eða yngri en Margrét er 44 ára. Vegna kynjasjónarmiða var Margrét færð enn neðar og endaði í 5. sæti listans. Margrét segir þetta ósamræmi milli kjördæma mjög skrýtið. „Þetta er náttúrulega ekki alveg til fyrirmyndar fyrir jafnaðarmannaflokk að mismuna fólki eftir aldri. En ef að reglurnar gilda, og það hefði ég getað sætt mig við, að þá verða þær að gilda alls staðar. Fyrst svo er ekki að þá ætla ég ekki að taka sæti á listanum,“ segir Margrét.Hefur þú fengið einhverjar skýringar á þessu ósamræmi? „Já ég veit náttúrulega alveg hvernig í þessu liggur. Þetta er ekkert viljaverk. Það er bara þannig að í öðru kjördæminu fara menn alveg eftir reglunum, bara eftir bókstafnum, en í hinu ákveða menn að gera það ekki,“ segir Margrét.Ákveðið áfall Þetta ósamræmi megi að hluta skýra með því að fundirnir, þar sem listar flokksins í suðvestur og Reykjavík voru staðfestir, fóru fram á sama tíma. Því hefði ekki verið samráð um hvernig og hvort beita ætti reglunni. „En það var mér ákveðið áfall að sjá að þessu hefði bara öllu verið kastað til hliðar í Reykjavík,“ segir Margrét. Kosningar 2016 X16 Suðvestur Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynsifjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Sjá meira
Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingmaður, ætlar ekki að taka 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar en hún var færð niður um sæti vegna aldurs. Sams konar reglu var hins vegar ekki fylgt á listum flokksins í Reykjavík en hún segir ekki til fyrirmyndar fyrir jafnaðarmannaflokk að mismuna eftir aldri. Samkvæmt reglum í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og í Reykjavík sem fram fóru fyrr í mánuðinum varð einn af þremur efstu frambjóðendum á listum flokksins að vera 35 ára eða yngri. Framboðslistar flokksins í Reykjavíkur norður og suður voru samþykktir í fyrradag en á þeim listum var vikið frá þessari reglu. Þannig skipa Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Helgi Hjörvar og Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir efstu þrjú sætin í Reykjavík norður en þau er öll eldri en 35 ára.Úr þriðja sæti í fimmta Í flokksvalinu í Suðvesturkjördæmi var aldursreglunni hins vegar fylgt eftir. Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingmaður Borgarahreyfingarinnar, hlaut kosningu í 3. sæti listans. Hún var hins vegar færð niður þar sem enginn þeirra sem hlutu efstu sætin voru 35 ára eða yngri en Margrét er 44 ára. Vegna kynjasjónarmiða var Margrét færð enn neðar og endaði í 5. sæti listans. Margrét segir þetta ósamræmi milli kjördæma mjög skrýtið. „Þetta er náttúrulega ekki alveg til fyrirmyndar fyrir jafnaðarmannaflokk að mismuna fólki eftir aldri. En ef að reglurnar gilda, og það hefði ég getað sætt mig við, að þá verða þær að gilda alls staðar. Fyrst svo er ekki að þá ætla ég ekki að taka sæti á listanum,“ segir Margrét.Hefur þú fengið einhverjar skýringar á þessu ósamræmi? „Já ég veit náttúrulega alveg hvernig í þessu liggur. Þetta er ekkert viljaverk. Það er bara þannig að í öðru kjördæminu fara menn alveg eftir reglunum, bara eftir bókstafnum, en í hinu ákveða menn að gera það ekki,“ segir Margrét.Ákveðið áfall Þetta ósamræmi megi að hluta skýra með því að fundirnir, þar sem listar flokksins í suðvestur og Reykjavík voru staðfestir, fóru fram á sama tíma. Því hefði ekki verið samráð um hvernig og hvort beita ætti reglunni. „En það var mér ákveðið áfall að sjá að þessu hefði bara öllu verið kastað til hliðar í Reykjavík,“ segir Margrét.
Kosningar 2016 X16 Suðvestur Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynsifjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Sjá meira