Stjórnarandstaðan mun koma í veg fyrir LÍN-frumvarp Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 23. september 2016 22:00 Stjórnarandstaðan mun koma í veg fyrir að LÍN-frumvarp menntamálaráðherra verði samþykkt enda málið ekki nógu gott. Þetta segir þingmaður Pírata en frumvarpið var afgreitt úr allsherjar- og menntamálanefnd í dag. LÍN-frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra var afgreitt úr allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í hádeginu í dag. Frumvarpið hefur verið gagnrýnt, meðal annars af Háskóla Íslands, BHM og ASÍ. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og framsögumaður málsins í nefndinni, segir meirihlutann gera þó nokkrar breytingar á frumvarpinu. „Það eru breytingar sem að snúa að því að það verði auknar heimildir til að fella niður afborganir verði fólk fyrir óvæntum tekjumissi,“ segir Líneik. Þá sé námstími fyrir doktorsnám rýmkaður og heimilt verður að greiða námslán og styrki samhliða námi eftir að fyrsta misseri er lokið. Frumvarpið hefur meðal annars verið gagnrýnt fyrir að auka ójöfnuð, kemur meirihlutinn til móts við þá gagnrýni? „Ekki til móts við þá gagnrýni, enda tel ég hana ekki eiga rétt á sér,“ segir Líneik. Byggist á villandi forsendum Minnihluti nefndarinnar lagðist gegn því að málið yrði afgreitt úr henni í dag. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, segir breytingartillögur meirihlutans ekki ganga nógu langt og frumvarpið sé illa unnið. Kemur til greina að klára þetta frumvarp á þessu þingi? „Stjórnarandstaðan mun setja fótinn fyrir hurðina þar. Það er alltof mikið að þessu frumvarpi. Meira að segja útreikningarnir sem eru til grundvallar, um að það verði lægri afborgunarbyrði, hún byggist á mjög villandi forsendum,“ segir Ásta. Með hvaða hætti mun stjórnarandstaðan reyna að koma í veg fyrir málið? „Við munum leggja fram frávísunartillögu þess efnis að þetta verði sent aftur til ráðuneytisins þar sem ráðherra verðu falið að skipa þverpólitíska nefnd. Við munum gera allt sem í okkar krafti stendur til þess að koma í veg fyrir að þetta frumvarp verði að lögum, einfaldlega af því að þetta frumvarp er ekki nógu gott,“ segir Ásta. Alþingi Tengdar fréttir Læknanemar gagnrýna LÍN-frumvarp Félag læknanema hefur sent inn umsögn um frumvarp til breytinga á núverandi námslánakerfi. 28. ágúst 2016 18:41 Stór mál eftir á Alþingi þegar stutt er í þingrof Sjö stór mál eru eftir á Alþingi þegar nokkrir dagar eru eftir af þinginu. Nefndarmenn í efnahags- og viðskiptanefnd eru undir miklu álagi með langflest málin undir. Áhyggjur af því að stjórnarandstaðan hleypi LÍN-málinu ekki í gegn. 20. september 2016 07:00 Ósáttir við LÍN-frumvarp Félag læknanema gerir alvarlegar athugasemdir við nýtt frumvarp Illuga Gunnarssonar um Lánasjóð íslenskra námsmanna. 29. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Sjá meira
Stjórnarandstaðan mun koma í veg fyrir að LÍN-frumvarp menntamálaráðherra verði samþykkt enda málið ekki nógu gott. Þetta segir þingmaður Pírata en frumvarpið var afgreitt úr allsherjar- og menntamálanefnd í dag. LÍN-frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra var afgreitt úr allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í hádeginu í dag. Frumvarpið hefur verið gagnrýnt, meðal annars af Háskóla Íslands, BHM og ASÍ. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og framsögumaður málsins í nefndinni, segir meirihlutann gera þó nokkrar breytingar á frumvarpinu. „Það eru breytingar sem að snúa að því að það verði auknar heimildir til að fella niður afborganir verði fólk fyrir óvæntum tekjumissi,“ segir Líneik. Þá sé námstími fyrir doktorsnám rýmkaður og heimilt verður að greiða námslán og styrki samhliða námi eftir að fyrsta misseri er lokið. Frumvarpið hefur meðal annars verið gagnrýnt fyrir að auka ójöfnuð, kemur meirihlutinn til móts við þá gagnrýni? „Ekki til móts við þá gagnrýni, enda tel ég hana ekki eiga rétt á sér,“ segir Líneik. Byggist á villandi forsendum Minnihluti nefndarinnar lagðist gegn því að málið yrði afgreitt úr henni í dag. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, segir breytingartillögur meirihlutans ekki ganga nógu langt og frumvarpið sé illa unnið. Kemur til greina að klára þetta frumvarp á þessu þingi? „Stjórnarandstaðan mun setja fótinn fyrir hurðina þar. Það er alltof mikið að þessu frumvarpi. Meira að segja útreikningarnir sem eru til grundvallar, um að það verði lægri afborgunarbyrði, hún byggist á mjög villandi forsendum,“ segir Ásta. Með hvaða hætti mun stjórnarandstaðan reyna að koma í veg fyrir málið? „Við munum leggja fram frávísunartillögu þess efnis að þetta verði sent aftur til ráðuneytisins þar sem ráðherra verðu falið að skipa þverpólitíska nefnd. Við munum gera allt sem í okkar krafti stendur til þess að koma í veg fyrir að þetta frumvarp verði að lögum, einfaldlega af því að þetta frumvarp er ekki nógu gott,“ segir Ásta.
Alþingi Tengdar fréttir Læknanemar gagnrýna LÍN-frumvarp Félag læknanema hefur sent inn umsögn um frumvarp til breytinga á núverandi námslánakerfi. 28. ágúst 2016 18:41 Stór mál eftir á Alþingi þegar stutt er í þingrof Sjö stór mál eru eftir á Alþingi þegar nokkrir dagar eru eftir af þinginu. Nefndarmenn í efnahags- og viðskiptanefnd eru undir miklu álagi með langflest málin undir. Áhyggjur af því að stjórnarandstaðan hleypi LÍN-málinu ekki í gegn. 20. september 2016 07:00 Ósáttir við LÍN-frumvarp Félag læknanema gerir alvarlegar athugasemdir við nýtt frumvarp Illuga Gunnarssonar um Lánasjóð íslenskra námsmanna. 29. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Sjá meira
Læknanemar gagnrýna LÍN-frumvarp Félag læknanema hefur sent inn umsögn um frumvarp til breytinga á núverandi námslánakerfi. 28. ágúst 2016 18:41
Stór mál eftir á Alþingi þegar stutt er í þingrof Sjö stór mál eru eftir á Alþingi þegar nokkrir dagar eru eftir af þinginu. Nefndarmenn í efnahags- og viðskiptanefnd eru undir miklu álagi með langflest málin undir. Áhyggjur af því að stjórnarandstaðan hleypi LÍN-málinu ekki í gegn. 20. september 2016 07:00
Ósáttir við LÍN-frumvarp Félag læknanema gerir alvarlegar athugasemdir við nýtt frumvarp Illuga Gunnarssonar um Lánasjóð íslenskra námsmanna. 29. ágúst 2016 07:00